Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 13

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 13
,STÝRIÐ í NORÐ-VESTUR' 11 stjórinn „sagði ég þér ekki, að þig hefði verið að dreyma?“ „Það er auðvelt að segja það, herra. En hafi ég ekki séð mann- inn skrifa á spjaldið þitt, megi ég þá aldrei sjá heimili mitt og fjöl- skyldu aftur“. „Hafi hann verið að skrifa á spjaldið, þá ætti það enn að sjást á því“. Og skipstjórinn tók spjald- ið upp. „Hér er nú eitthvað, svo sannarlega“, sagði hann. „Er þetta þín skrift, herra Bruce?“ Stýrimaðurinn tók spjaldið, og þar stóðu þessi orð skrifuð með skýru og læsilegu letri: StýriS í norSvestur. Hefurðu verið að draga dár að mér, herra?“ bætti skipstjórinn við alvörugefinn. „Þar við legg ég heiður minn sem manns og sjómanns, herra“, svaraði Bruce, „að ég veit ekkert meira um þetta mál en þú. Ég hef sagt þér hreinan sannleikann“. Skipstjórinn settist við skrifborð sitt í djúpum þönkum með spjaldið fyrir framan sig. Að lokum snéri hann spjaldinu við, ýtti þvá til Bruce og sagði: „Skrifa þú: Stýrið í norðvestur“. Stýrimaðurinn gerði svo, og eft- ir að skipstjóri hafði gert nákvæm- an samanburð á rithöndinni, sagði hann: „Herra Bruce, farðu og segðu öðrum stýrimanni að koma hingað niður“. „Annar stýrimaður kom og skrifaði sömu orðin samkvæmt kröfu skipstjórans. Hið sama gerði brytinn og síðan hver á eftir öðr- um, allir meðal skipshafnarinnar, sem á annað borð kunnu að skrifa. En engin hinna mismunandi rit- handa líktist að neinu leyti hinni dularfullu skrift. Þegar skipshöfnin var aftur far- in, sat skipstjórinn djúpt hugsandi. „Getur nokkur hafa orðið eft- ir?“ sagði hann að lokum. „Það verður að rannsaka skipið, og ef ég finn ekki náungann, hlýtur hann að vera góður i feluleik. Kveddu hvern mann til starfa“. Hver krókur og kimi í skipinu frá stafni til skuts var vandlega kannaður með öllum ákafa æstr- ar forvitni, jafnskjótt og fréttist, að ónkunnugur maður hefði sézt þar innan borðs. En þar var enga sál að finna, nema yfirmennina og áhöfnina. Þegar þeir komu aftur til klef- ans eftir árangurslausa leit, sagði skipstjórinn við stýrimanninn: „Herra Bruce, hvað sýnist þér um allt þetta?“ „Það get ég ekki sagt, herra. Ég sá manninn vera að skrifa, og

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.