Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 15
.STtRIÐ I NORÐ-VESTUR'
13
„Það virðist ekki hafa verið
draugur, sem ég sá í dag, herra.
Maðurinn er lifandi".
„Hvað áttu við? Hver er lif-
andi?“
„Hvað heldurðu, herra? Einn
af farþegunum, sem við vorrun að
bjarga, er sami maðxurinn, sem ég
sá skrifa á spjaldið þitt um hádeg-
ið. Ég mundi vinna eið að því fyr-
ir réttinum".
„Það má nú segja, herra Bruce“,
svaraði skipstjórinn, „þetta verður
sífellt einkennilegra. Við skulum
fara og líta á þennan mann“.
Þeir fundu hann, þar sem hann
var að ræða við skipstjórann á
hinu skipinu. Þeir komu báðir á
móti þeim og létu i ljós með hlýj-
um orðum þakklæti sitt fyrir
björgun frá hryllilegum örlögum,
hægfara dauða og vosbúð og
hirngri: Skipstjórinn svaraði, að
hann hefði aðeins gert það, sem
hann væri viss um, að þeir hefðu
gert fyrir hann, ef eins hefði
staðið á, og bauð þeim báðum að
koma niður í klefa sinn. Er þang-
að kom, snéri hann sér að far-
þeganum og mælti: „Ég vona,
herra, að þér haldið ekki, að ég
sé að skopast að yður, en ég mrmdi
vera yður þakklátur, ef þér vild-
uð skrifa fáein orð á þetta spjald“.
Og hann rétti honum spjaldið og
snérí þeirri hlið upp, þar sem hin
dularfulla skrift var ekki á því.
„Ég skal gera hvað sem þér
viljið", svaraði farþeginn. „En
hvað á ég að skrifa?"
„Fáein orð er allt, sem ég bið
yður um. Tökrnn til dæmis, að
þér skrífið: Stýrið í norð-vestur“.
Farþeginn, sem sýnilega átti
erfitt með að gera sér ljósa ástæðu
slíkrar beiðni, gerði brosandi eins
og fyrir hann var lagt. Skipstjór-
inn tók við spjaldinu og athugaði
það gaumgæfilega. Síðan vék hann
sér til hliðar til að fela það fyrir
farþeganum, snéri því við og rétti
honum það þannig að hin hliðin
snéri upp.
„Þér segið, að þetta sé yðar
skrift“, sagði hann.
„Ég þarf ekki að taka það fram“,
samsinnti hinn og leit á spjaldið,
„þvi að þér sáuð mig skrifa þetta“.
„Og þetta“, sagði skipstjórinn
og snéri spjaldinu enn á ný.
Maðurinn leit til skiptis á það,
sem skrifað hafði verið, algerlega
forviða. Að lokum sagði hann:
„Hver er meiningin með þessu?“
Ég skrifaði aðeins annað af þessu.
Hver skrifaði hitt?“
„Það er mér ofviða að segja yð-
ur, herra. Stýrimaðurirm héma
segir að þér hafið skrifað það og