Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 06.05.2021, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2021 P rúðmennið Anthony Hopk- ins hlaut nýverið, örlítið óvænt, sín önnur Óskars- verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir Föðurinn en áður hafði hann hreppt hnossið fyrir goð- sagnakennda frammistöðu sína sem mannætan Hannibal Lecter í Lömbin þagna. Titilpersóna Föðurins á einna helst sameiginlegt með Lecter dálæti á klassískri tónlist og að vera úr efri lögum samfélagsins, annað ekki. Þeg- ar nánar er skoðað ætti val akademí- unnar að teljast í nokkru samræmi við sögu verðlaunanna: Hopkins er þrautreyndur fagmaður og hlut- verkið spannar breidd tilfinninga og er tæknilega krefjandi. Löng sam- felld lokasena kafar djúpt í sál- arhirslu persónunnar og býður Hopkins upp á að sýna fram á kúnstir sem teljast til þess sem almennt þyk- ir framúrskarandi í leiklist. Formgerð og bygging Föðurins er um margt áhugaverð. Frásögnin er stofudrama sem fer nánast alfarið fram innan veggja fínnar íbúðar í Lundúnum. Verkið er aðlögun á feiki- vinsælu leikriti (sem útskýrir að hluta til takmarkað sögusvið) eftir Frakk- ann Florian Zeller, sem situr sjálfur í leikstjórasætinu. Íbúðin end- urspeglar einangrun og fábreytni sem getur einkennt líf fólks á efri ár- um en um leið gegnir hún hlutverki hugræns rýmis, þ.e.a.s. það sem fyrir augu ber er ekki síst til vitnis um geð- rænt ástand söguhetjunnar. Fað- irinn, Anthony, glímir nefnilega við elliglöp eða minnissjúkdóm á borð við alzheimer (er ekki skilgreint ná- kvæmlega) en áhorfanda er dembt í aðstæður þar sem hann er giskandi, ráðvilltur, ekki með allar upplýsingar á reiðum höndum og er færður á þann hátt í spor föðurins. Í upphafi kemur dóttirin Anne, leikin af drottningunni Oliviu Col- man, að föður sínum þar sem hann hlýðir á aríu. Anne er vonsvikin að karlinn hafi enn eina ferðina látið skap sitt bitna á umönnunarmann- eskju sem í kjölfarið hefur tekið pok- ann sinn. Dóttirin hyggst flytja til Parísar ásamt unnusta sínum en ljóst er að faðirinn þarf liðveislu frá fag- aðila eða vistun á stofnun til að hlut- irnir gangi upp, þrátt fyrir að hann átti sig ekki á því. Í næsta atriði mæt- ir karlinum ókunnugt fólk, maður sem segist búa á heimilinu og vera giftur dóttur hans en þegar hún kem- ur á vettvang er það ekki Olivia Colman heldur nafna hennar Willi- ams. Er fléttunni vindur fram er rugli með leikara, persónur og aðrar stað- reyndir haldið til streitu: „Nei, bíddu, varstu ekki að flytja til Parísar?“ „Hvað ertu að tala um pabbi? Ég bý hér.“ Stundum er dóttirin gift og stundum ekki – senur og setningar endurtaka sig og eru jafnvel færðar í nýtt ljós (bókstaflega – kvöldmatur er fyrst borinn fram að kveldi en síð- ar í dagsljósi). Þetta skapar bjagað og ruglandi andrúmsloft þar sem mörk á sjónarhóli aðalpersónunnar og hlut- lægari sýn áhorfandans eru afmáð. Samspil kvikmyndatöku, klippingar og myndheildar (fr. mise en-scéne) er mjög áhrifaríkt í þessu samhengi. Undir öllu kraumar harmur, önnur dóttirin virðist fallin frá og faðirinn furðar sig á fjarveru hennar. Flakk í tíma og rúmi og leikir með sjón- arhorn minna óneitanlega á höf- undaverk Christophers Nolans, ekki síst hina sígildu Memento. Á þennan hátt virðist Faðirinn vera eins konar frásagnarlegur hermir fyrir heila- hrörnun. Og þó virkar það aðeins að takmörkuðu leyti, þar sem við stönd- um ætíð utan við reynsluna og fylgj- umst með. Gangverkið og formræn einkenni þess eru ekki endilega til þess fallin að tengja áhorfendur við persónurnar. Við fylgjum hugrænni molnun en söguþráðurinn þyrfti jafn- vel að tætast enn meira ef tilgang- urinn er að spegla sinnaskiptin. Dótt- irin og hennar saga verður ögn fjarlæg þar sem hún er séð í gegnum afbakaða og óáreiðanlega linsu. Þeg- ar á hólminn er komið hefur Hopkins sig allan við og kallar til móður- barmsins og grænna heiða (og upp- sker styttuna fyrir) til að ná tilætl- uðum hughrifum. Eftir langa stjörnusenuna skimar myndavélin frá barnslegri geðshræringu stórleik- arans og til vinstri að glugga hjúkr- unarheimilisins og að grænni trjá- krónu sem feykist um í vindinum. Andartak þetta líður fram á forhann- aðan hátt, handverkið er of fyrirferð- armikið og lét undirritaðan fá á til- finninguna að þarna væri um háþróaða tækniæfingu að ræða. Faðirinn er áhugaverð tilraun til að fjalla um hrörnun hugans og sam- mannlegar aðstæður. Aðdáendur Hopkins og Colman ættu ekki að láta myndina framhjá sér fara og þó að hún teljist ekki til hápunkts á ferli leikaranna tveggja eru þeir engu að síður stórgóðir hér. Á hverfanda hveli Stórgóð Aðdáendur stórleikaranna Oliviu Colman og Anthonys Hopkins ættu ekki að láta Föðurinn fram hjá sér fara, að mati gagnrýnanda. Borgarbíó/, Háskólabíó og Sambíóin Kringlunni Faðirinn/The Father bbbnn Leikstjórn: Florian Zeller. Handrit: Christopher Hampton, Florian Zeller. Klipping: Yorgos Lamprinos. Kvik- myndataka: Ben Smithard. Aðalleikur: Anthony Hopkins, Olivia Colman, Mark Gatiss, Olivia Williams. Bretland/ Frakkland, 2020. 97 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.