BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 37
Sjálfstyrking á Sigl
Fræðslunefnd BSRB gekkst
fyrir sjálfstyrkingarnámskeiði
fyrir BSRB-konur á Siglufirði
helgina 24. og 25. mars sl.
Leiðbeinandi var Steinunn
Harðardóttir, en hún hefur
um árabil haldið námskeið
af þessu tagi á vegum Tóm-
stundaskólans.
Námskeiðið var haldið á
miðhæð Ráðhússins, og sá
Starfsmannafélag Siglufjarð-
arkaupstaðar um kaffi og
meðlæti í hléum. Þátttakend-
ur voru tuttugu; átta frá
starfsmannafélaginu, níu frá
Starfsmannafélagi nkisstofn-
ana; tvær ljósmæður og einn
leikskólakennari. Guðrún
Ámadóttir, SFR, annaðist að
mestu milligönguna við
fræðslunefnd BSRB og sá
um skráningu, en formaður
Starfsmannafélags Siglu-
fjarðarkaupstaðar, Olafur Þór
Ólafsson, var nefndir
einnig innan handar.
Guðrún segir að þátttí
endur séu á einu máli um
vel hafi tekist til með ná
skeiðshaldið. Þá mælist
viðleitni fræðslunefnd
BSRB að standa fyrir ná
skeiðum utan höfuðborg;
svæðisins vel fyrir, en
seinni árum hefur það færst
nokkuð í vöxt.
Frá sjálfstyrkingarnámskeiðinu á Siglufirði í mars sl. Sú viðleitni
fræðslunefndar BSRB að standa í auknum mæli fyrir námskeiðum
utan höfuðborgarsvæðisins mælist vel fyrir.
Fulltrúar BSRB í Atvinnuleysistryggingasjóði
Stjórn BSRB hefur tilnefnt Sigríði
Kristinsdóttur, formann SFR, aðal-
mann samtakanna í stjórn Atvinnuleys-
istryggingasjóð. Varamaður samtak-
anna í stjórninni verður Garðar Hilm-
arsson úr Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar.
Jafnframt hefur stjórn BSRB tilnefnt
fulltrúa bandalagsins í úthlutunarnefnd at-
vinnuleysisbóta fyrir félagsmenn í félög-
um innan BSRB. Aðalmenn eru Nanna
Hreinsdóttir, Starfsmannafélagi Kópa-
vogs, Eyþór Fannberg, Starfsmannafélagi
Reykjavíkur og Einar Andrésson SFR.
Varamenn eru Jón Júlíusson, Starfs-
mannafélagi Kópavogs, Arna Jakobína
Björnsdóttir STAK og Ragnhildur Guð-
mundsdóttir, FÍS.
STUNDIMYNTSAFNINU
íslensk mynt og seðlar, íslenskir vöruseðlar
og brauðpeningar, minnispeningar,
heiðursmerki, orður
- erlend mynt sem tengist íslenskri sögu.
Myntir hafa verið slegnar síðan á 8. öld f.Kr. og
eru meðal frumheimilda um menningar- og verslunar-
sögu fyrri alda. í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminja-
safns eru nú um sextán þúsund myntir.
Stofninn í myntsafninu er íslensk mynt og seðlar
og erlendir peningar frá fyrri öldum. Meðal sýningar-
efnis eru peningaseðlar frá 18. öld, sem heimilt var að
nota hér á landi og síðan allar gerðir innlendra seðla
frá upphafi íslenskrar seðlaútgáfu árið 1886.
Safn af skemmtilegum fróðleik.
Opið virka daga á skrifstofutíma og á sunnu-
dögum kl. 14-16.
Sérfræðingur er til leiðsagnar. Aðgangur ókeypis.
MYNTSAFN
Seðlabanka og Þjóðminjasafns
Einholti 4 Reykjavík Sími 69 99 64