BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 26
rnorsson,
hagfræðingur BSRB
Það eina sem íslenska þjóðin
virðist í stórum dróttum sam-
móla um í sambandi við sjóv-
arútveginn er að fiskimiðin
eigi að vera sameign þjóðar-
innar og í beinu framhaldi af
því að útlendingum verði ekki
gefin eignaraðild að fyrirtækj-
um í sjóvarútvegi, eða eins
og núgildandi lög kveða ó
um: útlendingum er meinuð
eignaraðild að útgerð og
frumfiskvinnslu.
Að öðru leyti er hver
höndin uppi á móti annarri og
óneitanlega stefnir æ meir í þá
átt að sameign þjóðarinnar
verði ekki nema formleg og
e.t.v. ekki einu sinni það, er til
lengri tíma er litið.
Greinilegustu andstæðum-
ar í þesum efnum má vafa-
laust taka saman í stuttu máli í
ágreiningnum um núverandi
kvótakerfi eða hvort taka beri
upp gjald fyrir kvótann.
Fjöldi röksemda hafa ver-
ið dregin fram fyrir hvoru-
tveggja málsstaðinn og verður
rúmi ekki eytt hér í að rifja
þau rök öll upp. Ein hlið þessa
máls hefur þó orðið æði mikið
útundan.
Eins og málum er háttað
nú er útlendingum bannað að
eiga hlut í útgerðarfyrir-
tækjum og frumfiskvinnslu.
Þetta takmarkar óneitanlega
svigrúm þessara fyrirtækja til
að nálgast fjármagn með
hlutafjárútboðum. Það sem er
öllu verra að samkvæmt sömu
reglu geta þessi fyrirtæki ekki
sótt lán til útlendinga, eða fyr-
irtækja í eigu þeirra gegn veði
í sjálfum sér. Það veð er aug-
ljóslega haldlaust, því ef
sækja ætti veðið missti út-
gerðarfyrirtækið kvótann og
væri þar með verðlaust og
veðið einskis nýtt.
Þetta leiðir augljóslega til
þess að útgerðar- og frumfisk-
vinnslufyrirtæki eru dæmd til
að sæta miklu dýrara fjár-
magni en önnur fyrirtæki í
landinu. Það er nokkuð aug-
ljóst að við það verður ekki
unað að þeim fyrirtækjum,
sem í amk hátíðarræðum, eru
nefnd fjöregg þjóðarinnar,
verði svo þröngur stakkur
sniðinn. Miðað við núgildandi
fiskveiðistefnu mun því smám
saman vaxa þrýstingur á að
þessi lög verði afnumin,
þannig að útlendingum verði
heimilt að eignast hlut í þess-
um fyrirtækjum.
Kvótagjaldið mundi leysa
ýmis vandkvæði í þessu sam-
bandi. Útboð á kvóta til á-
kveðins tíma hefði í för með
sér að hagsmunir Islendinga
mundu stórlega minnka
gagnvart því hveijir ættu fyr-
irtækin, sem hrepptu kvótann
hverju sinni. Reyndar mætti
leiða rök að því að erlend fyr-
irtæki ættu undir högg að
sækja í samkeppni við ís-
lenska útgerð á kvótauppboði.
Þó ég sé ekki endilega að
mæla með því að svo yrði
gert, þá má velta fyrir sér
möguleikum á því að kvótaút-
boð yrði skilyrt um hvar landa
ætti aflanum. Sýnist mér að
slík skilyrði gætu jafnvel
haldið gagnvart reglum ESB,
enda mundu þau beinast jafnt
að íslendingum sem útlend-
ingum. Þeirri spumingu verð-
ur þó ekki endanlega svarað
nema í samningaviðræðum
við ESB.
Þá mætti skilyrða útboð
við mismunandi veiðarfæri,
sem er innlegg í umræðu um
það hvernig fiskurinn verði
best nýttur.
Þegar öllu er á botninn
hvolft fæ ég ekki séð nema
kvótaleigan leysi flest þau
vandamál, sem við stöndum
frammi fyrir í sjávarútvegs-
stefnu okkar. Við gætum haft
útboð á kvótanum án þess að
efnislega skipti máli hvort út-
lendingar eða innfæddir
hrepptu hnossið, greiðslan
sæti óhjákvæmlega eftir í
landinu. Islensk sjávarútvegs-
fyrirtæki yrðu leyst úr viðjum
fjármagnshafta og fengju að-
gang að mun ódýrara fjár-
magni. Að lokum virðist mér
þetta eina raunhæfa leiðin til
að framkvæma þann þjóðar-
vilja að miðin séu raunveru-
lega sameign þjóðarinnar.
Svnum ábvrað. flokkum sorp og notum gámastöðvar
Timbur • málmar • garðaúrgangur • pappír • spilliefni • grjót
Gámastööin þín er í næsta nágrenni:
• Mosfellsbær: Viö hesthúsabyggðina í Mosfellsbæ.
• Noröausturhverfi Reykjavíkur, Austurbær,
Fossvogur og Árbær: Viö Sævarhöfða.
• Hafnarfjöröur, Garöabær og Bessastaöahreppur:
Miðhrauni 20, Garðabæ.
• Seltjarnarnes og Vesturbær: Við Ánanaust.
• Kópavogur: Við Dalveg.
• Breiðholt: Við Jafnasel.
• Grafarvogur: Við Gylfaflöt.
OP/Ð: Á sumrin 12:30 - 21:00
Á veturna 12:30 - tg.-30
Að auki eru gámastöðvarnar á Sævarhöfða og í Ánanaustum
opnar alla virka morgna frá kl. 9.00.
Nánari upplýsingar í þjónustusímsvara: 567 6571
S@RPA
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs