BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 18

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 18
M'stó Mikilvœmst Alpingis í kosningunum 8. fj apríl sl, sem fulltrúi Alþýðu- v / / / bandaíagsins og óháðra. fl /*/)///7 rl 111 T BSRB-tíðindi ræddu við Ög- \A/\J / \ýL'L,\A/ I LLLLL' mund daginn eftir kosning- ar um kosningabaráttuna, það kjörtímabil sem nú fer í hönd og breytingar á störf- um hans á vettvangi BSRB. LAUNAFÓLKS „Það sem mér fannst einkenna þessa kosningabaráttu var gegndarlaus fjár- austur í auglýsingar sem flestar gengu út á það að reyna að kæfa málefna- lega umræðu. Sem betur fer tókst jtað samt ekki að öllu leyti. I kosningun- um var boðið upp á mjög ólíka val- kosti en það hefði þurft að koma því betur til skila. Mér finnst mikilvægt að kosningabráttan sé notuð til að fá fram kröftuga málefnalega umræðu í þjóðfélaginu. Þótt flokkarnir reyndu að stýra baráttunni inn á aðra braut tókst það ekki vegna þess að ýmis félagasam- tök í samfélaginu, t.d. BSRB tóku til sinna ráða og boðuðu fulltrúa flokk- anna á fundi um afmörkuð málefni. BSRB hélt t.d., málstofu með fulltrú- um flokkanna um skattamál og vakti sú umræða sem þar fór fram verulega athygli, einkum þó umræðan um hátt hlutfall skattheimtu vegna jaðarskatta. Staðreyndir um jaðarskattana virtust koma mönnum, sem hafa skapað þetta kerfi, í opna skjöldu og kepptust þeir hver um annan að lýsa því yfir að þessu þyrfti að breyta. Annað málefni sem komst á dag- skrá í kosningabaráttunni var skýrsla tölfræðihóps Norræna jafnlaunaverk- efnisins, sem Rannveig Sigurðardótt- ir, hagfræðingur BSRB, stýrði. Skýrslan varð til þess að nú segjast allir llokkar gera sér grein fyrir því að jafna þarf launamuninn á milli kynj- anna. Það má því með sanni segja að umræðan fyrir kosningar hafi skilað einhverju. Svo er eftir að sjá hverjar efndimar verða. Fleira má nefna. Landssamband lögreglumanna boðaði stjórnmála- mennina á fund þar sem ástandið í löggæslumálum var rætt. Símamenn Jónasson Reykvíkinga og póstmenn héldu fund með stjórnmálamönnum um hugmyndir um að selja Póst og síma. Listamenn fengu stjórnmálamennina til þess að ræða stöðuna í menningarmálum þjóðarinnar og Bílgreinasambandið var með fund um skattlagningu bifreiðakosts lands- manna. Þá stóð Félag íslenskra leik- skólakennara fyrir því að senda flokk- unum spurningalista til þess að fá skýr svör frá þeim um afstöðu þeirra til upp- eldisháskóla.” Hvað telur Ögmundur að verði meg- inviðfangsefni þessa kjörtímabils? „Hvað sjálfan mig varðar þá vonast ég til þess að geta látið gott af mér leiða á þessum vettvangi þar sem ráðum okk- ar allra er ráðið. Mikilvægasta verkefni þessa kjörtímabils er að rétta hlut al- menns launafólks. Á síðasta kjörtíma- bili voru launin rýrð stórlega með skatt- kerfisbreytingum. Nú þarf að snúa þeirri þróun við og nota skattakerfið til þess að bæta hag almenns launafólks. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að það er tekist á um grundvöll skipulags velferðarþjónustunnar. Það var ástæðan fyrir því að ég ákvað að reyna að komast á þing. Ég vildi taka þátt í þeirri umræðu og reyna að hafa á- hrif á þá stefnumótum því mér finnst það skipta sköpum fyrir þjóðfélag okkar og kjör launafólks hvernig tekst til í þeim efnum. Fulltrúar peningahyggj- unnar hafa þar ráðið ferðinni á undan- förnum árum svo nauðsynlegt er að skipta um kúrs.” Hvað breyting verður á störfum Ög- mundar fyrir BSRB? „Ég mun starfa sem þingmaður en jafnframt er ég kjörinn formaður BSRB. Fram til þessa hef ég verið starfsmaður samtakanna í fullu starfi. Á því verður að sjálfsögðu breyting en ekki hefur verið gengið frá fyrirkomulaginu. Þó hefur verið ákveðið að ég hafi fasta viðtalstíma. Fram til þessa hef ég reynt að vera alltaf til viðtals en iðulega hef ég þó þurft að vera á tali við þá menn sem ég kem nú til með að starfa nánar með, þ.e.a.s. þingmönnum.” 18 BSR

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.