BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 28

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 28
„Fimm ruslapokar 1 viðbót og sorphirða einu sinni I viku; það verður næsta framfaraskref," segir Lungiswe Ts- hangela sem býr í Khayelitsha-borg t Suður-Afríku. Ar er liðið frá fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landi hennar og einu efnalegu gæðin sem siðan hafa bæst í húskofa fjölskyldunnar og vitna um nýja tíma eru perustæði og Ijósapera. „Hver veit nema Mandela og stjórn hans séu bara svona önnum kafin við að leið- rétta óréttlætið sem gamla stjórnin hefur á samviskunni," bætir Pamella, frænka Lungiswe, við. Sorphirðan er verkefni sveitarstjórn- anna. Bæir og þorp eru enn með sama sniði þó að aðskilnaðarstefnan sé liðin undir lok. Hvítir, svartir, fólk af asísk- um uppruna (aðallega frá Indlandi) og kynblendingar búa enn í sérstökum hverfum. Hundruð nefnda á vegum Afríska þjóðarráðsins vinna nú að því á- samt gömlu bæjarstjórnunum vítt og breitt um landið að lækka þessa rót- grónu múra og stuðla að þróun í átt til samruna. Khayelitsha er í um tuttugu kíló- metra fjarlægð frá Höfðaborg og stend- ur á sléttu milli fjalls og fjöru - í norðri gnæfa Franschoekfjöll, en í suðri brotna sólgylltar öldur Svikaflóa á hvítri sand- strönd. Ekki eru nema tíu ár síðan að- skilnaðarsinnar skipulögðu þama byggð fyrir svertingja í örvæntingarfullri við- leitni sinni við að verja rasíska aðskiln- aðarstefnu sína og viðhalda henni. Miklar andstæður Andstæðurnar eru hrikalegar. Hálf milljón svartra byggir borgina, og býr 80% fólksins í hreysum úr jámplötum, pappa og plastpokum. Helmingurinn er atvinnulaus. Enn er ekki liðið ár síðan íbúar Khayelitsha urðu fullgildir þegnar í eig- in landi og kusu til þings í fyrsta skipti á ævinni. Þeir kusu næstum að segja sem einn maður Afríska þjóðarráðið og Mandela, frelsi og betra líf. Bæjarhlutinn þar sem Mfana-Ts- hangelafjölskyldan býr heitir Harare og er kofaskriflið þeirra er í engu frábrugð- ið þúsundum annarra hreysa. Hörund fólksins vindþurrkast í þrálátum suð- austanstrengnum og bakast í sólar- breyskjunni. Höfuðskepnurnar eiga greiða leið að fjölskyldumeðlimum í snöruðum kofanum. Sandur þyrlast inn um glufuna milli þaks og veggja og safnast í fellingar á skítugu veggfóðr- inu. Herbergin eru tvö, lítið svefnher- bergi og stofa sem jafnframt er eldhús. Á vaxdúkuðu borði er olíuofn og dósir með niðursoðnum mat. Kosningaplaköt þekja veggi, og af þeim lítur forseti landsins, Nelson Mandela, mildilega til T shangelafjölsky ldu nnar. „Það hefur ekkert breyst eftir að Mandela var kosinn forseti. Þeir lofuðu okkur atvinnu og húsnæði, en það hefur enginn fengið vinnu og við erum pen- ingalaus,” segir Lungiswe og gætir upp- gjafar í rómnum. En allt í einu man hún eftir dálitlu: „Við erum þó búin að fá rafmagn, sjáðu bara,” segir hún og bendir á ljósa- peruna sem hangir niður úr loftinu. ,Það kostar ekki nema fimm rand á mánuði (um hundrað krónur íslenskar). Það væri ekki amalegt að fá sér eldavél úr því að rafmagnið er komið, en við höf- um ekki efni á því.” Nýju heimkynnin Khayelitsha þýðir „nýju heimkynn- in” og er borgin ekki nema tíu ára göm- ul. Hingað fluttist Lungiswe Tshangela frá Transkei fyrir fimm árum og settist að í Harare, einu ört vaxandi fátækra- hverfa borgarinnar. Hún fékk vinnu sem húshjálp hjá hvítri fjölskyldu í Höfða- borg. Smátt og smátt fjölgaði í kofanum 28 B S PgBiittdc

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.