Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 50

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 50
48 DULD arréttinum, og hann sat í fangelsi í San Leo virkinu, þá -sagði hann ungtrtn svartmunki sögu þessa, en honum hafði verið falið, að leiða Cagliostro fyrir sjónir villu hans vegar. „En þegar við leiðum hugann að þvi“, bætti Cagliostro við, „að allt það, sem Prins de Guémenée hafði séð og heyrt og skynjað og gert, var hvergi til, nema á huga mínum og vilja, er þá nokkuð frá- leitt að spyrja, hvað séu raun- sannindi, þegar öllu er á botninn hvolft. S. Sörensson þýddi. '★—□ Kl. 11.45. Frú Edythe Hanson, Redwood City, Califomiu, hafði látið sér þau orð um munn fara, að hún mundi deyja kl. 11.45 þann 21. ágúst. Vinir hennar voru vantrúaðir á þetta og brostu. Nokkrir þeirra komu samt í heimsókn til hennar þennan tiltekna dag til þess að fullvissa sig um það, að ekkert amaði að henni. Hún var eins og hún átti að sér og tók glaðlega á móti þeim. Hún fór í háttinn kl. 9 um kvöldið og kvartaði ekki um neitt. Hún sofnaði og svaf vært. En um ellefu leytið varð maður hennar var við einhverja breytingu á henni. Hann lét sækja lækni, en þegar hann kom, var konan önduð. Læknirinn lýsti því yfir, að konan hefði dáið kl. 11.45. Zímariiið »DULD« kemur út annan hvem mánuð. •— Ábyrgðarmaður: ÖL. B. BJÖRNS- SON, Akranesi. •— Ritstjórn og útgefendur: Síra HELGI SVEINS- SON, Hveragerði, OL. B. BJÖRNSSON, Miðteig 2 Akranesi, OSCAR CLAUSEN, Þingholtsstræti 11 Reykjavík, SVEINN ÓLAFSSON, Póstbox 394 Reykjavík, — SÖREN SÖRENSSON, Póstbox 132 Reykjavik. — Afgreiðsla á MIÐTEIG 2 AKRANESI. — Prentað í Prentverki Akraness h.f.

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.