BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 29
Mfana-T shangela-
fjölskyldan. Við-
mælandinn Lung-
iswe lengst til
vinstri. Aðskilnað-
arstefnan í Suður-
Afríku er fyrir bí,
en lífskjarabatinn
lætur á sér standa.
hennar er ættingjar og vinir frá Transkei
birtust í atvinnuleit.
Um þessar mundir er Lungiswe sú
eina hinna fullorðnu á heimilinu sem
hefur atvinnu. Hún starfar enn sem hús-
hjálp og er með rúmlega 7.500 íslenskar
krónur á mánuði. Á því kaupi heldur
hún uppi sex manns.
Þjóðarflokkurinn ræður
„Við vitum að jafnvel Mandela get-
ur ekki útrýmt öllum afleiðingum að-
skilnaðarstefnunnar eins og hendi sé
veifað, en okkur finnst hægagangurinn
of mikill,” segir Pamella Mfana. „Við
sjáum í sjónvarpinu að forvígismenn
Þjóðarráðsins í öðrum fylkjum standa
fyrir uppbyggingu í húsnæðismálunum,
en hérna í Vestur-Höfðaborgarfylki er
gamli Þjóðarflokkurinn enn við völd, og
ástandið hefur ekkert skánað síðan á
dögum aðskilnaðarstefnunnar. Þetta er
alveg eins og áður: Þeir setja bara upp
klósett þar sem maður heldur til, og svo
verður maður sjálfur að sjá um að hrófla
upp kofa.”
Það var aðeins í Vestur-Höfðaborg-
arfylki sem Þjóðarflokkurinn, boðberi
aðkilnaðarstefnunnar og rótgróinn
valdaflokkur landsins, bar sigurorð af
Afríska þjóðarráðinu, en fólk af öðrum
kynþáttum en hinum hvíta hefur í aukn-
um mæli gengið til liðs við flokkinn í
seinni tíð (Inkatha-hreyfingin var sigur-
vegari í kosningunum í Kwa-Zulu-Na-
tal-fylki, en Afríska þjóðarráðið í öllum
öðrum fylkjum landsins, sjö talsins).
Forsætisráðherra Vestur-Höfðaborgar-
fylkis, Hernus Kriel, var ráðherra í rík-
isstjórn de Klerks, og í mörgum mála-
flokkum er hann á öndverðum meiði
við Mandela og aðra núverandi vald-
hafa landsins.
Átak Þjóðarflokksins í húsnæðis-
málunum í Khayelitsha er í því fólgið
að byggja þokkaleg hús á svokölluðum
þróunarsvæðum, en Lungiswe og
Pamella og sú fjölskylda öll mun seint
hafa efni á slíku húsnæði. Húsverðið er
um 11.000 Bandaríkjadalir - um
715.000 íslenskar krónur - og er stílað
upp á svörtu millistéttina.
Svo til allir íbúar Khayelitsha
greiddu Afríska þjóðarráðinu atkvæði
sitt í kosningunum í apríl í fyrra, og þó
að þeir hafi sitthvað við framgöngu
stjórnvalda að athuga hefur traust þeirra
til Þjóðarráðsins ekki bilað. „Við erum
og verðum stuðningsmenn Afríska
þjóðarráðsins,” segja Lungiswe og
Pamella, en þær eru meðlimir í flokks-
deildinni í Holomisa.
Hófleg bjartsýni
Þær stöllur eru ekki yfirmáta von-
góðar um betri tíð. Mfana-Tshangela-
fjölskyldan er uppgjafarleg fremur en
reið og óþolinmóð.
„Oft spyr ég sjálfa mig hvort eitt-
hvað hafi breyst til batnaðar. Jú, and-
rúmsloft kúgunarinnar er á bak og burt,
en lífskjörin eru hin sömu og áður,”
segir Lungiswe; „nú finnst fólki það
geta gert það sem því sýnist. „Þetta er
okkar stjórn, stjórn fólksins,” segir það
og pissar út um allt. Enginn virðir nein
lög og reglur. Ástandið er fyrir neðan
allar hellur.”
„Stjórnvöld verða að endurskipu-
leggja löggæsluna og fá lögregluna til
að vera meira á ferli meðal fólks. Ef
lögreglan fer ekki að kljást við glæpi af
meiri festu sitjum við uppi með stiga-
mannaþjóðfélag áður en við er litið.
Kíktu bara út,” segir Lungiswe og bend-
ir út um opnar dyrnar á sorpið og
draslið sem þyrlast eftir götunni: „Með
betri lífskjörum erum við ekki að meina
einkasundlaug og þjóna eins og hjá
hvíta fólkinu, heldur erum við að tala
um sjálfsagða hluti á borð við hreinlæti
og snyrtimennsku. Við setjum markið
ekki hærra í bili en að fá rennandi vatn
og fleiri ruslapoka. Hvítur húseigandi
fær 500 ruslapoka á ári. Héma er náð í
ruslið vikulega þegar best lætur. Þegar
tunnan er orðin full verðum við að setja
það sem umfram er út við hliðina á
henni. Svo þyrlar vindurinn þessu út um
allar jarðir og breytir hverfinu í ösku-
haug.”
29