Morgunblaðið - 01.06.2021, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
Sjálfstæðismenn
um land allt halda
nú prófkjör fyrir al-
þingiskosningar í
haust. Ólíkt flestum
öðrum flokkum er
flokksmönnum gef-
inn kostur á að hafa
áhrif á uppröðun á
lista. Margt karla og
kvenna er í boði og
mikilvægt að vel tak-
ist til um fram-
kvæmdina. Vel hefur
tekist til í Suður-
kjördæmi og
Norðaustur-
kjördæmi. Á næstu
þremur vikum verða
prófkjör í hinum
kjördæmunum. Óhik-
að má segja að fáir
stjórnmálaflokkar, ef
nokkur, búi yfir sam-
bærilegu mannvali
og Sjálfstæðisflokk-
urinn. Á þeim bæ
eru ekki stunduð ábyrgðarlaus yfirboð og upp-
hlaupspólitík.
Almennt má segja að fólk sé ekki sér-
staklega pólitískt. Það vill sem mestan frið fyr-
ir ágengni stjórnmálanna, en gerir þó kröfur.
Allir vilja lifa í sátt við menn og málefni, þótt
okkur greini á um margt. Það er eðlilegt. Við
blasir að nútímasamfélag þróast hraðbyri og
sósíalisminn er ekki valkostur nú frekar en áð-
ur, hann er mein.
Ég vil hvetja alla sem vettlingi geta valdið
til þess að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Þannig gefum við
flokknum rödd í höfuðborginni og styrkjum
stöðu hans í komandi kosningum.
Eftir Brynjar
Níelsson
» Við blasir
að nútíma-
samfélag þróast
hraðbyri og
sósíalisminn er
ekki valkostur
nú frekar en
áður, hann
er mein.
Brynjar Níelsson
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þátttaka er
nauðsynleg
– þéttum
raðirnar
Stutta svarið við þessari spurn-
ingu er já – því miður. Skemmst
er að minnast nýlegra frétta um
furðulega óráðsíu Reykjavík-
urborgar í kaupum á raforku án
útboðs með tuga milljóna um-
framgreiðslum, framúrkeyrslu í
framkvæmdum við jarðgerð-
arstöð Sorpu upp á 1,5 milljarða
og fjölmargt annað mætti nefna,
eins og braggamálið og stráin í
Nauthólsvík. Öll þessi afglöp
kosta skattgreiðendur stórfé sem
nýta mætti til annarra þarfari verkefna.
Þótt utanumhald fjármála hjá Reykjavík-
urborg sé hræðilegt í einu orði sagt, þá er rík-
issjóður ekki alsaklaus heldur. Þar – eins og
hjá mörgum öðrum opinberum aðilum sem
sýsla með fjármuni annarra manna en sjálfra
sín – gætir allt of oft óráðsíu, kæruleysis og til-
finningaleysis fyrir því hvernig best megi nýta
þá takmörkuðu skattpeninga sem stjórnvöld-
um ríkis og sveitarfélaga er trúað fyrir af
skattgreiðendum. Við eigum því skýlausa
kröfu til þess að þeim peningum sé ráðstafað á
sem hagkvæmastan hátt – að við öll fáum sem
mest fyrir peninginn. Rétt eins og hver einasta
fjölskylda gerir í sínum heimilisrekstri, að leita
eftir hagstæðustu tilboðum og mestu gæð-
unum í verslunum þegar keypt er inn til heim-
ilisins. Með því að nýta peningana betur og fá
meira fyrir minna skapast líka svigrúm til
áframhaldandi skattalækkana.
Nú eru í gangi gríðarlegar framkvæmdir í
samgöngumálum, ekki síst í nágrenni höf-
uðborgarinnar. Ýmsar þeirra eru verkefni sem
ég barðist fyrir að kæmu til framkvæmda þeg-
ar ég gegndi embætti samgönguráðherra árið
2017. En það verður að segjast alveg eins og er
að mér rennur til rifja fyrirhyggjuleysið sem
blasir við í ýmsum af þessum brýnu verk-
efnum. Það er augljóst að hægt hefði verið að
nýta peningana miklu betur en gert er með því
að sýna skynsemi, hagsýni, aðhald og fyr-
irhyggju.
