BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 5
Misskilningur leiðréttur
Nýleg könnun „Launamyndun og kynbundinn launamunur" sem unnin var fyrir Jafnréttisráð hefur vakið
mikla athygli og var m.a. mikið til umræðu i nýafstaðinni kosningabaráttu. Allir flokkar sem nú eiga sæti
á þingi lofuðu í kosningabaráttunni að taka á því launamisrétti sem könnunin staðfestir að sé til staðar,
kæmust þeir til valda. Reyndar var eining þeirra svo mikil að ríkisstjórn - hver sem hún verður - ætti að
geta tekið höndum saman við stjórnarandstöðu til að ná fram úrbótum í þessu máli.
í þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfar
könnunarinnar hefur þó gætt ákveðins
miskilnings um það hvað hún hafi leitt í
ljós. Einnig hafa verið dregnar heldur
hæpnar ályktanir um það hvemig rétt sé
að bregðast við niðurstöðunum.
Strax við kynningu á niðurstöðum
könnunarinnar kom fram hjá formanni
Jafnréttisráðs að launamismunur-
inn væri einna mestur hjá opin-
berum stofnunum. Þetta hefur
hver étið upp eftir öðmm, og á
stundum velti maður því fyrir sér
hvort margir þeirra sem tjáðu sig
um niðurstöður könnunarinnar
hefðu yfir höfuð lesið skýrsluna,
þar sem hvergi í henni er neitt
sem gefur tilefni til þess að draga
slíkar ályktanir. Það rétta er að
launamunurinn er mismikill í
þeim opinberu stofnunum og
einkafyrirtækjum sem könnunin
nær til, en þegar opinberu stofn-
animar em skoðaðar annars vegar
og einkafyrirtækin hins vegar þá
sést að ef eitthvað er þá er launa-
munurinn meiri hjá einkafyrir-
tækjunum en í opinberu stofnun-
unum. Það er þó nauðsynlegt að
taka fram í þessu samhengi að
markmið könnunarinnar var ekki
að sýna hversu mikill munur væri
á launum karla og kvenna - um
það höfum við þegar fjölmargar kannanir
- heldur að reyna að skýra hvers vegna
hann væri. Hitt er svo annað mál að
nauðsynlegt er að leiðrétta þennan mis-
skilning, þar sem afar hæpnar ályktanir
hafa verið dregnar af honum. T.d. hefur
verið talað um að þar sem að launamun-
urinn sé meiri í opinberu stofnununum sé
nauðsynlegt að einkavæða þær.
Ekki marktæk
Vinnuveitendasambandið hefur reynt
að draga í efa að könnunin gefi áreiðan-
lega mynd af almenna vinnumarkaðinum
þar sem færri spumingalistum hafi verið
dreift í einkafyrirtækjum en hjá opinberu
stofnununum og að slök svömn hafí ver-
ið í 3 fyrirtækjanna. Þennan misskilning
Vinnuveitendasambandsins hefur Guð-
björg Andrea Jónsdóttir, sérfræðingur Fé-
lagsvísindastofnunar, sem vann könnun-
ina fyrir Jafnréttisráð leiðrétt í grein í
Morgunblaðinu ( 3.3.1995). Hún bendir á
að færri spumingalistum hafi verið dreift
í einkafyritækjunum þar sem að færri
starfsmenn vom í þeim einkafyrirtækjum
sem valin voru, en svarshlutfallið verið
svipað í heild. Rétt er hins vegar að slök
svörun var í þremur einkafyrirtækjum og
einni opinberri stofnun og er meginá-
stæðan, eins og Guðbjörg bendir á, sú að
erfitt reyndist að fá verka- og afgreiðslu-
fólk til að svara. I könnuninni er launa-
munurinn ekki marktækur í þessum hóp-
um en samkvæmt könnunum Kjararann-
sóknarnefndar almenna vinnumarkaðar-
ins er launamunurinn töluverður í þessum
hópum. Niðurstaða Guðbjargar Adreu er
því þessi: „Það verður því að teljast lík-
legast ef lítil svöran gefur skakka niður-
stöðu að umrædd könnun vanmeti mun á
launum karla og kvenna í stéttum verka-
og afgreiðslufólks.”
haldi ríkisins skrifar Rannveig Guð-
mundsdóttir, þáverandi félagsmálaráð-
herra nýverið grein ( Mbl. 29.3.1995) þar
sem hún gefur í skyn að allar greiðslur
fyrir yfirvinnu séu yfirborganir. Þar með
blandar hún saman tveimur ólíkum hlut-
um, óunninni og unninni yfirvinnu. í
skýrslunni kemur fram að óunnin yfir-
vinna er eitt heiti á yfirborgun-
um, bílastyrkir og þóknunar-
einingar önnur. Þessi launa-
heiti eiga það sammerkt að þau
eru ekki greiðslur fyrir aukið
vinnuframlag eða vegna út-
lagðs kostnaðar og em því yf-
irborganir, afleiðing einstak-
lingsbundinna sérsamninga
vinnuveitenda og launþega.
Niðurstöður könnunarinnar
sýna að yfirborganir skýra
mestan hluta launamismunar-
ins enda fá um 37% karla en
aðeins 13% kvenna slíkar
greiðslur. Það er því nauðsyn-
legt að gera greinarmun á yfir-
borgunum, hvaða nafni sem
þær nefnast, og yfirvinnu-
greiðslum fyrir vinnu sem
raunverulega er innt af hendi.
Fella yfirborganir
inn í taxtana
Að lokum - margir hafa orðið til þess
að draga þá ályktun af niðurstöðum
könnunarinnar um í hve miklu mæli yfir-
borganir tíðkast hjá hinu opinbera að rétt-
ast væri að fella þær inn í taxtana. f ljósi
þess að þessar yfirborganir eiga einna
mestan þátt í launamismun kynjanna væri
vægast sagt glæpsamlegt að fella þær inn
í taxtana því að með því væri verið að
festa misréttið í sessi.
Jafnrétt
,,Yfirvinnutekjur"
Úr frá niðurstöðum skýrslunnar en
með vísan til upplýsinga úr launabók-
Rannveig
Sigurðardóttir
hagfræðingur BSRB
5