Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is
1. júní 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.68
Sterlingspund 170.83
Kanadadalur 99.6
Dönsk króna 19.7
Norsk króna 14.395
Sænsk króna 14.471
Svissn. franki 133.67
Japanskt jen 1.0964
SDR 173.93
Evra 146.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.6107
Hrávöruverð
Gull 1892.45 ($/únsa)
Ál 2404.5 ($/tonn) LME
Hráolía 69.69 ($/fatið) Brent
« Tekjur Síldar-
vinnslunnar á
fyrsta ársfjórð-
ungi námu 6,7
milljörðum króna
sé miðað við
meðalgengi doll-
ars á fjórð-
ungnum (128,05).
Tekjur fyrir-
tækisins á sama
fjórðungi í fyrra
námu 3,7 milljörðum. Hagnaður nam
2,7 milljörðum, samanborið við tæp-
lega milljarðs tap á sama fjórðungi
fyrra árs. Viðsnúninginn má fyrst og
síðast þakka loðnuvertíð en engin
slík var í fyrra.
Í lok marsmánaðar voru eignir
Síldarvinnslunnar 77,2 milljarðar
króna (miðað við gengi dollars í lok
fjórðungsins, 126,31) og skuldir fé-
lagsins 32,3 milljarðar. Eigið fé þess
er 44,9 milljarðar og eiginfjárhlut-
fallið 58%. Er þetta fyrsta ársfjórð-
ungsuppgjör Síldarvinnslunnar sem
birt er eftir að félagið var skráð á
markað á fimmtudag í síðustu viku. Í
gær nam velta með bréf félagsins
161,8 milljónum króna og hækkaði
gengi þeirra um 0,3%. Markaðsvirði
félagsins í Kauphöll nemur nú 110,5
milljörðum króna.
Síldarvinnslan hagnast
um 2,7 milljarða króna
Útgerð Síld-
arvinnslan.
STUTT
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Helstu tíðindin í nýjum þjóðhags-
reikningum eru þau að okkar mati
að þjóðarútgjöldin, þ.e. einka- og
samneysla og fjárfesting, eru tekin
að aukast á ný. Þetta er í fyrsta
sinn sem þau gera það frá því að
faraldurinn
hófst.“ Þetta seg-
ir Gústaf Stein-
grímsson, hag-
fræðingur hjá
Landsbankanum,
en í gær birti
Hagstofan þjóð-
hagsreikninga
fyrir fyrsta fjórð-
ung ársins. Þar
kemur fram að
landsframleiðsla
hafi dregist saman um 1,7% á fyrsta
fjórðungi ársins, samanborið við
sama fjórðung síðasta árs.
„Það er því áframhaldandi sam-
dráttur í útflutningi sem dregur
landsframleiðsluna niður en aukin
þjóðarútgjöld eru að okkar mati
skýrt merki um að við séum á réttri
leið.“
Bendir Gústaf á að þótt sam-
dráttur hafi mælst á fyrsta fjórð-
ungi ársins geri Landsbankinn ráð
fyrir því að hagvöxtur á yfirstand-
andi ári muni nema 4,9%.
Kraftar leysast úr læðingi
„Við gerum ráð fyrir mjög kröft-
ugum bata á seinni árshelmingi og
einna helst vegna mikils vaxtar í út-
flutningi sem við spáum að verði
þegar erlendir ferðamenn fara að
streyma til landsins. Við gerum ráð
fyrir að 800 þúsund ferðamenn
komi til landsins á þessu ári. En það
er ekki aðeins fjöldinn sem skiptir
máli í því sambandi því við gerum
einnig ráð fyrir aukinni dvalarlengd
sem eykur útflutningsvöxtinn og
þar með hagvöxt. Eftir að farald-
urinn hófst hefur dvalarlengdin
aukist og við gerum ráð fyrir að svo
verði áfram á næsta ári. Sú for-
senda hefur talsverð áhrif ein og
sér.“
Í hagsjá sem Landsbankinn birti
í gær kemur fram að einkaneysla
hafi aukist á síðasta fjórðungi og að
það sé í fyrsta sinn sem það gerist
frá því að kórónuveiran setti allt úr
skorðum. Bendir bankinn á að
neysluþróun út frá kortaveltu sýni
að hún hafi dregist saman á fyrstu
tveimur mánuðum ársins. Hins veg-
ar hafi mikill viðsnúningur átt sér
stað í mars og það skýri 0,8% aukn-
ingu einkaneyslu á fjórðungnum.
