Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 47

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 47
ÖRLAGAVALDURINN 45 að, að miða athafnir við, sem ger- ast á voru skammvinnu tilveru- augnablikum, þessum hjartslætti í eilífðinni, sem vér nefnum lif. Gagnvart þeim, sem eru eins og ég, óháðir takmörkunum tímans, er fortíð og framtíð eins og í ei- lífðinni; það er að segja, alls ekki til; því að i eilífðinni er aðeins nú- ið eitt. Ef ég ætti að færa tímann aftur, Monsieur de Guémenée, ef ég ætti að færa hann aftur til þess augnabliks, er þú stóðst upp úr stólnum til þess að tala við frænda þirrn, þannig, að allt það, sem heyrir fortíðinni til, verði enn einu sinni í framtíðinni og óumflýjan- legt — ef ég ætti að gera þetta fyrir þig, hvað mundir þú þá vilja gera fyrir mig?“ „Fyrir þig?“ Monsieur de Gu- émenée gat ekkert annað en glápt, yfirkominn af ekkafullum gráti. En hann reyndi samt að svara þessari óskiljanlegu spumingu. „Guð einn veit, að það er ekkert, sem ég mundi ekki vilja gera“. Cagliostro gekk til hans og brosti mildilega. „Ég ætlast ekki til mikils af þér fyrir mikinn greiða. Þú hefur fengið sannanir frá Englandi um það, að ég hafi setið þar í fangelsi. Þú hefur einsk- is látið ófreistað til þess að spilla fyrir mér gagnvart frænda þín- um og koma í veg fyrir, að ég fari með honum til Parísar. Ég er ekki fyrsti spámaðurinn, sem hrepptur hefur verið í fjötra. Siunir þeirra hafa jafnvel verið sviptir lífi sök- um grimmdarfullrar fávizku manna. Hvað sjálfan mig snertir, þá óttast ég ekki uppljóstmn þessa. En þeir, sem ég legg mig fram um að hjálpa, munu líða fyr- ir þetta, verða hleypidómum að bráð, og snúa baki við mér. „En það, sem ég býð þér, er þetta. Ef þú vilt vinna eið að því við heiður þinn sem aðalsmaður, að eyðileggja þessa sönnun, sem þú hefur í fómm þinum, og hafa ekki orð á henni við nokkra lif- andi sál, þá skal ég, þín vegna, færa tímann aftur, svo að það, sem var, verði í ókomnum tíma, og að þess vegna verði unnt að komast hjá því. Viltu sverja þetta, Monsieur?“ Hann mælti þetta með þvílíku valdi, að Monsieur de Guémenée var að því kominn að láta undan. Hann átti í hörðu striði við skyn- semi sína. „Þetta sem þú leggur til, er ógerlegt“. „Viltu gera tilraunina? Viltu sverja eins og ég segi þér? Það er þitt eina bjargráð“. Svarið var gefið í algerri örvænt-

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.