Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 5

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 5
NOSTRADAMUS 3 Að prófi lolrnu fór hann aftur „á flakk“. Hann ferðaðist um sömu slóðir og á pestarárunum og lækn- aði sjúka, og alls staðar var honum vel tekið. Á einni ferð sinni kom hann við í Agen, sem er við ána Garonne um 130 km suð-austur af Bordeaux. Þar hitti hann vin sinn, Jules César Scalinger, er var læknir og skáld gott (1484— 1558). Scalinger kvatti Nostra- damus eindregið til að setjast að í Agen og stunda þar lækningar. Nostradamus lét að ráðum hans og settist þar að. Hann kvongaðist Adriéte de Loubéjac, er var kona af góðum ættum. Þau eignuðust tvö börn, son og dóttur. 2. Miklar raunir — Fyrsta spásögn. Allt virtist nú leika í lyndi fyrir Nostradamus- Hann var ungur, vel menntaður og lífsreyndur læknir i miklu áliti. En svo skall ólánið yfir hann, fyrirvaralaust. Börnin hans bæði dóu snögglega, og svo missti hann konu sina nokkrum mánuðum síðar, án þess að hann fengi nokkuð að gert. Lækniskunnátta hans kom að engu gagni. Þetta var honum þungt áfall, og hann unndi ekki lengur hag sínum í Agen. Hann DULD mun í næstu heftum segja frá spádómum Nostradamusar, en hann er einn umdeildasti, en jafn- framt athyglisverðasti maður sög- unnar. — Hann sagði fyrir um það, að Hinrik II., konungur Frakklands, mundi verða fyrir áverka á auga og bíða bana af því. Þetta rættist. Hann sá einnig fyrir frelsisstríð Bandaríkj- anna og frönsku byltinguna; hann sá fyrir fall Napoleons mikla og út- legð hans til Elbu; hann sá fyrir heimsstyrjöldina fyrri, og byggingu Magniotlínunnar frönsku. Hann sá og fyrir heimsstyrjöldina síðari og ósigur Þýzkalands. Síðan Nostradam- us ritaði spádóma sína eru um fjögur hundruð ár. >. __________________________________J tók sig upp og lagði aftur land undir fót, eins og hann hafði gert á stúdentsárum sínum. Það segir lítið af ferðum hans á þessu tíma- bili. Þó er það vitað, að hann ferð- aðist til Italíu, fór til Milano, Genua og Feneyja og komzt þar í kynni við hinn nýja anda endur- reisnartímahilsins (renaisansins). Það er jafnvel fullyrt, að hann hafi komist í kynni við alkemista og stjörnuspekinga á Italíureisu sinni. Sú saga er sögð um Nostra- damus, er hann var á Ítalíu, að eitt sinn hafi hann verið kynnt- ur fyrir ungum Franciskumunk,

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.