Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 40

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 40
38 DULD um Stór-Kopta, eins og hann kall- ar sig, stórar fúlgur fyrir svindil- braskið. Kardínálinn stirðnaði upp í stóln- um. Hann gat ekki haldið aftur af reiðinni, sem sauð í honum, þrátt fyrir ljúfmennskuna, er átti sér djúpar rætur í honum. „Ef þú hefur komið hingað ein- göngu í þvi skyni, að bjóða mér upp á svívirðilegan óhróður og ill- kvittnar hneykslissögur, þá hlusta ég ekki á þig“. „Sýnið augnabliks þolinmæði, Monseigneur. Það er dálítið ann- að, dálítið, sem yður er í lófa lagið að athuga, og sem þér getið ekki auðveldlega lokað augunum fyrir. Ef þér viljið hlusta á mig, þá get ég--------“ í sama mund opnuðust tvöföldu dymar og inn kom þjónn, sem setti sig í stellingar og tilkynnti: „Hans hátign, Cagliostro greifi“. Monsieur Guémenée lét sig falla aftur á bak í stólnum með megnum óánægjusvip, um leið og töframeistarinn gekk inn í her- bergið. Hann gekk hiklaust inn, alvarlegur og valdsmannslegur i öllu fasi, og hann hafði ekki aug- un af de Guémenée. Hann hafði séð hina snöggu hreyfingu hans og nú tók hann eftir fyrirlitningar- svipnum á andliti unga mannsins, sem hann reyndi ekki að leyna. Um leið og dyrnar lokuðust, nam Cagliostro staðar og hélt á- fram að einblína á Monsieur de Guémenée, sem varð að líta und- an augnaráðinu, sér til sárrar gremju. Cagliostro tók til máls með stillilegri rödd: „Ef ég geri ónæði, Monsieur de Guémenée, ef ég trufla yður í gagnrýni þeirri, sem þér voruð að búa yður undir að bera fram, þá hafið þér í þessu éfni meiri ástæðu til þakklætis, en þér kunnið að gera yður í hugarlund. Kardínálinn brosti ánægjulega yfir þessari sönnun um alvizku Cagliostros. En Monsieur de Gu- émenée lét sér fátt um finnast. „Ágiskunin var auðveld. Ég vona bara, einkum vegna þeirra, sem þér hafið að ginningarfífl- um, að þér hafið einhverjar aðr- ar og öllu meira sannfærandi skygnibrellur í fórum yðar“. Hans hágöfgi stokkroðnaði af gremju yfir þessari svávirðilegu aðdróttim. Hann ætlaði að taka til máls, en Cagliostro rétti upp höndina sem tákn þess, að hann ætlaði sjálfur að svara fyrir sig. Hann hafði staðið kyrr í sömu sporum um einn metra frá Mon- sieur de Guémenée, og hann ein-

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.