Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 35

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 35
ÖRLAGAVALDURINN 33 ekki blási byrlega um stundar sakir. Þessi trú er ekki í andstöðu við neinar trúarsetningar, sem fram hafa komið“. „Já, já, það er satt“, mælti kardinálinn með ákafa, eins og honum væri umhugað um, að sannfæra sjálfan sig. „Það er eng- in trúarvilla í þessari kenningu. Það er unnt að samræma hana. Ég fæ ekki séð i þessu neina villutrú“. „Það er heldur engin“, svaraði Cagliostro, og hann talaði eins og sá, sem vald hefur. Vér komum aftur að þessu síðar. En svo er það nauðsynjamál yðar hágöfgi". 1 raddhreim hans blandaðist skipun og undirgefni. „Já, einmitt“. Það verður að viðurkennast, að kardínálinn var aldrei neitt sérlega viljasterkur maður. Það var eins og vilji hans héngi á þræði og skryppi saman, þegar Cagliostro blés á hann. Hann brosti dauflega. „Fjárreiður frænda míns kosta mig milljónir“. Cagliostro bandaði frá sér, hnarreistur og valdsmannslegur, eins og þetta væru smámunir ein- „Haifið engar áhyggjur. Ég hef verið stimplaður sem sjónhverf- ingamaður og hundeltur sem svikamörður, sökum heimsku manna. En eins og þér munuð fá að sjá og reyna, þá hef ég enga töfra um hönd, sem byggjast ekki á raunhæfri þekkingu á lögmál- um náttúrunnar og hagnýtri notk- un dularafla náttúrunnar. En þessi þekking er árangur langs náms, og margra alda reynslu. Meðal þeirra launvísinda, sem ég hef fullkomna þekkingu á, og sem ég lærði hjá Isisprestum í Egypta- landi hinu forna, eru þrjú þeirra mest, en þau eru: Lífselixirinn, vizkusteinninn, en með honum má ummynda málma, og gáfan, að geta læknað öll þau mein, sem hrjá mannlegt hold. Hið síðast nefnda nota ég ií þjón- ustu hins þjáða mannkyns; hið annað nota ég í þjónustu þeirra, sem misnota ekki það vald, sem gullið veitir. Hið fyrst nefnda gæti ég eins og sjáaldur auga míns gagnvart öllum, nema fáum — örfáum — mönnum, sem gefa ó- rækar sannanir fyrir því, eftir ná- kvæmar prófanir, að framlenging M.fs þeirra sé mannkyninu til heilla. „Þegar ég er búinn að leysa þau vandamál yðar, sem mest eru aðkallandi, en það er leikur einn, og þegar ég hef með því áunnið mér traust yðar, þá getum vér, ef yður svo sýnist, snúið oss að þeim málum, sem eru mikilvægari en allt annað“.

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.