Fréttablaðið - 09.10.2021, Page 26
Það má ekki bugast
yfir þeim verkefnum
sem heimsbyggðin
stendur frammi fyrir,
sem geta verið yfir-
þyrmandi.
Björg
Þú þarft að
gefa til
baka líka,
þú þarft að
sýna að þú
sért þátt-
takandi í
samfélag-
inu.
Þorsteinn
Starfsmenn Marels hreyfðu
sig sem jafngildir fjórum
hringjum í kringum jörðina
undanfarinn mánuð, með
það að markmiði að safna fé
fyrir verkefni Rauða krossins í
Norður-Brasilíu.
Marel og Rauði kross-inn hafa frá árinu 2019 unnið saman að samfélagsverk-efnum víða um
heim. Í þeirri viðleitni stóð Marel
fyrir átakinu Move the Globe meðal
starfsfólks síns sem stóð frá 6. sept-
ember til 4. október. Þá hreyfðu
starfsmenn Marels um allan heim
sig eins mikið og þeir mögulega gátu
og ferðuðust þannig yfir 160 þúsund
kílómetra, sem jafngildir fjórum
hringjum í kringum jörðina. Um
sjö þúsund manns starfa hjá Marel
í meira en 30 löndum.
Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðu-
maður sjálf bærni og samfélags-
tengsla hjá Marel, segir fyrirtækið
leggja mikla áherslu á sjálf bærni
og samfélagslega ábyrgð í sínum
rekstri og Move the Globe sé þáttur
í því.
Söfnuðu 37,2 milljónum
Markmiðið var að safna fé fyrir
verkefni Rauða krossins fyrir íbúa
og fólk á flótta í norðurhluta Brasil-
íu, en yfir 600 manns starfa fyrir
Marel í landinu. Fyrir hvern hring
í kringum jörðina lagði Marel til 50
þúsund evrur og 50 þúsund til við-
bótar að átakinu loknu. Því söfnuð-
ust 250 þúsund evrur, um 37,2 millj-
ónir íslenskra króna.
Meðal þess sem starfsmenn
fyrirtækisins tóku sér fyrir hendur
var sjósund við Íslandsstrendur,
að hjóla í vinnuna, brimbretta-
æfingar, göngutúrar með fjölskyld-
unni og skokk á skrifstofunni. Til
að mynda skoraði markaðsdeild
fyrirtækisins hér á landi á mark-
aðsdeildina í Kaupmannahöfn að
halda hlaupabretti gangandi allan
daginn, hlaupabretti var komið
upp á báðum skrifstofum Marels
og skiptust starfsmenn á að labba og
hlaupa án þess að slökkva á brettinu
í samfleytt sjö klukkutíma.
Megum ekki bugast
„Þetta var mjög gott framtak hjá
Marel að samtvinna hreyfingu,
lýðheilsu og ábyrgð,“ segir Kristín
S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmda-
Fóru fjóra hringi í kringum jörðina
Hér var unnið í að koma vatni til íbúa í norðurhluta Brasilíu þar sem híbýli fólks eru ekki upp á marga fiska. MYND/B.MAST/CRC
Ásgeir stundaði
brimbretti.
Eduardo hjólaði.
Valdís gekk um
fjöll og firnindi.
Farandfólk í Brasilíu
Vegna aukins fjölda farand-
fólks til Brasilíu er aðstaða til
móttöku þess löngu komin
yfir hámarksgetu. Þrátt fyrir
viðleitni yfirvalda á staðnum
er nauðsynleg þjónusta eins
og vatn og hreinlætismál enn
áskorun. Alþjóðadeild Rauða
krossins í Brasilíu styður við
innflytjendur í norðurhluta
Brasilíu, þar á meðal flótta-
menn og fylgdarlaus börn og
samfélögin sem taka á móti
þeim, með því að uppfæra
grunninnviði og bæta þannig
hreinlætismál og aðgengi
að öruggu og nægjanlegu
vatni og annarri nauðsynlegri
þjónustu.
stjóri Rauða krossins. „Þetta er fal-
legt samstarf og við erum þakklát
því hvernig Marel nálgast sína sam-
félagslegu ábyrgð með okkur.“
Rauði krossinn starfar um allan
heim, segir Björg Kjartansdóttir,
sviðsstjóri fjáröf lunar- og kynn-
ingarsviðs Rauða krossins, enda
fjölmennasta mannúðarhreyfing
heims og samstarf við hana gefur
fyrirtækjum tækifæri til að styðja
við samfélög nánast alls staðar, líka
á Íslandi.
„Það má ekki bugast yfir þeim
verkefnum sem heimsbyggðin
stendur frammi fyrir sem geta verið
yfirþyrmandi,“ segir Björg. „Til-
gangur Rauða krossins er að vernda
líf og heilsu berskjaldaðra hópa og
tryggja virðingu fyrir mannlegu
lífi, í slíkum verkefnum skiptir allur
stuðningur máli,“ bætir hún við.
