BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 15

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 15
SFR gengurfrá kjarasamningum. Sigríður Kristinsdóttir: Lengra varð ekki komist Starfsmannafélag ríkis- stofnana, langstærsta að- ildarfélag BSRB, undirrit- aði nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra 12. apríl sl. og gildir hann til loka árs 1996. Samningur- inn er á sömu nótum og þeir kjarasamningar sem gerðir voru á hinum al- menna vinnumarkaði nýlega, og segir formaður félagsins, Sigríður Krist- insdóttir, að lengra hafi ekki verið hægt að komast að mati samninganefndar SFR. Samningurinn hefur 2.700 króna hækkun í för með sér fyrir alla SFR-fé- laga við undirskrift, og sömu krónutölu 1. janúar 1996. Að auki fá hinir lægstlaunuðu þúsund króna hækkun frá gildistöku samningsins, en sú hækkun deyr út við 84.000 króna mánaðartekjur. Ymis sérákvæði eru í hinum nýja samningi að sögn Sigríðar. Lífaldurs- reglan er rýmkuð, og kemur tam. þeim til góða sem hefja störf hjá ríkinu á miðjum aldri og hafa ekki starfað þar áður. Þá er ákvæði um að sérmenntað starfsfólk á heilbrigðissviði geti nú fengið allt að níu mánaða leyfi til starfsmenntunar eft- ir tólf ára starf. Akvæðið tekur einnig til þeirra sem starfa hjá svæðisskrifstofum og stofnunum fyrir fatlaða. Þá hafðist í gegn að fá starfsnám fyrir ófaglært starfsfólk. Sigríður segir að ákveðinn tíma taki að koma því í gagnið, en að reiknað sé með að undirbúnings- vinnunni verði lokið í árs- byrjun á næsta ári, og að þá verði hægt að halda allt að 14 slík námskeið. Ríkið veitir fé til námskeiðahalds- ins, en reiknað er með að hvert um sig verði á bilinu 60 til 80 klst. Starfsnámið verður metið til launa á svipuðum nótum og gildir um starfsfólk annarra fé- laga, segir Sigríður. - Því er ekki að neita að samningurinn er langt frá kröfugerðinni sem við sett- um fram, en samninganefnd okkar mat það svo að lengra yrði ekki komist. Við leggj- um þessa niðurstöðu nú í dóm félagsmanna. Við erum að vinna í því að senda út kjörgögn fyrir allsherjarat- kvæðagreiðslu og ætti nið- urstaðan að liggja fyrir í fyrstu viku maímánaðar. - Er samningurinn for- dœmi fyrir önnur aðildarfé- lögBSRB? - Það fer ekki hjá því að kjarasamningur sem stærsta aðildarfélagið gerir hefur sín áhrif, og það er alltaf vandi fyrir stórt félag að semja. En sem betur fer er samningsrétturinn í höndum félaganna, og vitaskuld er það þeirra að nota hann eins og þau telja best og skyn- samlegast. Ég hef talið nauðsynlegt að félögin reyndu að ná samningum hvert fyrir sig í þessari lotu, en það er ekki þar með sagt að samflot geti ekki verið æskileg, segir Sigríður. VERÐDÆMI: 95.310 kr. 83.100 kr. 77.350 kr. taktu , '"•Fxz&Ss?* ^•rSU****** 2 FullorSnir + 2 börn yngri en 15 óro í fjögurra manna klefa (8-15 júní til Danmerkur og heim frá Bergen / Noregi fyrir lok juni). Billinn inmtalinn. 2 FullorSnir + 2 börn í fjögurra manna klefa um borS. Út 8-15 júní, til Danmerkur, heimferS frá Bergen / Noregi eftir fyrsta ágúst. (Hentar þeim sem dvelja til lengri tíma.) yikuferS til Færeyja fyrir 2 fullorðna i fjögurra manna Idefa i „ „ __________ . 2 börn í sumar. um borS. Bíllinn innifalinn. Á akbrautir annarra landa með m/s NORRÆNU NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegur 3, sími: 562 6362 AUSTFAR HF. Seyðisfirði, sími 97-21111 gi 18.04.95. ForfalUtrygging rkkl inniftlin. Gerðu verðsamanburð og bókaðu tímanlega. 15

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.