Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 44
42
DULD
ég sé að hlusta á lygaskrum þessa
uppskafnings?“
„Charles!“ Kardínálinn lyfti
brfmurn og það var óttasvipur í
augum hans. „Ég held að þig
skorti tilhlýðilega virðingu".
„Hvaða virðingu vekið þér, þér,
Prins de Rohan, sem leggið bless-
un yðar yfir þetta svívirðilega
svindilbrask þessa óþvegna þorp-
ara?“
Hans hágöfgi stirðnaði upp þar,
sem hann stóð. Rödd hans var
köld og harðneskjuleg.
„Monsieur, þú gengur of langt.
þú skalt hverfa úr þessu húsi nú
þegar, og þú færð ekki að stíga
hér inn fyrir þröskuld, fyrr en þú
hefur beðið um og fengið fyrir-
gefningu, bæði hjá mér og Mon-
sieur de Cagliostro, á þessum
smánarorðum þínum“.
„Riðja um fyrirgefningu af
þessum loddara? Ég?“
„Á knjánum, Monsieur“.
„Þú heimskingi", öskraði Mon-
sieur de Guémenée, viti sínu fjær
af bræði, „vitið þér, hvað hann
er? Vitið þér kannske, að hann
var settur i tugthús í Englandi
fyrir svik og pretti og skuldir. Ég
hef sannanir fyrir þessu, og . . . . “
„Mig varðar ekkert um, hvað
þú hefur. Þú verður að fara héð-
an út undir eins. Ég læt ekki bjóða
mér, að til mín sé talað eins og þú
hefur gert. Þú heífur gengið feti
lengra en þér var óhætt. Þú hef-
ur gleymt þeirri virðingu, sem þér
ber að sýna mér persónulega og
embætti mínu. Þú segir, að þessi
maður hafi verið fangelsaður fyr-
ir skuldir. Hvort sem þetta er satt
eða ekki, þá má búast við því, að
þú fáir að sæta þessum sömu ör-
lögum áður en langt um liður.
Frá þessu augnabliki varðar mig
ekkert um þig; þú getur sjálfur
glímt við þín vandamál; og þú
getm- reynt að sefa skuldunauta
þína, sem þú hefur misboðið, al-
veg eins og þú hefur misboðið
þolinmæði minni og góðvild. Ekki
einn einasti skildingur frá mér
skal standa milli þín og þeirra ör-
laga, sem þú hefur áskapað sjálf-
um þér“.
„Almáttugur guð!“ hrópaði
Monsiuer de Guémenée. „Ennþá
átti gremjan meiri itök í sál hans
en óttinn.
„Gerðu þér grein fyrir þessu og
farðu svo, Monsiéur, en þú skalt
ekki áræða að koma hingað aftixr.
Þú ert vanþakklátur unglingur,
og ég vil ekki isjá þig fyrir augum
mínum framar“.
Monsieur de Guémenée studdi
sig við skrifborðið, skjálfandi af
reiði. Hann stillti sig samt svo,