Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 26

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 26
SAGAN: OrfagftvoUfurioD Eftir RAFAEL SABATINI. ALESSANDRO DI CAGL10STR0 GREIFI, er hét réttu nafni Guiseppe Balsamo, fæddist í Palermo á Sikiley árið 1743. Hann ferðaðist víða um lönd og hafði um hönd ýmiss konar „konstir“ sem ekki þóttu sem áreiðanlegastar. Hann taldi sig stjörnuspeking og gullgerðarmann (alkemista) m .m. Að lokum hafði Rannsóknarrétturinn í Róm (The Holy Ingui- sition) hendur í hári hans (1789), og var hann dœmdur til dauða fyrir Frímúrarastarfsemi! Dauðadómnum var breytt í lífstíðarfangelsi, og hann andaðist í prísund 1793, fimm- tíu og tveggja ára áð aldri. ÞAÐ, sem reið baggamuninn um ákvörðun Louis de Rohan kardinála*) var hin hrífandi fram- koma Cagliostros greifa Tyrir *) LOUIS RENÉ EDUVARD, PRINCE DE ROHAN var af háttsettum, frönsk- um aðalsættum. Hann var kardínáli á dögum Louis XVI. og Maríu Antoinettu. Hann kom mjög við sögu í hinu svo- nefnda Hálsmenshneyksli. Hann var settur í fangelsi 1785. — Rohan kardi- náli, le Grand Aumonier de France, var fæddur 1734 og dó 1803. — (þýð.). framan krossmerkið á stóra torg- inu í Strassbourg. Cagliostro hafði haldið innreið sina í borgina í gylltum skraut- vagni, sem sex hvítir fákar voru spenntir fyrir, og eftir að hann kom, var hann á hvers manns vör- um, og það jafnvel áður en nokkr- ar fregnir fóru að berast út um kraftaverk hans. Hann læknaði sjúklinga endur- gjaldslaust, sem læknar töldu ger- samlega ólæknandi. Þetta gerði

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.