Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 33
ÖRLAGAVALDURINN
31
mig í Antiochiu fyrir sextán öld-
um, að ég sé Cartaphilus, bendir
til þess, að ég hafi að minnsta kosti
snert streng minninganna, sem
geymast djúpt í vitund yðar. Það,
sem þér minnist, er það, sem þér
hafið kallað mig eitt sinn áður.
Leyfið mér nú að hjálpa yðar
mannlega veikleika. Horfið í
þennan spegil og reynið að sjá,
hvað þér voruð einu sinni, þegar
ég var seinast með yður.
Cagliostro lagði olnbogann á
borðið, sem stóð við hlið kardí-
nálans, og rétti fram hendina, sem
hulin var svörtum flauelisglófa.
I lófanum hélt hann á krystal
kúlu, sem var litið eitt minni en
venjulegur tennisbolti.
Rohan var nú kominn svo und-
ir áhrifavald greifans, að honum
fannst tign sinni engan veginn
misboðið, þótt hann léti að vilja
hans. Hann einblíndi í nokkrar
mínútur inn í hin tómu djúp
krystalsins. Hann kipptist allt í
einu við, og greip andann á lofti.
Hann hallaði sér fram og rýndi
i krystalkúluna.
„Ég sé, ég sé“, umlaði hann.
„Ég sé menn; ég sé mannfjölda;
leikvafig; marmarasvalir“.
„Beinið athyglinni að svölun-
um“, skipaði Cagliostro. „Hvað
sjáið þér þar?“
„Ég sé mann, í meðallagi háan,
en kröftuglega vaxinn; augu hans
smjúga gegnum merg og bein.
Hann er hvítklæddur, í mjall-
hvitri stuttskykkju, gullbryddri.
Ég þekki andlitið. Ah! Það eru
þér“.
„En maðurinn í stólnum? Lítið
á hann, manninn, sem situr og
styður hönd undir kinn, fyrir-
mannlegur á svip, en þreytulegur
og áhyggjufullur. Þekkið þér
hann?“
Kardínálinn rýndi fastara í kúl-
una, það kom á hann hik; honum
var þungt um andardráttinn.
„Getur það verið ég?“
Cagliostro huldi krystalinn i
hendinni. Llann rétti úr sér og
málrómur hans var hörkulegur".
Þér sjálfur. Marcus Vinicius, eins
og þér hétuð þá“.
Hin skyndilega hreyfing og
hreimur raddarinnar rufu sefjun-
aráhrifin. Rohan rétti úr sér og
var jafnskjótt kominn til sjálfs
sín aftur. Roðinn kom í vanga
hans. Hann strauk hendinni,
smárri og fíngerðri, yfir augu sér.
„Þér ráðið yfir kynlegum
leyndardómum, herra minn“,
mælti hann með alvöruþunga í
röddinni. „En mér finnst skiln-
ingarvit mín eitthvað dösuð“,
bætti hann við íí möglunartón.