BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 2
Að vera eða
vera ekki neittí
„Og hvaðan ert þú, góði minn”,
spurði stærðfræðikennarinn minn forð-
um í Menntaskólanum á Akureyri. „Ur
Kópavogi", sagði ég í grandaleysi mínu,
jafnvel með ofurlitlu stolti. Hæðnisleg-
ur hlátur hans kom mér því alveg í opna
skjöldu. „Þaðan er enginn”, sagði hann
svo og spurði mig eitthvað út í foreldra
mína. Þá vissi ég það, en ekki fyrr, að
það var ekki fínt að vera úr Kópavogi,
þessari Palestínu eða litlu Kóreu, eins
og þetta pláss var stundum kallað. Það
er fyrst nú þegar ég er kominn til vits og
ára að ég þori að segjast vera úr Kópa-
vogi.
Þessi sami stærðfræðikennari lagði
mig (að mér fannst) í einelti, sem þá var
reyndar ekki búið að finna upp sem fé-
lagslegt vandamál. I geómetríunni tók
hann mig upp að töflu og átti ég að
finna horn í þríhyrningi. Ég var
grútnervus og gaf mér óvart vitlaust
horn. Hann tókst allur á loft, néri á sér
hökuna og sagði með mikilli sjálfá-
nægju: „Þetta er óskhyggja fávitans,
Hrafn!” Og auðvitað hló allur bekkur-
inn með honum. En ég fékk þegjandi ó-
beit á allri stærðfræði til lífstíðar.
Ég ólst upp í kaþólskri trú og ég
man enn að mér var strítt á því líka:
„Talaðu þá kaþólsku” sögðu krakkamir
í hverfinu og hlóu hæðnislega. Þetta
gekk svo langt að ég hætti að vera kaþ-
ólskur og gekk í kirkju allra lands-
manna. Einu sinni fékk ég að fara í
Vatnaskóg, þá ungur drengur. Ég fékk
að fara fyrir þrábeiðni enda hvatti besti
vinur minn mig til fararinnar. Ég man
að þar var m.a. farið í „fóbolta”; skipt í
tvö lið og var ég settur aftastur í annað.
Það eina sem ég vissi þá um fótbolta
var að keppst var um að setja knöttihn í
mark. Um leið og ég fékk hann fyrir
fætur mér snemma leiks lagði ég allt
mitt stolt og kjark í hægri fót og þrusaði
tuðrunni í netið. Og bjóst við miklum
fagnaðarlátum. Er það í eina skiptið
sem ég veit til að manni hafi verið vísað
af velli í knattspyrnuleik fyrir að skora
mark. Jú, að vísu var það sjálfsmark, en
mark engu að síður. Þannig fór um fót-
boltadelluna hjá mér og aldrei hef ég
verið Valsari síðan.
Þegar kom að því að velja mér fag
til framhaldsnáms komu engar raun-
greinar til greina, því til þeirra þurfti
góða stærðfræðikunnáttu. Ég hafði
auðvitað falið mig og vandamál mín
með því að grúfa mig yfir bókaskruddur
öll menntaskólaárin og svo var komið
að ég var kominn með skáldagrillur.
Enda var næsti nágranni minn þar sem
ég bjó á Akureyri sjálfur Davíð. Og
hann var bókavörður. Þótti mér því al-
veg kjörið að gerast vörður bóka, þar
sem það gæfi mér kost á að vera innan
L«,vao»
oe^Sí()OCO«l• .vi
Á!M
Hrafn Andrés
Harðarson
um bækur og fá borgað fyrir það í of-
análag. Ekki gerði ég mér þá neina
grein fyrir því, að nær allir bókaverðir
eru jafnframt opinberir starfsmenn. Hið
eina sem ég vissi um þetta fyrirbæri,
opinbera starfsmenn, var að frændi
minn og fóstri þarna fyrir norðan var
formaður STAK og oft á einhverjum
béesserrbé-þingum fyrir sunnan. Og tal-
aði mikið í símann um svokölluð kjara-
mál. Mér komu þau ekki við enda sá ég
mér til mikillar ánægju að ýmsir góðir
karlar gegndu starfi bókavarðar víðs-
vegar um landið. Og býsna margir skáld
eða rithöfundar að auki: Guðmundur
Hagalín, Snorri Hjartar, Magnús Ás-
geirss, Jón úr Vör og fleiri. Þetta var
eitthvað fyrir mig.
Ég starfaði nokkur ár á Borgarbóka-
safninu í Reykjavík, varð útibússtjóri
með meiru og svo bar til að staða Borg-
arbókavarðar var auglýst laus til um-
sóknar. Auðvitað sótti ég um hana, enda
hálfgerður krónprins til þessa embættis.
En viti menn: áður hafði ég staðið í
þeirra trú að það væri kostur að vera
karl með góða menntun, en nú voru
skyndilega aðrir tímar: kominn var tími
til að kona yrði Borgarbókavörður. Ég
lagði upp laupana og fékk stöðu sem
bæjarbókavörður í Kópavogi og flutti á
æskustöðvarnar. Hætti að reykja í átta
ár eða þangað til í verkfalli opinberra
starfsmanna árið 1984. Þá byrjaði ég
aftur að reykja og þótti það bæði gott og
fínt. Gaf út ljóðabækur og hélt enn að
það þætti fínt. Að vera skáld. En nú er
nánast glæpur að reykja og „skáld” í op-
inberri stöðu er sama sem ekkert skáld.
Enda segir í mogganum undir ljóðum,
sem þeir birta eftir mig að „höfundur sé
bókavörður í Kópavogi”. Svona eins og
til að taka af öll tvímæli.
Hvar skyldi þessi tilvistarkreppa
mín enda eiginlega? Allt sem ég er eða
var að upplagi eða með uppeldi verður
einhvernveginn alltaf ótækt, óhollt eða
ófínt, loksins er ég næ því. Eina hugg-
un mín í dag er sú, að ég hef heyrt að
fínast af öllu sé að vera dautt skáld. Því
ætla ég að trúa þangað til eitthvað ann-
að kemur í ljós.
Höfundur þessa pistils, Hrafn Andrés
Harðarson, er opinber starfsmaður t
Kópavogi.
BSR