Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 25

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 25
ÞEGAR MEITILL MEISTARANS HLJÖMAÐI 23 var að þeirra dómi, of fjarstæðu- keimd til þess að ræða um hana. En -Holbech sagði að hann mundi í öryggisskyni skrifa mán- aðardaginn og hvað klukkan var, er hann heyrði meitil hljóminn. Hann gerði það. Viðburðurinn gerðist 24. marz 1844, er klukkan var gengin fimmtán mínútur í sjö. Nokkru síðar kom póstsending frá Danmörku til Rómaborgar. Blöðin sögðu frá andláti Bertel Thorvaldisen. Hann varð bráð- kvaddur i kommglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 24. marz 1844, er klukkan var gengin fimmtán mínútur í sjö. Vin.ir Holbech hlógu ekki fram- ar að frásögn hans um meitil- hljóminn eða höggin. Hér var um dularfullan atburð að ræða, sem enginn skildi, hvorki þá eða nú. Jóh. Sch þýddi. Þá lendir Tyrkland í styrjöld. All-langt inni í Taurusfjalla héraðinu í suðausturhluta Litlu-Asíu teiur Euphratesáin á sig stóra beygju. 1 beygju þessari eru þrír fjalls- tindar, Chakchak, Zirat og einn nafnlaus. Hinu megin við ána, fyrir utan beygjuna, eru aðrir þrír tindar, sem nefnast Keklujek, Karaoghlin og Hindi Raba. Á þessum slóðum kemur það stundum fyrir, að þrumu- fleigar þjóta á milli fjallstindanna, og fylgir þessu þrumu hljóð. En það undarlega er, að þessar eldingar þjóta aldrei milli tindanna inn- byrðis, heldur milli tindanna sinn hvoru megin viS ána, t. d. milli Chakchak og Kelujek, Kelujek og Zirat, Karaoghlin og Zirat, Hindi Raba og Zirat, og Hindi Baba og nafnlausa tindsins. Fyrirbrigði þetta á sér oftast nœr stað á haustin eftir langvinna þurrka. Sú munnmæla- saga gengur meðal íbúa Tyrklands, að þetta fyrirbæri sjáist ekki, nema þegar Tyrkland á í styrjöld. —

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.