Bútasaumur
Nefnd skulu nokkur dæmi um það sem ég vil
kalla bútasaum í samgöngumálum, þar sem
verið er að spara eyrinn en kasta krónunni sem
þykir ekki góð fjársýsla. Nú er t.a.m. í gangi
löngu tímabær tvöföldun Suðurlandsvegar á
milli Hveragerðis og Selfoss. Hún gengur
hægt, en er mjög aðkallandi til að greiða fyrir
umferð, auka umferðaröryggi og fækka slys-
um, sem hafa verið allt of algeng á þessum
kafla. En það sem þarna er í
gangi kalla ég bútasaum. Þarna
er verið að tjalda til fárra nátta
með því að leggja 2+1-veg að
mestu, þegar augljóst er að
byggja þarf 2+2 þarna innan
fárra ára. Tvöföldun í báðar áttir
hefði verið rétta lausnin, ásamt
viðeigandi mislægum gatnamót-
um í stað hringtorga á þessum
kafla. Það var hugmynd mín og
tillaga árið 2017 þegar ég gegndi
embætti samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra.
Það segja mér verktakar og
aðrir sérfræðingar sem við þessi verkefni
glíma að a.m.k. 20% kostnaðar hefði sparast
við 3. áfanga með því að bjóða út í einu lagi 2.
og 3. áfanga Suðurlandsvegar. Samlegðaráhrif
framkvæmdanna hefðu leitt til minni tilkostn-
aðar og þar með lægra verðs, skattgreiðendum
og vegfarendum til hagsbóta. Þessi fram-
kvæmd er prýðilegt dæmi um að skynsamleg-
ast hefði verið að hugsa stærra, gera meira og
gera betur. Bjóða hefði átt út í alútboði áð-
urnefndan vegarkafla ásamt brú yfir Ölfusá í
einu lagi sem leitt hefði til mun meiri hag-
kvæmni og miklu minni þarfar fyrir gjaldtöku
á Ölfusárbrú en ella.
Óráðsía
Því miður má finna mörg minni dæmi um
óráðsíuna í þessum bransa. Tökum eitt nýlegt:
Hið ágæta fyrirtæki Loftorka smíðaði mót fyr-
ir göng undir Vesturlandsveg sem ætluð eru til
að koma gangandi umferð, og eflaust hjólandi
og ríðandi líka, undir þjóðveginn hættulaust.
Það var til fyrirmyndar hvernig að verkinu var
staðið.
Nú er verið að byggja sams konar und-
irgöng í Garðabæ. Eru þá ekki notuð sömu
mótin og notuð voru á Vesturlandsveginum
með prýðilegum árangri? Nei. Það var ekki
hægt. Nú, hvers vegna ekki? Göngin í Garða-
bæ áttu að vera aðeins breiðari en hin! Vegna
þessara sentímetra var ekki hægt að nota til-
búnu mótin frá Loftorku, sem þó kostuðu 10
milljónir eða ríflega það. Þar með var 10 millj-
ónum fleygt út um gluggann vegna krafna um
breidd á undirgöngum sem okkur flestum eru
illskiljanlegar – en við erum auðvitað látin
borga reikninginn. Dýrir sentímetrar það. Það
er augljóst að með því að staðla framleiðslu
svona eininga og fleiri, eins og t.d. mislægra
gatnamóta, er hægt spara háar fjárhæðir.
Þegar grunnur var tekinn að nýjum spítala á
Landspítalalóð var í upphaflegu útboði reiknað
með því að keyra allt grjótið langt út fyrir bæ-
inn en á endanum var samið við Faxaflóahafnir
um að nota efnið í uppfyllingu til hafnargerðar.
