Morgunblaðið - 01.06.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 01.06.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021 ÚTSKRIFTARGJÖF Með Óskaskríni gefurðu upplifanir í stað hluta og það sem meira er, þú gefur viðtakandanum færi á að velja sína uppáhalds upplifun úr fjölda freistandi möguleika sem leynast í hverju boxi. Óskaskrínin eru á mismunandi verði og höfða til fjölbreytilegs smekks og ólíkra áhugasviða viðtakenda. UPPLIFUN ÍGEFÐU 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Geir Ágústsson, „sjálfkrýndursérfræðingur um samfélags- mál,“ skrifar í sínum pistli: - - - Ég hef lesið ým-islegt um styttingu vinnuvik- unnar, t.d. hjá verksmiðjum, hug- búnaðarhúsum og víðar. Reynslan er almennt góð. Fólk einbeitir sér betur þegar það þarf ekki að einbeita sér eins lengi. Skilvirkni eykst. Tímasóun minnkar. - - - En gæti nú ekki verið að ásumum vinnustöðum leiði stytting vinnuvikunnar einfald- lega til lengri biðraða? - - - Víða þar sem nú þegar eruflöskuhálsar, svo sem í af- greiðslu Sýslumannsins í Reykja- vík eða skurðstofum heilbrigðis- stofnana, verða einfaldlega til enn stærri flöskuhálsar þegar starfsfólkið vinnur styttri vinnu- daga. - - - Allt þetta tal um styttinguvinnuvikunnar virðist svo vera drifið af hagsmuna- samtökum opinberra starfsmanna sem í sjálfu sér er grunsamlegt. - - - Sömu laun fyrir minni vinnu? - - - Já, vissulega, en því bætt við aðskilvirkni aukist og vinnu- gleði! - - - En hvað með skjólstæðingana?Skítt með þá, þeir hafa ekk- ert val. - - - Og kannski það sé kjarni máls-ins.“ Geir Ágústsson Hin hliðin? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Mannanafnanefnd hafnaði ekki einu nafni í síðustu viku þegar hún kvað upp úrskurði í þeim málum sem lágu fyrir henni. Alls voru sjö ný nöfn sam- þykkt, þar af fimm eiginnöfn sem bætt hefur verið á mannanafnaskrá. Karlar geta því borið nafnið Gosi sem eiginnafn, en einnig nöfnin Haron og Martel, enda voru þessi nöfn talin í fullu samræmi við lög. Gosi er nafn sem margir kannast við úr ævintýrinu um strákinn með nefið sem stækkaði þegar hann laug en orð- ið getur einnig þýtt galgopi eða verið dregið af nafnorðinu eldgos. Kven- kynsnafnið Egilína var svo samþykkt líka sem eiginnafn en nafnið er dregið af karlmannsnafninu Egill. Nafnið El- ísabet verður hægt að rita sem Eliza- beth, líkt og drottning Bretlands ritar sitt nafn, þrátt fyrir að það sé ekki í samræmi við íslenska stafsetningu. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að þessi ritháttur yrði að vera sam- þykktur þar sem hefð hefur skapast um nafnið, en í dag bera 16 íslenskar konur nafnið Elizabeth. Föðurkenningin Thorsdóttir var samþykkt sem kenning við föður að nafni Tornike. Nú mega bæði konur og karlar bera nafnið Krossá sem millinafn, en ekki sem ættarnafn enda óheimilt að búa til ný ættarnöfn á Íslandi. thorab@mbl.is Gosi og Egilína meðal nýrra nafna - Engu nafni hafnað - Fimm ný eig- innöfn - Krossá leyft sem millinafn Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nöfn Gosi, hér í uppfærslu Borgar- leikhússins, er nafn sem margir kannast við úr samnefndu ævintýri. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Auðvitað vonumst við til þess að þetta muni halda nokkuð vel. Það er búið að bólusetja gríðarlega marga. Nú fer virkilega að reyna á þetta hjarðónæmi sem við höfum verið að tala um, sjá hvernig það mun vernda yngri hópana,“ sagði Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir við mbl.is í gær en hvorki greindist kórónuveirusmit innanlands á sunnudag né við landamærin. Rúmlega 90.000 manns eru nú fullbólusettir gegn Covid-19 og tæp- lega 80.000 manns hálfbólusettir, þ.e. hafa fengið einn skammt af bóluefni og eiga eftir að fá annan. Aðspurður sagði Þórólfur að hjarð- ónæmi næðist ekki við einhverja sérstaka prósentu bólusettra. „Hjarðónæmi er þessi áhrif sem bólusetningin hefur á verndun hjá óbólusettum. Ég vonast til þess að hjarðónæmið muni hjálpa okkur verulega núna,“ sagði Þórólfur. 3.000 sýni tekin en engin smit Þrátt fyrir að engin smit hefðu greinst á sunnudag voru tæplega 3.000 sýni tekin. Dregið verður í handahófskennda bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í dag en slík bólusetning er hafin víða á lands- byggðinni. Í Reykjavík verða lík- lega árgangar 1975 til 2005 í pott- inum. Í gær voru 39 manns í einangrun með Covid-19. 232 voru í sóttkví og 1.576 í skimunarsóttkví. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita var í gær 7,9 en nýgengi landamæra- smita 2,2. Tveir lágu á sjúkrahúsi með Covid-19. Fer að reyna á hjarðónæmið - Engin smit greindust á sunnudag Morgunblaðið/Árni Sæberg Pottur Ragnheiður Ósk hjá Heilsu- gæslunni með pottinn sem verður dregið úr í dag fyrir bólusetningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.