BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 6
nýjung í starfi bandalagsins. Hún er hugsuð sem vettvangur þar sem félagar í BSRB og ann-
komið saman og kynnt sér beint og milliliðalaust þau málefni sem eru efst á baugi f þjóð-
Málstofa BSRB er
að áhugafólk getur
málaumræðunni hverju sinni.
Málstofan hóf göngu sína fljótlega upp
úr áramótum og var fyrsta málstofan
haldin í janúarlok. Fyrsta málefnið sem
tekið var fyrir var tilvísunarkerfið, sem
var mjög áberandi í umræðunni strax
upp úr áramótum. Fulltrúar sérfræðinga,
heimilislækna, Læknafélagsins og heil-
brígðisráðuneytisins mættu á fundinn,
héldu framsöguerindi og svöruðu fyrir-
spumum úr sal. Ljóst var að hyldýpisgjá
var á milli sjónarmiða þeirra sem að-
hylltust tilvísanakerfið og þeirra sem
vom andvígir því.
Hálfum mánuði seinna var haldin
Málstofa um flutning grunnskólans til
sveitarfélaganna. Svo skemmtilega vildi
til að eftir að Málstofan hafði verið aug-
lýst var boðað að grunnskólafrumvarpið
kæmi til lokaafgreiðslu Alþingis. Því
var þó frestað um nokkra daga til þess
að ná samkomulagi við kennara um
framgang frumvarpsins. Framsögu
höfðu Sigríður Anna Þórðardóttir for-
maður menntamálanefndar Alþingis,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður
Sambands fslenskra sveitarfélaga og
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ. frá kenn-
urum. Fundurinn var afar upplýsandi
um málið en því miður komu alltof fáir
þrátt fyrir að tímasetningin hafi ekki
getað verið betri. Fundarstjóri var Elín
Björg Jónsdóttir, formaður FOSS.
Metaðsókn var hins vegar að þriðju
Málstofunni, en þá áttust við Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra og Ög-
mundur Jónasson formaður BSRB. Yf-
irskrift fundarins var „Hefur rildð afsal-
að sér samningsréttinum”. Töluvert var
fjallað um stöðuna í samningsmálunum
á fundinum, aðgerðir ríkisstjórnarinnar
vegna samninga ASÍ og VSÍ, og hvort
rétt sé að gera breytingar á samningum
við opinbera starfsmenn. Friðrik sýndi
því mikinn áhuga að hver stofnun fyrir
sig gerði samninga við sína starfsmenn
en formaður BSRB taldi þá leið mjög
varhugaverða. Fundarstjóri var Kristín
Þorsteinsdóttir fréttamaður Sjónvarps-
ins.
21. mars komu fulltrúar allra stjóm-
málaflokkanna í Málstofu BSRB og
ræddu skattamál á kosningatímum. Það
var skattahópur BSRB sem stóð fyrir
Málstofunni í það skiptið. Frá stjórn-
málaflokkunum komu Steingrímur J.
Sigfússon (Alþýðubandalagi og óháð-
um), Guðmundur Bjarnason (Fram-
Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka, á
Málstofu BSRB um skattamál. Atli Rúnar
Halldórsson, fréttamaður, var fundarstjóri.
sóknarflokki), Jón Baldvin Hannibals-
son (Alþýðuflokki), Kristín Ástgeirs-
dóttir (Kvennalista), Jóhanna Sigurðar-
dóttir (Þjóðvaka) og Geir H. Haarde
(Sjálfstæðisflokki). Fundarstjóri var
Atli Rúnar Halldórsson fréttamaður
Ríkisútvarpsins. Umræður voru mjög
fjörugar, enda skammt í kosningar og
stjórnmálamönnunum í mun að koma
skoðunum flokka sinna á framfæri.
Venjulega á
fimmtudögum
Yftrieltt heftir Málstofan verið hald-
in á fímmtudögum kl. 17 til 19, en
skattafundurinn var haldinn á mið-
vikudagskvöldi.
Aðsókn af Málstofúnni hefúr verið
upp og ofan. Best var aðsóknin þegar
Friðrik Sophusson og Ögmundur Jón-
asson áttust við, en þá var hvert sæti
skipað og þurftu þó nokkrir að standa.
Þokkaleg aðsókn var að skattafundin-
um en minni að Málstofúnum um til-
vísanakerfið og grunnskólafrumvarp-
ið.
/Etlunin er að halda Málstofunni á-
ffarn fram á vor og taka svo upp þráð-
inn í haust. Áframhaldið veltur svo á
áhuga félagsmanna á þessari nýjung í
starfí BSRB. Þann áhuga er einungis
hægt að mæla eftir aðsókn félags-
manna á Málstofuna. Félagar eru því
hvattir til að nota þennan vettvang til
þess að komast í návígi við þau mál-
efni sem eru efst á baugi í þjóðfélag-
inu hverju sinni og skiptast á skoðun-
um við þá sem móta umræðuna.
6
Bsm^