Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 16

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 16
14 DULD ingu hans, þegar það birtist okk ur“. „Á því leikur enginn vafi“, bætti hinn skipstjórinn vlð, „að skriftin á spjaldinu, hvernig sem hún er tilkomin, bjargaði lífi ykk- ar allra. Ég stýrði skipinu um það leyti í suð-vestur, en breytti stefn- unni til norð-vesturs og hafði út- sýnisvörð uppi í reiða til að sjá, hvað kæmi í ljós. En þér segið“, bætti hann við og snéri sér að farþeganum, „að yður hafi ekki dreymt, að þér væruð að skrifa á spjald“. „Nei, herra. Ég minnist þess ekki, að ég hafi gert neitt slíkt. Ég fékk þá hugmynd, að seglskip- ið, sem ég sá í drauminum, væri að koma til að bjarga okkur, en ég get ekki útskýrt, hvemig ég fékk þá hugmynd. Það er annað mjög einkennilegt í þessu sam- bandi“, bætti hann við. „Allt hér í skipinu kemur mér mjög kunn- uglega fyrir sjónir. Samt er ég viss um, að ég hef aldrei komið í skip yðar áður. Þetta allt er mér ráðgáta. Hvað sá stýrimaðurinn yðar?“ Bruce skýrði honum þá frá at- burðum þeim, sem getið er hér að framan. Þeir komust að lokum á þá skoðun, að forsjónin hefði þar á sérstakan hátt gripið inn, til að setið við þetta borð um hádegið i dag“. Skipstjórinn frá skipsflakinu og farþeginn litu hvor á annan með íhugulu og undrandi augnaráði, og spurði þá skipstjórinn farþega sinn: „Dreymdi þig, að þú værir að skrifa á þetta spjald?“ „Nei, herra. Ekki minnist ég þess“. „Þið talið um drauma“, sagði skipstjóri seglskipsins. „Hvað var þessi maður að gera um hádegið í dag?“ „Skipsjóri“, svaraði hinn, „þetta er allt mjög dularfullt og óvenju- legt, og ég hafði hugsað mér að minnast á það við yður, strax þeg- ar okkur gæfist örlítið tóm til þess. Þessi maður (hann benti á far- þegann) var mjög örmagna og féll í djúpan svefn, eða svo virtist vera, nokkru fyrir hádegi. Eftir klukkustund eða meira vaknaði hann og sagði við mig: „Skipstjóri, okkur verðin bjargað í dag“. Þeg- ar ég spurði hann um ástæðuna fyrir þessum ummælum hans, svaraði hann, að hann hefði dreymt, að hann væri staddur á seglskipi og það væri að koma okkur til hjálpar. Hann lýsti út- liti þess og seglbúnaði, og okkur til -hinnar mestu furðu kom skip ykkar nákvæmlega heim við lýs-

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.