BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 16

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 16
Sólrún Halldórsdóttir, hagfræðingur Neytendasamtakanna, segir að átaksvikan hafi vakið fólk til umhugsunar um stöðu sína, til lengri tíma litið. í framhaldinu sé nauðsynlegt að vekja betri athygli á þeirri þjónustu sem er fyrir hendi. Moritz W Sigurðsson, aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans: Fræðsla er númer eitt, tvö og þrjú. Hún er fyrirbyggjandi aðferð og ég tel að það eigi að leggja mun meiri áherslu á hana en gert hefur verið fram til þessa. Ataksvikan Átaksvika um fjármál heimilanna var haldin vikuna 6. til 10. mars, en tilgangur vikunnar var að vekja fólk til umhugsunar um fjármál heimilanna og kynna sér þá möguleika sem eru f boði hjá fjármálastofn- unum, Húsnæðisstofnun og Neytendasamtökunum varðandi ráðgjöf og aðstoð til þess að koma fjár- málum heimilanna í gott horf. Átaksvikan var kynnt undir kjörorðunum „Gerum hreint í fjármálum fjölskyldunn- ar”. Þetta var samstarfsverkefni félags- málaráðuneytisins, Húsnæðisstofnunar ríkisins, Neytendasamtakanna, banka og sparisjóða, BSRB, ASÍ, lífeyrissjóðasam- bandanna og Sambands íslenskra sveitar- félaga. Átakið var kynnt í fjölmiðlum og aug- lýst á meðan á því stóð og rækileg athygli vakin á heilræðunum 10 um fjármál fjöl- skyldunnar. Fjármálastofnanir voru með sérstök námskeið í gangi átaksvikuna og talsverð umræða fór fram á opinberum vettvangi. Fjöldi fólks nýtti sér þá þjón- ustu sem boðið var upp á þessa viku, sótti námskeið eða dreif sig í fjármálaráðgjöf hjá bönkum, sparisjóðum, Neytendasam- tökunum og Húsnæðisstofnun. Neytendasamtökin í rúm þijú ár hafa Neytendasamtökin boðið fólki í greiðsluerfiðleikum ráðgjöf. Sólrún Halldórsdóttir hagfræðingur sam- takanna sagði að þessi ráðgjöf hefði verið brautryðjendastarf hjá Neytendasamtök- unum en nú hefðu bankar og lánastofnan- ir tekið upp hjá sér að bjóða upp á sams- konar þjónustu. Að sögn Sólrúnar hafa samtökin ekki lagt í að auglýsa upp þessa þjónustu vegna þess að þau hefðu ekki mannskap til að sinna þessu meira. Þetta væri bæði tímafrek og dýr þjónusta en þeir sem hennar nytu væm fæstir í stakk búnir til þess að greiða mikið fyrir hana. Venjulega leita þrjár til fimm fjöl- skyldur ráðgjafar hjá Neytendasamtökun- um vikulega, en átaksvikuna pöntuðu um 30 fjölskyldur tíma og er enn verið að vinna í málum þeirra. Að þessu leytinu var átaksvikan af hinu góða að mati Sól- rúnar. Fólk sem var búið að bíða lengi með að reyna að koma sínum málum í betra horf ákvað að nota tækifærið og panta sér tíma. „Átaksvikan vakti fólk til umhugsunar um stöðu sína en til lengri tíma litið er hætt við að hún geri ekki mikið. Það er nauðsynlegt í framhaldi af þessu að vekja betri athygli á þeirri þjónustu sem er fyrir hendi og draga fram það jákvæða við að fólk leiti sér ráðgjafar í fjármálum heimil- anna,” sagði Sólrún. Hún sagði að ástandið væri mjög slæmt hjá öllum sem leita til Neytenda- samtakanna og það að fólk leitaði sér ráð- gjafar yfirleitt of seint, þegar allt væri komið í óefni. „Fyrsta skrefið er kannski erfiðast. Það að viðurkenna að ástandið sé orðið það slæmt að fjölskyldan þurfi að leita sér hjálpar. Það er yfirleitt mjög viðkvæmt mál. Eftirleikurinn er svo ekki síður erfið- ur, að vinna áfram að úrlausn vandans sem við höfum aðstoðað fólk við að fá heildaryfirsýn yfir.” Neytendasamtökin fara yfir stöðuna með fólki og ráðleggja því skref fyrir skref. Síðan þarf fólkið sjálft að standa í þeirri þrautagöngu að semja við banka og lánastofnanir. Sólrún sagði að samtökin legðu mikla áherslu á að fólk gerði sér grein fyrir heildarmyndinni áður en það færi að semja um greiðslur við lánastofn- anir og aðra aðila sem það væri í vanskil- um við, þannig að það gerði sér full- komna grein yfir hversu mikið það gæti greitt hveijum og einum. Annað væri bara að fresta vandanum tímabundið. Ástæðumar fyrir því að fólk lendir í vanskilum em margvíslegar að sögn Sól- rúnar. Minnkandi tekjur vega þyngst en yfirleitt er þetta sambland af margskonar áföllum og erfiðleikum sem fólk lendir í. Hún sagði að fólk á öllum aldri leitaði aðstoðar samtakanna. Stærsti hópurinn væri þó fólk á aldrinum 30 til 40 ár; ungt fólk með böm á framfæri sem væri nýbú- ið að kaupa sér húsnæði. Bankarnir Viðskiptabankarnir og sparisjóðirnir 16 BSR

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.