Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 139. tölublað . 109. árgangur . NORÐLENSK NÁTTÚRA Í FORGRUNNI ALLTAF AÐ REYNA AÐ VERÐA BETRI MANNESKJA FJÖLBREYTT STARFSEMI Í NÝJUM MIÐBÆ BUBBI MEÐ NÝJA PLÖTU OG TÓNLEIKA 24 VIÐSKIPTI 12 SÍÐURFERÐALÖG 16 SÍÐUR Þorskur » Viðmiðunarstofn ríflega 220 þúsund tonnum minni » Stofninn ofmetinn » Nýliðun ofmetin » Veiðihlutfall vanmetið Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Flest bendir til þess að ráðlagður heildarafli í þorski verði á næstu ár- um í lægri kantinum. Ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar fyrir þorsk vegna fiskveiðiársins 2021/2022 lækkaði um 13% frá síðustu ráðgjöf en hefði lækkað um 27% ef ekki væri fyrir jöfnunarákvæði í aflareglu. Ákveði Kristján Þór Júlíusson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fylgja ráðgjöfinni má að öllu öðru óbreyttu reikna með að tap í útflutn- ingsverðmætum vegna þessa kunni að nema um 17 milljörðum króna miðað við markaðsverð síðasta árs. Þá er einnig lagt til mun minni veiði í karfa og getur það leitt af sér tekju- tap sem nemur þremur milljörðum króna. Lagt er til að gefnar verði út auknar heimildir í síld, grálúðu og ýsu sem vega á móti tekjutapinu og gæti nettótap þjóðarbúsins verið um 12 milljarðar króna. Ólafur H. Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir útgerðir þurfa að undirbúa við- eigandi aðgerðir til að mæta tekju- skerðingunum. Stefnir í 12 milljarða tekjutap - Hafrannsóknastofnun leggur til að ekki verði veitt meira af þorski en 222.373 tonn - SFS vill haga veiðum í samræmi við ráðgjöf þrátt fyrir áætlað tekjutap MGera ráð fyrir samdrætti... »10 Þessir hestar á Álftanesinu létu ekki eldgosið á Reykjanesskaga trufla sig þegar þeir nutu veð- urblíðunnar í vikunni. Gosið sást þó vel frá Álfta- nesinu eins og það gerir jafnan. Leið A upp að gosstöðvunum var lokað í gær og stendur nú ein- ungis leið B, sem er erfiðari, eftir. Sýndu gosinu í grenndinni engan áhuga Morgunblaðið/Eggert Eldgosið á Reykjanesskaga sést vel frá Álftanesi _ Kærunefnd út- boðsmála hefur ógilt samning Reykjavíkur- borgar við Orku náttúrunnar (ON) vegna hleðslustöðva. Með því fellur niður réttur til gjaldtöku á stöðvunum. Úrskurðurinn varðar mál Ísorku gegn Reykjavíkurborg. Sigurður Ástgeirsson, fram- kvæmdastjóri Ísorku, segir í sam- tali við ViðskiptaMoggann að málið sýni enn og aftur að samstarf ON og borgarinnar sé hættulegt sam- keppni á frjálsum markaði. „Og vekur margar spurningar um hvort Reykjavíkurborg skuli í raun stjórna fyrirtæki á samkeppn- ismarkaði,“ segir Sigurður. Samningur borgar við ON ógiltur _ Von er á stórum sendingum af bóluefnunum gegn Covid-19 frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca til landsins í næstu viku, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá verður nóg að gera bæði í fyrstu bólusetningum og endurbólusetn- ingum. „Næsta vika verður mjög stór. Við erum að skipuleggja þrjá daga í næstu viku, þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag og reiknum með að það verði allt stórir dagar,“ segir Ragnheiður. Rætt er við nokkra starfsmenn bólusetning- arinnar í Laugardalshöll í blaði dagsins. »6 Stórar sendingar af bóluefnum á leiðinni _ „Ég myndi ætla að þessi upp- bygging öll gæti klárast á næstu 2-3 árum,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project. Breski auðmaðurinn Sir Jim Ratcliffe mun persónulega fjármagna byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi á næstu misserum. Fjárfestingin nemur minnst fjórum milljörðum króna. „Þetta er beint framlag hans. Hann þarf örugglega að taka það úr bæði hægri og vinstri vas- anum en þetta sýnir að hann er mjög spenntur fyrir þessu verk- efni og vill gera þetta vel,“ segir Gísli. »4 Tölvumynd/Snidda Framkvæmd Nýtt veiðihús við Miðfjarð- ará í Bakkafirði verður afar glæsilegt. Fjögurra milljarða fjárfesting Ratcliffe Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt að jökultunga eða tota sem myndast hefur út frá Svínafellsjökli í Öræfum fái örnefnið Dyrhamarsjök- ull og vísað því til staðfestingar mennta- og menningarmálaráðherra. Jökultungan er á hrygg á milli Svínafellsjökuls og Virkisjökuls og hefur verið hluti af Svínafellsjökli um aldir. Vegna bráðnunar jökulsins að- greinist hún frá Svínafellsjökli en á áfram sama upptakasvæði. Snævarr Guðmundsson, náttúrulandfræð- ingur hjá Náttúrustofu Suðaust- urlands, telur að aðskilnaðurinn hafi orðið á síðustu tíu til tuttugu árum. Vísindamenn vildu nafn Staðurinn hefur aldrei haft sér- stakt örnefni enda ekki þörf á því vegna búskapar. Vísindamenn sem eru með verkefni á jöklinum töldu að betra væri að gefa tungunni sérstakt örnefni og lagði Daniel Ben- Yeoshuga doktorsnemi það formlega til við bæjarstjórn Hornafjarðar. Að lokinni skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa og sérstaklega beint að Öræfingum var nafnið Dyrham- arsjökull valið. Það helgast af því að „nýi“ jökullinn á upptök sín við fjalls- tindinn Dyrhamar sem er uppi á jökli, ekki langt frá sjálfum Hvanna- dalshnúk. Snævarr bendir á að vegna hops jökla hafi víða myndast slíkar totur. Hann veltir fyrir sér hvort ástæða sé til að gefa þeim sérstök heiti í ljósi aukinnar ferðamennsku á fjöllum. Jökultotan heiti Dyrhamarsjökull - „Nýr“ jökull hefur myndast við Svínafellsjökul vegna hops jökulsins Morgunblaðið/Frikki Svínafellsjökull Landslagið breyt- ist við stöðugt hop jökla landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.