BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 25
þjónustunnar. Hámarksfjöldi
nefndarmanna er tíu manns.
Keppnin fer þannig fram
að forval fer fram í héraði.
Niðurstöðum í héraði þarf að
skila til landsdómnefndar
fyrir 30. júní sem fer yfir
umsóknimar og kýs með ein-
földum meirihluta hvaða á-
kvörðunarstaðir verða til-
nefndir til Evrópsku um-
hverfisverðlauna ferðaþjón-
ustunnar og ræður atkvæði
formanns nefndarinnar úrslit-
um ef atkvæði eru jöfn. Nið-
urstaða landsdómnefndar
þarf að liggja fyrir 31. júlí.
Hugarfarinu
þarf að breyta
Magnús Oddsson,
framkvæmdastjóri
Ferðamálaráðs Islands
Magnús Oddsson, framkvæmdastjóri
Ferðamálaráðs íslands, sagði að um-
hverfismálin yrðu stöðugt ríkari þáttur í
ferðamennskunni. Hann sagði umhverf-
isþáttinn þrískiptan. í fyrsta lagi nátt-
úrulegt umhverfi landsins, í öðru lagi
það umhverfi sem maðurinn hefur búið
til og í þriðja lagi maðurinn sjálfur, sem
vægt sagt hefur fram til þess ekki verið
sérlega umhverfisvænn.
„Landið stendur fyrir sínu. Hugarfari
okkar til umhverfisins þarf hins vegar að
breyta. Það þýðir ekkert fyrir einn aðila að
standa í því. Tökum sem dæmi hóteleig-
anda sem vill leggja áherslu á þessi mál hjá
sér en þegar hótelgesturinn kemur út á
gangstéttina blasir við honum bréfarusl frá
skyndibitastað. Það verða allir að taka sam-
an höndum um að breyta afstöðunni til
þessara mála og hafa heildina í fyrirrúmi,”
sagði Magnús.
Það er m.a. tilgangurinn með Evrópsku
umhverfisverðlaunum ferðaþjónustunnar að
breyta afstöðu manna til þessara mála og fá
alla aðila sem þetta varðar til þess að leggja
áherslu á stjómun ferðaþjónustunnar út frá
sjónarhóli ferðamannsins og áhrifum slíkrar
stjómunar á umhverfið.
„Þrátt fyrir að ekkert ferðamannasvæði
uppfylli öll skilyrði sem sett hafa verið höf-
um við engu að síður hvatt sveitarfélög eða
aðra aðila til þess að taka þátt í keppninni.
Með því geta þau notfært sér keppnina til
að opna augun fyrir mikilvægi þess að allir
þessir hlutir þurfa að vera í lagi,” sagði
Magnús Oddsson.
Ákvörðunum landsdóms-
nefndar er ekki hægt að á-
frýja.
Alls er hægt að tilnefna
þrjá ákvörðunarstaði á ís-
landi til verðlaunanna.
Evrópukeppnin fer þann-
ig fram að forval verður gert
úr öllum umsóknunum og
eftir það munu standa eftir
25 tilnefningar. Sigurvegar-
inn verður svo valinn úr
þeim hóp.
Verðlaun
Ein verðlaun verða veitt
en þó er í undantekningatil-
vikum heimilt að veita sér-
staka dómaraviðurkenningu
til þess að verðlauna sérstak-
lega athyglisvert framtak á á-
kveðnu sviði.
Verðlaunin verða veitt
við opinbera athöfn sem
haldin verður undir vernd
framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins að við-
stöddum fulltrúum fjölmiðla
og ferðamannaþjónustu.
Sigurvegaranum er heim-
ill einkaréttur á að auglýsa
upphefð sína og nota tákn
samkeppninnar.
Ákvörðunarstöðum sem
tilnefndir eru í heimalandi
sínu er heimilt að nota til-
nefninguna í hvers kyns aug-
lýsingaskyni.
Markmiðin
Hugmyndafræðin á bak
við keppnina byggir á því að
heppilegt jafnvægi verði
fundið á milli þróunar ferða-
þjónustunnar og betra um-
hverfis. Tilgangurinn er að
stuðla að því að viðkomandi
ríki geri sér grein fyrir þörf-
inni á að tekið sé tillit til um-
hverfisins, sem er sú auðlind
sem ferðaþjónustan byggir á.
Höfuðmarkmið sam-
keppninnar er að meta og
bera saman stöðu ýmissa á-
fangastaða með tilliti til
stefnu yfirvalda á hverjum
stað gagnvart sjálfbærri
ferðaþjónustu, svo og fram-
kvæmt þeirrar stefnu.
Með þessari samkeppni
tekst vonandi að vekja fólk
og stjómvöld til meðvitundar
um það að umhverfismálin
verða stöðugt mikilvægari
þegar horft er til þróunar
ferðamannaiðnaðarins. Þótt
íslensk náttúra sé enn tiltölu-
lega ósnortin þá er ekkert
sjálfgefið að hún verði það
um ókomna tíð. Því fyrr sem
við áttum okkur á því að það
er undir okkur sjálfum komið
hvort okkur tekst að varð-
veita þessa gersemi því betra.
Aðalatriðið við keppnina
er ekki að sigra í fyrstu um-
ferð, heldur að þátttakan
verði til þess að við áttum
okkur á því sem betur má
fara í þessum málum hjá
okkur.
I
BS RfttWí
25