Morgunblaðið - 16.06.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
Þegar sól hækkarog gott geð með
fara á flot sögur og
léttmeti af ýmsu tagi.
Ein er um spekinginn sem segir að
hafa þurfi endaskipti á röð hefðbund-
ins tilverustigs mannsins.
- - -
Lífið hæfist þá á núverandi dauða-stund og spólaðist þaðan í frá
aftur á bak.
- - -
Næst væri maður á hjúkr-unarheimilinu, valtur í fyrstu,
en hresstist með hverju misseri sem
liði, uns forstjórinn þar henti manni út
vegna síbatnandi styrks, vaxandi at-
gervis og unggæðingsháttar.
- - -
Hárum fjölgaði og litur styrktist.Maður kíkti á stöðu eft-
irlaunasjóðsins og festi hæstu töluna
þar og hæfi svo starfsæfina og nýtti til
þess næstu fjörutíu árin og hætti svo
og hefði þá safnað vöxtum og vaxta-
vöxtum á eftirlaun gömlu aðferð-
arinnar.
- - -
Maður væri þá kominn í rosalegasveiflu, og léti til sín taka í
kvenna- og karlafari, en léti svo af
mesta hamaganginum eftir ferm-
inguna og hvatningu prestsins og
kæmi það sér vel, enda margur um
það bil að gleyma því út á hvað það
gekk allt saman.
- - -
Svo ætti maður yndislega æsku, þarsem annar hver maður segði
mann sætan og kjútt og við litlu
manneskjuna dekrað af tilefnislausu.
Miklu auðveldara var að eiga við
hvern og einn vegna smæðar og þurft-
arleysis.
- - -
Og lokaorð lífsins varð svo óvænturlostasmellur og maður var horf-
inn.
- - -
Það þarf ekki að
vera vit í öllu
STAKSTEINAR
E60
Íslensk hönnun og
framleiðsla frá 1960
Mikið úrval lita bæði á áklæði
og grind.
Sérsmíðum allt eftir pöntunum.
Verð frá: 33.900 kr.
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Skúli Magnússon, umboðsmaður Al-
þingis, segir að á þriðja tug kvartana
og ábendinga vegna breytinga á fyr-
irkomulagi leghálsskimana hafi bor-
ist embættinu.
Hann segir að þar sem Alþingi
hafi málið til skoðunar muni umboðs-
maður ekki taka málið til athugunar
að eigin frumkvæði að svo stöddu.
Það sé viðtekin venja að umboðs-
maður fjalli ekki um mál sem nefndir
Alþingis hafi til skoðunar.
„Nú liggur fyrir þessi skýrsla sem
heilbrigðisráðherra lagði fyrir Al-
þingi. Áfram verður þó fylgst með
málinu af hálfu umboðsmanns. Þetta
eru annars vegar kvartanir frá kon-
um sem telja að hugsanlega hafi ver-
ið brotið á þeirra réttindum sem
sjúklinga og hins vegar ábendingar
meira almenns eðlis um ýmislegt
sem betur má fara,“ segir Skúli.
Hann ítrekar að það sé í sjálfu sér
ekki umboðsmanns að fjalla um
ýmsa stefnumótun eða skipulag inn-
an stjórnsýslunnar svo framarlega
sem réttindi borgaranna séu tryggð.
Hann segir ljóst að verið sé að
vinna í málinu á vegum stjórnsýsl-
unnar, en áfram verði fylgst með
gangi mála, úrbótum sem unnið er að
og ákvörðun tekin síðar um hugsan-
legt framhald hjá umboðsmanni.
karitas@mbl.is
Á þriðja tug kvartana til umboðsmanns
- Málið ekki til umfjöllunar hjá um-
boðsmanni Alþingis að svo stöddu
Morgunblaðið/Eggert
Skimun Áfram mun umboðsmaður
Alþingis fylgjast með málinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
tók í gær fyrstu skóflustunguna að
1.100 fermetra viðbyggingu við flug-
stöðina á Akureyrarflugvelli.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu er
haft eftir Sigurði Inga, að með þessu
sé grunnur lagður að öflugri ferða-
þjónustu á Norður- og Austurlandi
og fjölmörg ný störf verði til við
framkvæmdir við flugstöð og flug-
hlað.
Í viðbyggingunni verða fríhöfn,
veitingastaðir og aðstaða fyrir toll
og lögreglu. Þegar framkvæmdum
við hana lýkur verður ráðist í endur-
bætur á eldri hluta hússins. Heildar-
stærð flugstöðvarinnar verður þá
2.700 fermetrar.
Hönnun byggingarinnar var boðin
út í fyrrasumar og urðu Mannvit og
Arkís hlutskarpastar og hafa síðan
þá unnið að hönnun og útfærslu.
Áætlað er að byggingarfram-
kvæmdir hefjist í haust þegar bygg-
ingarreiturinn er tilbúinn og útboðs-
ferli er lokið. Verklok eru áætluð í
lok árs 2022.
Upphaf Sigurður Ingi Jóhannsson notaði gröfu til að taka fyrstu skóflu-
stunguna að viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli.
Flugstöðin stækkuð
- Fyrsta skóflustunga tekin að
viðbyggingu á Akureyrarflugvelli