BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 17

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 17
voru aðilar að átaksvikunni. Mun meiri ásókn var í fjármálaráðgjöf hjá þeim en undir venjuleg- um kringumstæðum þannig að ljóst er að upplýs- ingaátakið „Gerum hreint í fjánnálum fjölskyld- unnaf' vakti fólk til umhugsunar um stöðu sína. Búnaðarbankinn auglýsti sérstök námskeið í tilefni átaksvikunnar þar sem fjallað var um tjár- mál heimilanna. Námskeiðin voru ókeypis og voru byggð á ijármálanámskeiðum sem bankinn er með fyrir fjölskyldufólk. Að sögn Moritz W. Sigurðssonar, aðstoðar- bankastjóra Búnaðarbankans, var aðsóknin fram- ar björtustu vonum og sóttu á 6. hundrað manns námskeið bankans sem vom haldin í Reykjavík, á Akureyri, Hafnarfirði og Selfossi. Moritz sagði að ívið fleira fólk sem ætti í vandræðum hefði sótt námskeiðin þessa viku en venjulega. Fyrst og fremst hafi þetta þó verið fólk sem vildi koma fjármálum íjölskyldunnar í betra horf. „Fræðslan er númer eitt, tvö og þrjú að okkar mati. Með því að gera sér grein fyrir því að margt smátt gerir eitt stórt er hægt að koma í veg fyrir marga af þeim erfiðleikum sem fólk lendir í. Fræðslan er þvf fyrirbyggjandi aðgerð og ég tel að það eigi að leggja mun meiri áherslu á hana en gert hefur verið fram til þessa,” sagði Moritz. Mun meira var að gera hjá þjónustufulltrúum bankans þessa viku að sögn Moritz og taldi hann að kynningin á átaksvikunni hefði haft áhrif á það. „Það er ekkert vafamál að kynningarátakið var mjög af hinu góða og náði út til almennings. Ég er afar ánægður fyrir bankans hönd og sjálfs míns að hafa átt þess kost að taka þátt í átakinu,” sagði Moritz. Heilræðin 10 um fjármál fjölskyldunnar ♦ Haltu skriflegt yfirlit yfir tekjur og gjöld, eignir og skuldir. Slík yfirlit eru mjög gagnleg til að hafa yfirsýn yfir fjár- hag fjölskyldunnar - og nauðsynleg þegar leitað er til fjármálaráðgjafa og/eða lánastofnana. ♦ Haltu dagbók yfir öll innkaup og greiðslur og berðu bókina á þér. Fylgstu vandlega með öllum innkaupum og greiðslum. Notaður bókina til að gera þér grein fyrir hvar þú getur sparað og til að gera raunhæfa fjárhags- áætlun. ♦ Láttu þá sem það varðar vita af fjárhagserfiðleikum þín- um. Það er mikilvægt að þú ræðir málin við maka eða sambýling, börn á heimilinu sem eru nógu gömul til að skilja um hvað málið snýst og aðra sem málið varðar. Slíkar umræður geta vissulega verið erfiðar - en þær margborga sig þegar til lengri tíma er litið. ♦ Settu þig vel inn í réttindi þín og skyldur sem skuldara og neytanda. ♦ Hafðu samband við lánadrottna um leið og þér er Ijóst að þú getur ekki staðið i skilum - og þú getur vafalaust náð samkomulagi sem þú getur búið við. Þannig getur þú komist hjá því að greiðsluvandinn verði mun erfiðari og dýrari eða jafnvel óyfirstíganlegur. Biddu um aðstoð til að leysa málin til langframa. ♦ Gættu að gjalddögunum. Vanskilaskuldir eru fljótar að hlaða á sig viðbótakostnaði. Og ef þú gerir athuga- semdir of seint áttu á hættu að missa af möguleikanum að fá málið tekið upp á ný. ♦ Skrifaðu aldrei undir það sem þú skilur ekki til hlítar. Það er ástæðulaust að vera hræddur við að spyrja um það sem maður ekki skilur. ♦ Haltu ítarlegt bókhald. Haltu vel til haga öllum reikning- um, kvittunum og afritum af skuldabréfum og öðrum skuldbindingum. Þú getur alltaf þurft á þessum gögnum að halda og þau geta varðað þig miklu. ♦ Farðu yfir reikninga, kvittanir og greiðsluyfirlit. Gættu vel að þvi að reikningar og kvittanir séu réttar og allar tölur stemmi. ♦ Láttu strax vita ef þú telur að eitthvað sé að. Opinberar stofnanir, einkafyrirtæki og lánadrottnar geta líka gert mistök - og gera það. 17

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.