Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 6

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 6
4 DULD Felix Peretti að nafni. Er Nostra- damus lítur framan í manninn, krýpur hann á kné fyrir honum, öllum viðstöddum til stórundrun- ar. Þegar Nostradamus var spurð- ur að því, hvers vegna hann hafi sýnt hinum unga munki slíka lotningu, svaraði hann því til, að hann kæmist ekki hjá því að sýna Hans Heilagleika lotningu.. Allir tóku þetta sem fásinnu. Fra Felice var ekki á neinn hátt frábrugðinn reglubræðrum sínum. En það kom á daginn, að bróðir Peretti átti eftir að verða kardínáli, og var hann settur í embættið 1570. Fimmtán árum síðar var hann kjörinn páfi (i 585), og gekk hann undir nafninu Sixtus páfi Y. Hann reyndist ötull og framsýnn í embætti sínu, eins og sagan greinir- 3. Skygnigáfa hans brást ekki. Nostradamus undi sér hvergi til lengdar. Hann var einmana og lífsleiður. Hann lagði leið sina til Luxemborgar og gekk þar í Beni- diktsmunka klaustur (Orval Abb- ey). Hann hlýddi klausturreglun- um í einu og öllu, og reis jafnvel upp kl. 2 eftir miðnætti til bæna- söngs. Margt bendir til þess, að snemma hafi borið á sterkri triiar- kennd í eðli Nostradamusar. Svo er sagt, að á meðan Nostradamus dvaldist í Orval Abbey, hafi hann fengið beiðni um að koma í kast- ala, er var þar í nágrenninu, og líta þar á móður kastalaeigandans, Florenvill lávarðar, en hún þjáð- ist af einhverjum krankleika. Lá- varðurinn og Nostradamus urðu góðir kunningjar, og eitt sinn er þeir voru á göngu í kastalagarðin- um, rákust þeir á tvo grísi, sem voru að róta þar upp moldinni; annar þeirra var hvítur, hinn svartur. Lávarðurinn, sem var gamansamur og hafði heyrt ávæn- ing af skyggnigáfu eða spádóms- gáfu Nostradamusar, datt í hug að spyrja hann, hver mundu verða örlög grísanna. Nostradamus svar- aði strax: „Við munum éta þann svarta, en hinn hvíti verður úlfi að bráð“. Lávarðinum hugkvæmd- ist að leika lítið eitt á Nostradam- us. Hann gaf því matreiðslumanni sínum skipun um, svo að lítið bar á, að slátra hvíta grísinum og steikja hann til kvöldverðar. Hvíta grísinum var því slátrað og skrokkurinn undirbúinn til steik- ingar. En nú har svo við, að mat- reiðslumaðurinn þurfti að skreppa frá og skildi hann því skrokkinn eftir í eldhúsinu. Þá bar þar að

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.