Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 41

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 41
ÖRLAGAVALDURINN 39 blíndi stöðugt framan í umga manninn með dulúðgu augnaráði. Hann talaði hæglátlega. „Það er engin ástæða til úlfúð- ar. Monsieur de Guémenée er að gera sig að málpípu illkvittinna manna, sem njóta þess, að bera iit óhróður um menn. Menn hæðast jafnan að því, sem þeir skilja ekki. Og þess vegna sitja þeir fastir í sora sinnar eigin heimsku. Mann- úðin segir mér, að reyna að bjarga þessu skyldmenni yðar hágöfgi úr þessari þoku fáfræði, sem umlyk- ur hann og kann að valda honum tjóni. Ef yðar hágöfgi vill leyfa mér að vera einn með honum stutta stund, þá vænti ég að mér takist að bjarga honum“. Rohan brosti. „Það mun verða nýtt kraftaverk“. Hann stóð á fæt- ur. „tJr því að þér eruð svona veglyndur, þá reynið fyrir alla muni, að upplýsa þennan klaufska ungling. Ég verð við hendina í einkaherbergi mínu“. Hann gekk, hár og tignarlegirr, að lágum dyrum, sem lágu að litlu herbergi við hliðina, þar sem hann sat oft og las. Monsieur de Guémenée reis snöggt upp úr sæti sínu, í fyrstu af virðingu fyrir frænda sinum. En þegar litla hurðin féll að stöfum, gat hann ekki leynt meginástæðunni fyrir því, að hann reis svona snöggt á fætur. „Monsieur Cagliostro, ég hef ekkert við yður að tala, og ég ætla mér ekki að vera hér og hlusta á svívirðingar af yðar hálfu“. Greifinn, sem staðið hafði lotn- ingarfullur andspænis dyrunum, sem hans hágöfgi fór út um, snéri sér hæglátlega að unga mannin- um. „Eruð þér smeykur, Monsieur de Guémenée?“ „Smeikur?" „Við það, að láta sanrifærast, þrátt fjnir hleypidóma yðar, og sjá þá tætta í sundur. Horfið á mig. Horfið á andlit mitt, í augu mín, Monsieur“. Prinsinn leit framan í Cagli- ostro og mætti nístandi augna- ráði, svo að hann varð að líta und- an. „Hví ætti ég að gera það?“ spurði hann, fyrirlitlega. „Til þess að gera það, sem þér eigið erfitt með að gera“. „Erfitt með? Yður langar til að hlægja“. Hann horfði þrjóskulega í augu Cagliostros, eins og til að sanna, að honum stæði ekki ógn af augnaráði hans. Setjist niður, Monsieur de Gué- menée“, skipaði greifinn, og Mon- sieur de Guémenée slengdist aftur niður i rauða stólinn.

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.