BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 30
Símamenn ætíð verið
óhræddir að taka á máhim
Félag íslenskro símamanna var& 80 óra
27. febrúar slv en FIS er elsta stéttarfélagið
innan vébanda BSRB og hefur verið aðild-
arfélag fró stofnun bandalagsins. í tilefni
afmælisins hélt félagið afmælishóf í Súlna-
sal Hótel Sögu þar sem félagsmenn og
gestir þeirra gerðu sér glaðan dag og barst
féloginu fjöldi gjafa.
Félag íslenskra símamann var
stofnað árið 1915 og varOttó B.
Arnar fyrsti formaður þess. Hann var
gerður að heiðursfélaga FIS á þrjátíu
ára afmæli félagsins, 27. febrúar
1945. í tilefni afmælisins nú afhenti
sonur hans, Birgir Amar, félaginu
málverk af Ottó og heiðursskjalið
semhann fékk þegar hann yar gerður
að hciðttrsfélaga. en Ottó hefði orðið
100 ára í desember 1994.
Stofnfélagar voru 20 en í dag em
félagar í FÍS um 900 talsins. Flestir
vom félagar í FÍS 1.300 um miðjan
níunda áratuginn. Félag íslenskra
símamanna skiptist í sjö deildir eftir
starfsgreinum; deildir skrifstofufólks,
talsímavarða, símsmiða, rafeinda-
virkja, stöðvarstjóra, fjarskipta og
deíld sérhæfðra starfa.
Ragnhildur Guðmundsilóttir for-
maður FIS sagði að það væri margt
sem leitaði á hugann á þessum ttma-
mótum. Fyrst og fremst þó nauðsyn
þess að hafa virk stéttarfélög. Hún
sagði að þegar sagan væri skoðuð
kæmu í ljós ótalmörg atriði sem Fé-
lag íslenskra símamanna hefur haft
framgöngu um. Þar mætti nefna
símamanna 80 ara
stofnun starfsmannaráða, en FIS
barðist fyrir stofnun þeirra. Þá
vildi hún nefna stofnun Póst- og
símamálaskólans sem FIS hefði
haft forgöngu um árið 1969 og
ótal margt fleira.
„Mikilvægast er þó að FÍS
hefur alltaf verið virkur þátttak-
andi í baráttunni fyrir bættum
kjömm launafólks í landinu og
símamenn hafa ætíð verið ó-
hræddir við að taka á málum,”
sagði Ragnhildur,
Símamenn hafa gefið út
málgagn sitt, Símablaðið, allt frá
stofnun félagsins, þannig að
Símablaðið er 80 ára í ár og því
elsta stéttarmálgagn sem gefið er
út á landinu. Fyrstu átta árin hét
blaðið Elektron en breytti um
nafn árið 1922. Á fyrstu útgáfu-
ámnum var blaðið gefið út mán-
aðarlega og var eitt helsta tækni-
blað Tandsins og selt í blaðsölu-
tumum og mjög vinsælt af
tæknisínnuðum almenningi.
Blaðið kemur nú út tvisvar á ári
og er Þorsteinn Óskarsson rit-
stjóri þess.
Ragnhildur sagði að um
þessar mundir væri vegið hart að
símamönnum. Halldór Blöndal,
samgönguráðherra, hefði fyrir
kosningar boðað að Póstur og
sími yrði seldur. Sú yfirlýsing
þýddi að framundan væri hörð
barátta við misvitra stjómmála-
menn.
„Við vitum af reynslunni er-
lendis frá að hagsmunir starfs-
fólks verða ekki hafðir í fyrir-
rúmi heldur fyrst og fremst fjár-
magnseigenda. Eg minnist orða
eins yfirmanna stofnunarinnar,
sem hann lét falla á fundi fyrir
nokkm. Hann sagði: Þegar við
emm búnir að selja Póst og síma
verðum við ekki með fólk hér af
mannúðarástæðum. Þessi ó-
manneskjulega hugsun segir allt.
Menn tala í gegnum hattinn sinn
og vita ekki alveg hvaða afleið-
ingar það hefur. Við megum
aldrei gleyma því að Póstur og
sími er fyrst og fremst fólk en
ekki hús og tæki útí bæ. Það má
aldrei gleyma hlut starfsfólksins
í vclgcngni stofnunarinnar en
því miður virðast margir ráða-
menn ekki átta sig á þeirri stað-
reynd,” sagði Ragnhildur að lok-
Unnið^oo upp^Mngu loftnets í Flatey á
BfetðaftrS árið 1957.-Myndina tók Ríkarður
,
Ur sögu símans: Karl
V'ilhjámsson, skrifstefustjóri á
Radíóverkstæði, Agnar
Stefánsson lagerstjóri óg
Jón Einksson
fjarskiptaeftirlitsmaður
30