BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 22

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 22
tveisr megin við götuna er lögreglu- stöð ef á þarf að halda. Það er auðvitað visst áhyggjuefni ef fólki finnst það ekki velkomið á staðinn, og við reynum að vinna í þeim málum eins og mögulegt er. Þar kemur fleira til en gæslan þó að okkur hafi orðið tíðrætt um hana. Við leggjum áherslu á þrif og þrifnað. Með blómum og fal- legum litum er lífgað upp á staðinn og leitast við að gera hann eins aðlaðandi og kostur er. Eins leggjum við áherslu á viðhald hússins og höfum öfl- ugan bakvarðahóp iðnaðar- manna til taks ef á þarf að halda. Þá njótum við mikils velvilja af hálfu lögreglunnar og höfum alltaf gert. - Það er keppikefli hjá SVR að hafa staðinn í lagi. Sú umfjöllun sem Hlemmur fær oft á tíðum gerir okkur enn á- kveðnari í því að standa okkur hvað það varðar, segir Hörð- ur. Hlemmur er þversnið af borginni og því mannlífi sem þar þrífst í öllum sínum fjöl- breytileika. Á annasömum degi má ætla að um átta þús- und manns eigi leið um Hlemm, og á venjulegum degi fímm þúsund. Það er því gnð- arlegt fjölmenni sem þangað kemur dag hvem - þó að ekki fari allir inn í húsið - og ef- laust með þeim stöðum á landinu sem flestir leggja leið sína. í eina tíð var blaðamaður sá sem hér hamrar lyklaborð starfsmaður Utideildar Félags- málastofnunar Reykjavíkur- borgar - síðan em að vísu lið- in mörg ár - en þá var Hlemmur heilmikill unglinga- staður. Hverfasjoppumar voru þá að detta upp fyrir sem sam- komustaður hjá unglingum á kvöldin, einkum um helgar, og í staðinn áttu þau það til að hópast niður á Hlemm og inn á nærliggjandi sjoppur og spilastaði. Nú er þetta breytt. Jón Viðar segir að lítið sé um unglinga á Hlemmi, nema þá eins og hverja aðra strætófar- þega. Og vitaskuld hefur fleira breyst á Hlemmi frá því húsið var tekið í notkun um mitt árið 1978, þó að stóru línumar hafi haldið sér. Til að mynda var þama bóka- og blaðsölu- staður áður fyrr, en hann logn- aðist fljótlega út af eftir að bókabúð var opnuð við Laugaveginn beint á móti bið- stöðinni. Þá var einu sinni sér- stök ísbúð á Hlemmi, en núna er íssalan orðin hluti af því sem skyndibitastaðurinn býð- ur upp á. Ýmislegt er líka í bí- gerð. í ráði er að efla upplýs- ingaþjónustuna um ferðir strætisvagnanna, og verður þess væntanlega ekki langt að bíða að slíkum upplýsingum verði varpað á sjónvarpsskjá, farþegum til frekari glöggvun- ar. Dagurinn sem tíðinda- menn BSRB-tíðinda voru á vappi á Hlemmi fyrripartinn í apríl var rólegur og stórtíð- indalaus þrátt fyrir mann- mergðina sem átti leið um, eins og ljósmyndirnar hér á síðunum bera vott um. Eins og amen eftir efninu renndi lögreglubíll í hlað um ellefu- leytið um kvöldið. Laganna verðir gerðu stuttan stans og áminntu einn gest staðarins um að vfn væri ekki leyfilegt að hafa um hönd, og hvarf hann með það út í nóttina. Þegar við yfirgáfum stað- inn skömmu seinna var Sig- ríður Pálsdóttir, BSRB-félagi og starfsmaður á Hlemmi í amk. átta ár, að loka SVR- sjoppunni. Við höfðum spjall- að við hana snemma um morguninn og áttum ekki von á að hún væri enn í vinnunni undir nótt. En það er skýring á öllum hlutum. Sigríður hafði lokið sinni morgunvakt, en þurft að leysa af um kvöldið. Þrátt fyrir stoppið um miðjan daginn var hún hvíldinni fegin þegar vinnudeginum lauk, eins og reyndar við hin, enda komið fram á tólfta tímann. 22

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.