Hún segir að fyrirtæki á borð við
Marel vilji styðja við verkefni sem
Rauði krossinn stendur fyrir og fjár-
magnið nýtist vel. Fjármagnið sem
safnaðist með verkefninu Move the
Globe hjá Marel mun sannarlega
koma sér vel fyrir íbúa í norður-
hluta Brasilíu. Mikil áhersla sé
lögð á nákvæmt bókhald hjá Rauða
krossinum, um hvernig fjármagnið
nýtist.
Gagnsæi og traust mikilvægt
„Það er gagnsæið og traustið sem
skiptir máli og að við sjáum að við
séum að reyna að gera heiminn
betri í dag en í gær, með framlagi frá
Íslandi. Þörfin er mikil á heimsvísu
en allt skiptir máli. Við erum með
þetta glæsilega fyrirtæki Marel, sem
er með skýra sýn á hvernig það vill
vinna og tekur starfsfólkið með í
mannúðarverkefni.“
Kröfur til fyrirtækja um að sýna
samfélagslega ábyrgð aukast sífellt,
frá hluthöfum, starfsfólki og þeim
samfélögum þar sem þau starfa.
Kristín segir mikinn feng í að fá fyr-
irtæki til samstarfs. „Fyrirtækin eru
með þekkingu, fjármuni og tíma
starfsmanna, svo ýmsir möguleikar
eru á samstarfi við Rauða krossinn
til að gera heiminn betri í dag en
hann var í gær,“ segir hún.
„Við teljum nauðsynlegt að fyrir-
tæki sem stundi alþjóðlega starf-
semi séu með skýra sýn á það fyrir
hvað þau standa,“ segir Þorsteinn.
„Þú þarft að gefa til baka líka, þú
þarft að sýna að þú sért þátttakandi
í samfélaginu. Síðan ertu með sjálf-
bærnimál, bæði innri málin á borð
við f jölbreytileika og þátttöku
starfsfólks og loftslagsmálin í okkar
eigin rekstri. Áhrif okkar skipta
okkur mjög miklu máli, hvaða áhrif
við höfum á viðskiptavini okkar
og þá sér í lagi hvernig við getum
stuðlað að aukinni sjálf bærni og
sjálf bærri þróun með starfsemi
okkar. Það er okkar ábyrgð að fylgja
eftir sýn okkar, sem er að umbylta
því hvernig matvæli eru framleidd,
gera það á sjálfbæran og hagkvæm-
an máta. Þar sem við náum ekki að
gera það með okkar vöruþróun eða
sölu, getum við farið í samstarf við
aðila sem eru með mannlega inn-
viði til að vinna að okkar sýn,“ segir
Þorsteinn.
Erum með skýra stefnu
Hann segir að ákvarðanir um hvaða
verkefni Marel styrkir séu teknar af
forstjóranum, lykilstjórnendum
og stjórn fyrirtækisins. Verkefnið
í Brasilíu hafi verið skýrt og „sam-
ræmst okkar sýn og metnaði“ að
sögn Þorsteins.
„Við erum með skýra stefnu sem
hjálpar okkur mikið að taka ákvarð-
anir. Fjármunirnir sem við leggjum
til eru umtalsverðir, til dæmis í Bras-
ilíu 37 milljónir króna. Við settum
162 milljónir króna í samstarfsverk-
efni með Rauða krossinum í Súdan.
Marel hefur einnig styrkt vatns-
verkefni Rauða krossins í Malaví
um rúmlega 90 milljónir íslenskra
króna. Við þurfum að vita að þetta
sé að fara á réttan stað og sé gert
með réttum hætti.“
Ekki sé f lókið fyrir fyrirtæki að
leita til Rauða krossins eins og Marel
hafi gert, enda búi starfsfólk hans
yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu.
Lítið hefur farið fyrir samstarfs-
verkefnum Marel og Rauða krossins
fram að þessu og segir Þorsteinn
skipta máli að nálgast málaflokk-
inn af auðmýkt. „Við viljum með því
fyrst og fremst hvetja fleiri fyrirtæki
til að kanna þessa möguleika og átta
sig á því að ástandið þarfnast okkar,
íslenskra fyrirtækja, bæði hérna
heima og erlendis.“
Björg segir að íslensk fyrirtæki
vilji leggja sitt af mörkum en fresti
stundum slíkri ákvörðun fram til
næsta árs eða þarnæsta árs. „Það
er frábært, komið til okkar á næsta
ári, en af hverju ekki strax? Þessa
ákvörðun er svo auðvelt að taka í
dag.
Viðmótskraftur Rauða kross-
ins verður ekki til staðar nema við
séum í samstarfi við fyrirtæki og við
höfum sannarlega fundið fyrir því
á tímum Covid að fyrirtæki eru að
sýna aukinn vilja til að taka þátt,“
segir Björg að lokum. ■
Björg, Þorsteinn
og Katrín.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Þorvarður
Pálsson
thorvardur
@frettabladid.is
26 Helgin 9. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