Kjörið hefði verið að keyra efnið í sjó yst á
Grandanum í Reykjavík og hafa þar lager af
efni í undirstöðu fyrir Sundabraut sem hægt
hefði verið að flytja þangað á prömmum. Það
eru ekki margir sem vita að grjót til vegagerð-
ar er rándýrt og kostnaðarsamt að afla þess og
flytja.
Svona dæmi eru fjölmörg. Þegar mislægu
gatnamótin á Reykjanesbraut við Vallahverfið
í Hafnarfirði voru byggð fylgdi með samningur
um gerð hljóðmana. Í stað þess að nota grjótið
sem til féll þegar sprengt var fyrir mislægu
gatnamótunum í hljóðmanir meðfram veginum
hirti verktakinn grjótið og geymir nú í námu
sem hann hefur yfir að ráða. Efnið sem var
notað í manirnar var uppgröftur úr hús-
grunnum og annað slíkt sem húsbyggjendur
þurftu að losa sig við. Grjótið sem hirt var
verður geymt þar til það nýtist til vegagerðar
og gefur verktakanum samkeppnisforskot t.d.
þegar næsti áfangi í tvöföldun Reykjanes-
brautar verður boðinn út. Þetta dæmi sýnir
ágætlega fyrirhyggju verktakans, en skort á
því sama hjá Vegagerðinni.
Ráðdeild
Ég spurði í upphafi þessa pistils: Erum við
að kasta milljörðum á glæ? Svarið er já – og við
verðum að sýna meiri ráðdeild í fram-
kvæmdum, bæði stórum sem smáum.
Ég býð mig áfram til starfa á Alþingi og set
þar á oddinn vilja minn, þekkingu og reynslu
til stýra framkvæmdum við þessi verkefni og
önnur álíka, í því mikla átaki til bættra sam-
gangna sem í vændum er. Vonandi fæ ég
stuðning ykkar til þeirra verka og annarra
slíkra.
2. sætið í prófköri Sjálfstæðisflokksins í
Kraganum, sem ég óska eftir stuðningi í, gæti
ráðið þar miklu um.
Hugsum stærra, gerum meira og gerum
betur. Það mun, þegar upp verður staðið,
spara okkur milljarða í samgöngufram-
kvæmdum.
Eftir Jón Gunnarsson »Nefnd skulu nokkur dæmi
um það sem ég vil kalla
bútasaum í samgöngumálum,
þar sem verið er að spara eyr-
inn en kasta krónunni, sem
þykir ekki góð fjársýsla.
Jón Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Erum við að kasta milljörðum á glæ?
Viðbrögð við Rækt-
um Ísland! gefa fyr-
irheit um að umræðu-
skjalið geti orðið
grundvöllur að víð-
tækri sátt um land-
búnaðarstefnu fyrir
Ísland. Ég hef lagt
ríka áherslu á náið
samráð við mótun
stefnunnar og því
boða ég ásamt verk-
efnisstjórn um landbúnaðarstefnu
fyrir Ísland á næstu 16 dögum til
alls 10 funda um allt land. Þeir
fundir eru mikilvægir liður í
vinnunni, bæði til að kynna skjalið
fyrir fólki, en það sem er mik-
ilvægara; að hlusta eftir viðhorfi
fólks, hugmyndum og ábend-
ingum.
Þriggja ára vinna
Það eru tæplega þrjú ár liðin
síðan vinna við mótun land-
búnaðarstefnu fyrir Ísland hófst.
Samráðshópur um endurskoðun
búvörusamninga, sem leiddur var
af Brynhildi Pétursdóttur,
framkvæmdastjóra Neytenda-
samtakanna, og Haraldi Bene-
diktssyni alþingismanni, gerði til-
lögu til mín um að unnin yrði
sviðsmyndagreining um framtíð
landbúnaðarins til ársins 2040. Sú
vinna var afskaplega umfangs-
mikil. Fól meðal annars í sér
gagnaöflun með viðtölum, net-
könnun, opnum fundum á sex
landssvæðum og
greiningu á opinber-
um gögnum. Haldnar
voru vinnustofur þar
sem sviðsmyndir um
framtíð landbúnaðar
voru mótaðar og í
kjölfarið hófst úr-
vinnsla og samantekt
niðurstaðna. Alls tóku
um 400 einstaklingar
þátt í verkefninu.
