Morgunblaðið - 01.06.2021, Side 11

Morgunblaðið - 01.06.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrir sjö árum var kunngjört á vef Landhelgisgæslunnar að nýr litur, rauður/rauðgulur, hefði verið valinn á björgunarþyrlur hennar. Þessi lit- ur varð fyrir valinu því talið var að þyrlurnar sæjust betur þannig, t.d. af fólki í neyð. Í dag hefur Landhelgisgæslan yf- ir að ráða þremur þyrlum, sem allar eru í íslensku fánalitunum, bláhvít- ar. Þær eru af gerðinni Airbus Heli- copters. Eftirfarandi frétt birtist á vef Gæslunnar föstudaginn 17. október 2014: „Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti í Reykjavík í gær- kvöldi eftir langa fjarveru en þyrlan var staðsett í Noregi þar sem hún fór m.a. í umfangsmikla skoðun og var síðan málið í nýjum lit þyrlna Landhelgisgæslunnar. Eru nú tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem bera þann lit, TF-GNA og TF- SYN.“ Nýjar þyrlur og lakkið gott Hvers vegna var hætt að mála þyrlur Gæslunnar rauðar? Þeirri spurningu svarar Ásgeir Erlends- son upplýsingafulltrúi: „Leiguþyrlurnar þrjár, TF-EIR, TF-GRO og TF-GNA, komu til landsins í þeim lit sem þær voru í fyrir. Vélarnar eru nýlegar og ástandið á lakkinu afar gott. Mikill kostnaður fylgir því að mála þyrlur og ekki þótti réttlætanlegt að verja fjármunum í að breyta um lit fyrir þann takmarkaða tíma sem samn- ingur þessara þriggja leiguvéla kveður á um. Kominn var tími á málningu eldri vélanna á sínum tíma og þá var jafnframt horft til lengri leigutíma en nú. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort þyrlur Landhelgisgæslunnar verði rauðar/ rauðgular eða í fánalitum Íslands í framtíðinni.“ Landhelgisgæslan leigir þyrl- urnar þrjár af norska fyrirtækinu Axel Ugland Holding. Leigusamn- ingarnir gilda fyrir TF-GRO og TF- GNA til 28. febrúar 2025 en til 30. apríl 2026 fyrir TF-EIR. Landhelgisgæslan hefur um ára- tugaskeið notast við flugvélar og þyrlur við löggæslu, eftirlit, leit og björgun auk annarra verkefna. 10. desember 1955 eignaðist Landhelg- isgæslan sína fyrstu flugvél og er al- mennt miðað við þá dagsetningu sem upphaf flugrekstrar stofnunar- innar. Þetta var flugbátur af gerð- inni PBY-6A Catalina með einkenn- isstafina TF-RAN. Fyrsta þyrlan kom 1965 Hinn 30. apríl 1965 urðu þáttaskil í starfsemi Landhelgisgæslunnar þegar hún tók í notkun sína fyrstu þyrlu. Hún var af gerðinni Bell 47j og var keypt til landsins í samvinnu við Slysavarnafélag Íslands. Árið 1972 eignaðist Landhelgisgæslan svo sína fyrstu eiginlegu björg- unarþyrlu, TF-GNA. Hún var af tegundinni Sikorsky S-62, sérstak- lega hönnuð til gæslu yfir sjó og gat borið tíu farþega eða sex menn í sjúkrakörfum. Þá var þyrlan búin björgunarspili sem gat híft tvo menn í senn og auk þess með flot- holt til að lenda á sjó eða í djúpum snjó. 1985 kom hingað til lands Dauphin II-þyrla sem fékk einkenn- isstafina TF-SIF. Þessi þyrla var í þjónustu stofnunarinnar í rúma tvo áratugi eða allt þar til hún lenti í sjónum við Straumsvík sumarið 2007. Árið 1995 urðu svo enn ein þátta- skilin í flugrekstrinum þegar Land- helgisgæslan keypti öfluga björg- unarþyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1. Þessi þyrla, sem fékk einkennisstafina TF-LIF, var bæði stærri og öflugri en þær þyrlur sem Gæslan hafði áður haft yfir að ráða og búin tækjum til leitar og björgunar við erfiðari aðstæður en hinar þyrlurnar réðu við. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rauðar/bláhvítar Vinstri myndin er tekin árið 2015 og sýnir TF-SYN í rauðum búningi en hægri myndin er tekin árið 2020 og sýnir TF-GRO bláhvíta. Bið verður á því að rauði liturinn sjáist á ný. Bið á því að þyrlurnar verði rauðar - Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar eru bláhvítar - Kostnaðarsamt að mála þyrlurnar rauðar Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 Með 105 milljóna króna styrk frá fé- lagsmálaráðuneytinu verður Reykjadal gert kleift að taka á móti 500 einstaklingum í sumardvöl og verða þannig við ósk 90% þeirra sem sóttu um. Reykjadalur býður upp á orlofs- þjónustu fyrir fötluð og lömuð börn og ungmenni, en um er að ræða sumarverkefni á vegum Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Styrk- urinn kemur ekki aðeins til með að hleypa fleirum að heldur einnig að lengja dvalartíma hjá mörgum. Síðustu ár hafa verið starfræktar sumarbúðir Reykjadals í Mosfells- dal en nú bætast við sumarnám- skeið, ævintýrabúðir, sumarfrí fyrir fullorðið fatlað fólk og sumarfrí fjöl- skyldunnar á Vík og á Húsavík. Covid-19 hefur reynt mikið á þær fjölskyldur sem Styrktarfélagið heldur utan um og því kærkominn styrkur sem gerir Reykjadal kleift að gera sumarstarfið fyrir fötluð börn og ungmenni fjölbreyttara og metnaðarfyllra en áður, að sögn Margrétar Völu Marteinsson, for- stöðukonu Reykjadals. thorab@mbl.is Sumarstarf. Frá hesthúsi Black beach horse riding tours, þar sem aðilar að styrktarsamningi um sumarbúðir Reykjadals komu saman nýverið. 105 milljónir í sum- arstarf Reykjadals - Hægt að taka á móti 500 í sumardvöl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.