Fréttablaðið - 09.10.2021, Page 27

Fréttablaðið - 09.10.2021, Page 27
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 9. október 2021 Lukka Pálsdóttir segist hafa áhyggjur af yngstu kynslóðinni varðandi heilsu hennar í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ástandsskoðun til betri heilsu Greenfit er heilsubætandi fyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að aðstoða fólk við að bæta heilsuna á varanlegan hátt. Með ástandsskoðun er hægt að fyrirbyggja heilsuleysi. 2 sandragudrun@frettabladid.is Dagurinn í dag, 9. október, er í Bandaríkjunum tileinkaður Leifi Eiríkssyni. En hann er eins og þekkt er talinn vera fyrsti evrópski maðurinn sem steig á land, ásamt samferðafólki sínu, í Norður-Amer- íku. Dagurinn fær þó ekki mikla athygli þar í landi, en á svipuðum tíma, eða annan mánudag í októ- ber, halda Bandaríkjamenn upp á Kólumbusardaginn, en þann dag er opinber frídagur þar vestra. Á tímabili vildu margir frekar halda upp á dag Leifs Eiríkssonar en Kólumbusardaginn, en fyrr- nefndi dagurinn náði aldrei sömu hylli og sá síðarnefndi af ýmsum ástæðum. Margir Bandaríkjamenn í dag vita hvorki af deginum, né til- vist Íslendingsins Leifs Eiríkssonar. Ekkert merkilegt Í dag er þó minni ágreiningur um það hvorum deginum beri að fagna eða hvor mannanna átti meiri þátt í innflutningi Evrópu- búa til Bandaríkjanna. Ýmsir telja að frekar ætti að fagna sérstökum degi frumbyggja, enda skipti ekki máli hvor kom fyrr, Leifur Eiríksson eða Kristófer Kólumbus, báðir uppgötvuðu stað sem þeir höfðu aldrei komið á áður, en það sé ekkert merkilegt í sjálfu sér því milljónir manna hafi þegar búið þar er þeir mættu á svæðið. n Dagur Leifs Degi Leifs Eiríkssonar er fagnað í Vesturheimi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.