„Síðan kom mikil neysluaukning í
mars en þá jókst kortaveltan um
20% milli ára.“
Bendir Gústaf á að þessi aukning
hafi áfram birst í tölum aprílmán-
aðar þegar vöxturinn mældist 25%
frá sama mánuði í fyrra.
„Þetta gefur okkur ástæðu til
þess að ætla að við séum að fá
kröftugan annan fjórðung ársins og
það styður spá okkar um kröftugan
hagvöxt á árinu í heild.“
Minni samdráttur
Útflutningur dróst saman um
20% miðað við sama fjórðung fyrra
árs samkvæmt þjóðhagsreikningun-
um. Er samdrátturinn minni en á
fjórðungunum á undan. Samdrátt-
inn má sem fyrr rekja til samdrátt-
ar í þjónustuútflutningi sem aftur
byggist á hruni ferðaþjónustunnar.
Dróst hann saman um 52% á fjórð-
ungnum. Vöruútflutningur jókst
hins vegar um 4,6% og skýrist hann
af auknum útflutningi sjávarafurða
og annars konar útflutningi en stór-
iðju en á því sviði varð samdráttur
milli ára.
Innflutningur dróst saman um
11,3% á fjórðungnum og tengist
helst samdrætti í þjónustuinnflutn-
ingi og tengist hann helst hruni í
ferðalögum Íslendinga erlendis.
Hins vegar varð einnig samdráttur í
vöruinnflutningi þótt hann mælist
nú aðeins 1,5%, sem er mun minni
samdráttur en verið hefur á fjórð-
ungunum á undan.
Þjóðarútgjöldin tekin að
vaxa á ný eftir nokkurt hlé
2%
1%
0%
-1%
-2%
-3%
-4%
-5%
-6%
-7%
1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. áársfj. 1. ársfj.
2020 2021
Heimild:
Hagstofa
Íslands
Hlutdeild einstaka liða í hagvexti
Magnbreyting frá sama fjórðungi fyrra árs
Fjármunamyndun Birgðabreytingar
Einkaneysla Utanríkisviðskipti
Samneysla
- Landsbankinn spáir 4,9% hagvexti í ár - Mikil neysluaukning í marsmánuði
Gústaf
Steingrímsson
Tekjur pítsukeðjunnar Pizzunnar á
síðasta ári námu rúmum einum millj-
arði króna. Hákon Atli Bjarkason,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins, seg-
ir í samtali við Morgunblaðið að keðj-
an hafi verið í miklum uppbygging-
arfasa og margir nýir staðir hafi bæst
við síðustu misseri.
Rekur níu veitingastaði
Allt í allt rekur Pizzan níu veitinga-
staði. Fyrsti staðurinn var opnaður í
Smiðsbúð í Garðabæ árið 1998. Hon-
um hefur nú verið lokað. Í kjölfarið
fylgdi staður á Strandgötu í Hafnar-
firði árið 2007 og árið 2009 bættust við
staðir á Reykjavíkurvegi í Hafnar-
firði, í Núpalind í Kópavogi og Hvera-
fold í Reykjavík. Árið 2019 var opnað í
Fellsmúla og á Hringbraut í Reykja-
vík og loks var opnaður staður í Lóu-
hólum í Breiðholti og á Garðatorgi í
Garðabæ árið 2020. Níundi staðurinn
var svo opnaður á Glerártorgi á Ak-
ureyri fyrr á þessu ári.
Góðar viðtökur á Akureyri
Aðspurður segir Hákon að nýju
staðirnir hafi hlotið góðar viðtökur.
Hann segir að kórónuveiru-
faraldurinn hafi ekki gert fyrirtækinu
neina skráveifu að heitið geti enda
hafi fólk verið duglegt að panta mat í
faraldrinum. Spurður að því hvort
fleiri staðir séu á teikniborðinu, segir
Hákon að allt sé í skoðun í þeim efn-
um ef góðar staðsetningar bjóðist.
tobj@mbl.is
Skjáskot/ja.is
Flatbaka Veitingastaður Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi.
Tekjur Pizzunnar
yfir einn milljarð
- Faraldurinn gerði ekki skráveifu