Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 10

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 10
8 DULD semd. Þessi ferð Nostradamusar til París og dvöl hans við hirðina varð honum áreiðanlega til mik- illar uppörvunar, því að þegar hann kom til Salon aiftur tók hann til við að rita nýtt spádómasafn, sem kom út í Lyon 1558. I út- gáfu þessari er pistillinn til Hin- riks II., sem sumir telja, að sé lykillinn að öllum spádómum Nostradamusar. 7. Konunglegur líflæknir og ráðgjafi. Nostradamus hélt nú kyrru fyr- ir í Salon og lifði rólegu lífi. Hann fór að vísu ekki varhluta af rógi og illmælgi, því að hann átti all- marga óvildarmenn, sem öfund- uðu hann og reyndu að gera hon- um allt til miska. Þrátt fyrir frægðina, eða máske vegna henn- ar, var nú Nostradamusi farið að finnast, að laun heimsins væru vanþakklæti. — Árið 1564 fór Charles IX., kon- ungur Frakklands, sem erft hafði krúnuna eftir Francis II., bróður sinn (er andaðist 1560) í ferða- lag um Suður Frakkland í fylgd með móður sinni, Katrinu dé Medici. Þau komu til Salon og gerðu hoð eftir Nostradamusi. Við þetta tækifæri gerði konungurinn hann að líflækni sínum og kon- unglegum ráðgjafa, og skildi hann fá laun frá ríkinu til dauðadags. Þetta rétti mjög við hag Nostra- damusar, bæði efnalega og í aug- um fólksins. Þva fór að þykja tals- vert til gamla mannsins koma, en hann var nú kominti yfir sextugt. Heilsa hans var farin að hila- Hann þjáðist af liðagigt og bjúg, sem ágerðist. Hann andaðist á heimili sínu í Salon 17. júní 1566 rúmlega 62 ára að aldri. Hann var jarðsunginn í Franciskmnunka kirkjunni í Salon, og þar fengu bein hans að hvíla í friði, þar til kirkjan var jöfnuð við jörðu 1595 í frönsku byltingunni. Eftir þetta var gröfin flutt í kirkjuna í St. Laurent, og þar hvila þau enn i dag. (Framhald í næsta hefti). \ Nýja Testamentið bjargaði. William Lepper frá Mecoole í Nebraska tók þátt í Kóreustyrjöld- inni. Hann fékk riffilkúlu í hrjóstið, en hún fór ekki i gegn, því að hún hafði lent í Nýja Testamenti, sem hann bar á brjósti sér.

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.