Morgunblaðið - 01.06.2021, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 127. tölublað . 109. árgangur .
Friðjón Friðjónsson
í 4. sæti
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík 4. – 5. júní
Frjálsara samfélag,
betra Ísland
Tökum forystu
SUNGU KVEÐJU-
SÖNGVA FYRIR
UTAN KIRKJUNA
HJARTAÐ SLÆR
AUSTUR Á
FJÖRÐUM
SPILAMENNSKAN
HEFUR VERIÐ
Í RÉTTA ÁTT
NÝR DISKUR FRÁ INGÓLFI STEINSSYNI 29 LEIKMAÐUR MAÍMÁNAÐAR 26TÍMAMÓT HJÁ HERÐI 4
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Hækkun fjárframlaga ríkisins til
hjúkrunarheimila um einn milljarð í
frumvarpi fjármálaráðherra til fjár-
aukalaga á Alþingi er ánægjuleg en
dugir þó ekki til í þennan fjársvelta
málaflokk að sögn Gísla Páls Páls-
sonar, formanns Samtaka fyrirtækja
í velferðarþjónustu. „Það má segja
að þetta sé lítill plástur á stórt sár.
Að sjálfsögðu fögnum við alltaf
auknum framlögum en það hefði
mátt vera meira,“ segir hann.
Vænta þess að fá meira
Í frumvarpinu eru útgjöld ríkis-
sjóðs aukin um 14,6 milljarða og hall-
inn eykst um rúma 8 milljarða. Að
stærstum hluta er um að ræða út-
gjaldatillögur vegna aðgerða til að
mæta samfélagslegum og efnahags-
legum afleiðingum kórónuveirunnar
en einnig er lagt til eins milljarðs kr.
tímabundið framlag til hækkunar á
daggjöldum hjúkrunarheimila vegna
rekstrarvanda þeirra. Gísli Páll
minnir á að stjórnvöld eru nýbúin að
fá óháða úttekt á fjárþörf heimilanna
sem þurfi um 2,7 milljarða til að ná
endum saman. „Við væntum því þess
að fá meira á þessu ári eða í versta
falli í byrjun næsta árs,“ segir hann.
„Plástur á stórt sár“
- Segir framlag til hjúkrunarheimila jákvætt en dugi ekki
MHalli eykst »6
„Þetta gekk þokkalega, en frekar hægt. Það er margt nýtt
fólk í þjálfun á vegum Öryggismiðstöðvarinnar. Það eru verk-
takar sem eru að vinna fyrir heilsugæsluna og okkur.“ Þetta
segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavík-
urflugvelli, um gang landamæraeftirlits á vellinum. Von er á
yfir 2.000 farþegum í gegnum Leifsstöð í dag og fjölgar þeim
töluvert frá í gær þegar rúmlega 800 manns fóru í gegnum
flugstöðina. Hann segir óteljandi margar útgáfur PCR-
vottorða frá Evrópu tefja verulega fyrir. »4
Morgunblaðið/Eggert
Fjölbreytt PCR-vottorð tefja afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli
„Við höfum krafist þess að Danir
skýri undanbragðalaust hvort það
hafi verið fylgst með íslenskum
hagsmunum, þar með talið íslensk-
um stjórnmálamönnum, embættis-
mönnum, stofnunum, fyrirtækjum
eða einstaklingum hér á landi,“ seg-
ir Guðlaugur Þór Þórðarson, utan-
ríkis- og þróunarmálaráðherra, um
fregnir þess efnis að leyniþjónusta
danska hersins, FE, hafi aðstoðað
bandarísku þjóðaröryggisstofnun-
ina NSA við hleranir á æðstu ráða-
mönnum í Þýskalandi, Svíþjóð, Nor-
egi og Frakklandi.
Danska ríkis-
útvarpið, DR,
greindi frá sam-
starfi FE og NSA
á sunnudags-
kvöldið. Sam-
kvæmt svari
fréttamanna DR
við fyrirspurn
Morgunblaðsins
hafði ekki fundist
neitt um Ísland í
þeim gögnum sem þá hafði verið
farið yfir. Það útilokaði þó ekki að
njósnað hefði verið um Ísland. »13
Spurt hvort fylgst hafi verið
með íslenskum hagsmunum
Guðlaugur Þór
Þórðarson