Það var síðan í
september í fyrra sem
ég skipaði verkefnis-
stjórn um landbúnaðarstefnu fyrir
Ísland. Í henni sitja Björn Bjarna-
son, fyrrverandi ráðherra og þing-
maður, og Hlédís Sveinsdóttir,
ráðgjafi og verkefnastjóri. Með
henni hafa starfað Bryndís Eiríks-
dóttir, sérfræðingur í atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytinu,
og Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrver-
andi ráðuneytisstjóri.
Nýr tónn
Í byrjun maí kynntum við opin-
berlega Ræktum Ísland!, umræðu-
skjal um landbúnaðarstefnu fyrir
Ísland, sem er afrakstur vinnu
verkefnisstjórnarinnar. Í skjalinu
er sleginn nýr tónn í umræðu um
íslenskan landbúnað sem markar
að mínu mati tímamót. Skjalið
byggist á þremur lykilbreytum:
(1) landnýtingu, (2) loftslags-
málum og umhverfisvernd og (3)
tækni og nýsköpun. Þessar þrjár
breytur setja sterkan svip á 19
meginatriði sem eru dregin fram
og rökstudd í skjalinu. Þar er
meðal annars komið inn á fæðu-
öryggi, matvælaöryggi, land-
notkun, bein tengsl bænda og
neytenda, kolefnisjöfnun landbún-
aðar og menntun, rannsóknir, ráð-
gjöf og nýsköpun. Í grein í Morg-
unblaðinu 14. maí sl. útskýrir
Björn Bjarnason að hver sem les
þann texta „sér hins vegar að
hann mótast mjög af fjórðu meg-
inbreytunni sem skýrðist æ betur
eftir því sem leið að verklokum:
alþjóðlegum straumum“.
Jákvæð viðbrögð
Ræktum Ísland! var birt á
samráðsgátt stjórnvalda. Þær um-
sagnir sem þar komu fram gefa
fyrirheit um að skjalið geti orðið
grundvöllur að víðtækri sátt um
landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.
Slík samstaða er í mínum huga af-
skaplega dýrmæt og markar út af
fyrir sig tímamót í umræðu um ís-
lenskan landbúnað. Að sama skapi
er sú samstaða merki um að við
séum á réttri leið með þessa vinnu
sem að mínu mati er stærsta
hagsmunamál íslensks landbún-
aðar nú um stundir.
Eðlilega hafa og munu koma
fram ábendingar um einstaka at-
riði og það verður verkefni okkar
á næstu vikum að hlusta eftir
þeim ábendingum og taka tillit til
þeirra eins og kostur er.
Þjóðarsamtal
Sem fyrr segir er næsti fasi
þessa verkefnis alls 10 opnir fund-
ir um allt land á næstu 16 dögum.
Fyrsti fundur verður haldinn í
Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri í kvöld. Ég hvet alla til
að mæta til þessara funda – hlusta
eftir þeim hugmyndum sem liggja
fyrir og láta í sér heyra varðandi
framhaldið.
Ég er fullur tilhlökkunar að
eiga samtal við fólk hringinn í
kringum landið um framtíð ís-
lensks landbúnaðar. Ræða um
hvernig við gerum íslenskum land-
búnaði sem best kleift að horfa
fram á veginn og leiða fram stefnu
sem styður við og eflir íslenskan
landbúnað til framtíðar.
Eftir Kristján Þór
Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
» Það eru tæplega
þrjú ár liðin síðan
vinna við mótun
landbúnaðarstefnu
fyrir Ísland hófst.
Höfundur er sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra.
Þjóðarsátt um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þorvaldseyri Skærgular blómabreiður á akri undir Eyjafjöllum