Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 22
20
DULD
ramrna- -—- 1 huga mínum hefur
ávalt einhver yndisleiki hvílt yfir
þessu litla krossmarki. — Mér
hefir stundum fundist einhver ró
eða vellíðan færast yfir mig, ef
ég hefi litið það augum, eða jafn-
vel þó að ég hafi aðeins hugsað
til þess. — Um mörg ár hafði ég
þetta yndislega litla krossmark
hangandi lágt á vegg rétt við
gluggann þar sem skrifborðið mitt
stóð, þarrnig, að það blasti við sjón-
um mínum þegar ég sat við skrif-
borðið og var að vinna. Þá var
það oft, þegar ég lagði ifrá mér
pennann, hallaði höfðinu, greip
hægri hendinni um hökuna og
fór að hugsa, að mér varð star-
sýnt á litla krossmarkið umvafið
dala-liljunum. —-
Mér var nú farið að þykja vænt
um þennan kross, og fannst mér
reyndar stimdum, að ég hefði hlot-
ið hann að verðleikum, sem er
meira en hægt er að segja um
ýmsa aðra krossa, sem mönnum
falla í skaut. Svo var það einn
dag, að ég tók hann ofan af nagl-
anum, sem hann hékk á og rann-
sakaði hann nákvæmlega. Kom þá
í ljós letur fyrir neðan krossinn,
sem skýrði frá því, að þetta litla
og fingerða listaverk hefði nafn-
greindur enskur málari málað
þegar hanr var staddur á fjallinu
helga við Jerúsalem í marzmán-
uði 1885. Eftir þetta kalla ég allt-
aif litla krossinn minn „Krossinn
helga“, og nú er hann orðinn mér
svo mikils virði, að ég treysti mér
ekki til þess að meta hann til pen-
ingaverðs. —
Nú skal sögð einkennileg saga í
sambandi við „krossinn helga“. —
Hún gjörðist einhverntíma á árun-
um um og eftir 1920, þegar ég var
í söfnuði Haraldar prófessors Ni-
elssonar og sótti hverja messu
hans í heilan áratug. Síra Harald-
ur var, sem kunnugt er, afburða
kennimaðmr, heittrúaður en frjáls-
lyndur í skoðunum. Ég var hrif-
inn af að hlusta á réeðnr hans og
honum á ég mikið að þakka. —
Hann veitti hlýju í huga minn og
nýju ljósi inn í trúarlíf mitt, svo
að ég vona að sú birta nægi mér
til ferðarinnar miklu.
Einn sunnudag, að hausti til,
kom ég iir kirkju hjá síra Har-
aldi. Það var orðið dimmt, en ég
kveikti á einum litlum lampa,
sem stóð á lágu borði við höfða-
lag leguhekks, sem var í horni
stofunnar. Frá ljósinu sló daufri
birtu til veggja. Ég var einn í
stofunni og lagði mig á legubekk-
inn. Djúp kyrrð hvíldi yfir öllu
og ekkert hljóð heyrðist nema tif-
ið í gömlu klukkunni í mahogni-