BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 8
Herkostnaður
láglaunastefnu
fyrirtækj anna
Láglaunastefnan sem rekin hefur verið í þjóðfélaginu hefur kostað samfélagið mjög háar upphæðir. Kemur þar margt til.
Láglaunastefnan kallar á auknar bætur frá félagsmálastofnunum í formi húsaleigubóta og framfærslustyrkja til fullfrisks fólks í
fullri vinnu. Hún hefur orðið til þess að greiðsluáætlanir fjölda fjölskyldna vegna húnæðiskaupa hafa ekki staðist þegar sam-
dráttur verður í þjóðfélaginu og þau geta ekki lengur bjargað sér með aukavinnu. Atvinnuleysi er meira en þyrfti að vera
vegna þess að fólk i fullri vinnu leggur á sig aukavinnu til þess að ná endum saman og tekur þar af leiðandi vinnu frá öðr-
um. Láglaunastefnan á sinn þátt í lágri framleiðni fyrirtækja á Islandi. Lág laun hafa einnig í för með sér minni veltu vegna
minni neyslu og eru tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti þar af leiðandi minni. Sama má segja um skattatekjur ríkissjóðs al-
mennt. Það er því Ijóst að herkostnaðurinn af láglaunastefnunni er mikill fyrir þjóðfélagið.
í fréttabréfi Þjóðhags-
stofnunar frá því í nóvember
1994 kemur fram að 36%
framteljenda árið 1993 hafi
verið með tekjur undir skatt-
leysismörkum sem voru 689
þúsund króna. Það þýðir að
einungis 64% framteljenda
greiði skatt af tekjum sínum. í
raun eru þeir enn færri vegna
millifærslu persónuafsláttar
milli hjóna, sjómannaafsláttar
o.fl. Það er ljóst að ríkið verð-
ur af miklum skatttekjum
vegna þessara lágu launa. í
raun er ríkið að niðurgreiða
launakostnað fyrirtækjanna
með þessum hætti.
Laun og launakostnaður
íslenskra fyrirtækja er mun
lægri en í þeim löndum sem
við berum okkur gjaman við.
í töflu yfir heildarlaun iðn-
verkamanna í OECD löndun-
um árið 1991, sem birt er í
Skýrslu um samkeppnisstöðu
íslands, sem Aflvaki gaf út í
árslok í fyrra kemur fram að
íslenskir iðnverkamenn eru í
5. neðsta sætinu. Einungis
Tyrkland, Portúgal, Grikkland
og Nýja-Sjáland eru fyrir neð-
an. Samkvæmt töflunni er
launastigið hér á landi um
helmingi lægra en hjá íjórum
efstu þjóðunum, Noregi,
Þýskalandi, Svíþjóð og Sviss.
Þau lönd sem eru á svipuðu
róli og við eru Irland og
Spánn.
í töflu um laun og launa-
kostnað 1993 sem birt var í
desemberhefti fréttabréfs VSÍ,
Af vettvangi, kemur mjög
svipað í ljós. Taflan er fengin
úr skýrslu sænska vinnuveit-
endasambandsins og sýnir að
laun og launakostnaður er
helmingi lægri hér en hjá
þeim þjóðum þar sem hann er
mestur. Samkvæmt töflunni
eru launin hæst í Danmörku,
um 1200 krónur á tímann að
meðaltali. Næst hæst eru laun-
in í Noregi og Þýskaland er í
þriðja sæti.
Island er mjög aftarlega á
merinni og eru launin hér að
meðaltali um 600 krónur á
tímann. Af Evrópuþjóðum
sem samanburðurinn nær til
eru launin einungis lægri að
meðaltali á Spáni og í Portú-
gal. Meðallaun í Bretlandi og
Finnlandi eru um 10% hærri
en á íslandi, en þau lönd
koma næst á undan okkur í
þessum samanburði.
Sé annar launakostnaður,
þ.e. launatengd gjöld, lögð við
launin, blasir mjög svipuð
mynd við hvað stöðu íslands
áhrærir. Kostnaður fyrirtækja
er að meðaltali um 800 krónur
á tímann hér á landi. Þýska-
land skýst hins vegar í fyrsta
sæti, enda leggst um 80% ó-
beinn launakostnaður ofan á
launin þar og þarf þýskt fyrir-
tæki að greiða um 1900 krón-
ur að meðaltali fyrir hverja
vinnustund.
I ljósi þessa mikla munar á
launakostnaði fyrirtækja er
8