Morgunblaðið - 16.06.2021, Side 24

Morgunblaðið - 16.06.2021, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Hver sem er má túlka það eins og hann vill,“ segir Bubbi Morthens þegar hann er spurður að því í hvaða sjálfsmynd hann sé að vísa með titli nýju hljóðversplötunnar sem kemur út í dag, en hún heitir Sjálfsmynd. „Reyndar prýðir plötuumslagið sjálfsmynd af mér, málverk sem ég málaði eftir ljósmynd af mér sem var tekin 1981. Ég hef alltaf verið að krassa og eitthvað að lita, en núna er ég að mála og er í læri hjá Tolla bróður. Hann er rosagóður við mig og það er gott að vera nálægt Tolla, hann er svo gjafmildur. Titill plöt- unnar er líka tilvitnun í mjög fræga plötu sem mörgum líkaði ekki vel við, sem Bob Dylan gaf út á áttunda áratugnum og heitir einmitt Self Portrait.“ Þegar Bubbi er spurður að því hvort það sé aldrei of seint að pæla í eigin sjálfsmynd, í ljósi þess að hann er kominn yfir sextugt, svarar hann með því að vísa í tvo ameríska frasa. „Sá fyrri hljóðar svona: „It’s ne- ver too late to have a happy childho- od“, sem er notað í sambandi við okkur fólkið sem hefur verið mis- notað sem börn. Hinn frasinn er: „Happy House, Happy Wife“. Ég held að maður sé sífellt að grafa, leita og reyna að finna vinkla á sjálf- um sér til að verða betri manneskja, og kannski reyna að slétta úr van- köntum sem maður burðast með. Þessi nýja plata er ekkert endilega að spegla þetta, því platan er mjög fjölbreytt og fjallar um allt milli himins og jarðar. Annars á maður aldrei að útskýra verkin sín, ekki frekar en að reyna að útskýra full- nægingu fyrir fólki.“ Aldrei of seint að leita hjálpar Samfélagsmeinið heimilisofbeldi er eitt af því marga sem Bubbi syngur um á nýju plötunni, það ger- ir hann í laginu „Ástrós“ sem hefur þegar komið út, en tvær vinsælustu tónlistarkonur landsins, þær Bríet og GDRN, syngja með Bubba í laginu. „Ég held að fólk sem beitir ofbeldi hafi orðið fyrir ofbeldi, mikl- um áföllum í æsku og alist upp við mjög sjúkt heimilisástand. Fólk sem beitir ofbeldi er mjög veikt fólk og mjög illa statt í lífinu, en það er hægt að hjálpa slíku fólki, til eru færir sérfræðingar á því sviði. Lagið „Ástrós“ hefur verið lengi á leiðinni, ég var byrjaður að pæla í því þegar ég ungur maður sá bíómyndina, They Shoot Horses, Don’t They?, með Jane Fonda í aðalhlutverki. Seinna spilaði ég tónleika fyrir konu sem var í fangelsi en hún hafði grip- ið til svipaðs úrræðis og ég er að syngja um í laginu „Ástrós“. Ég hef sungið um ofbeldi gegn konum áður, til dæmis í laginu „Best er bara að þegja“, fyrir nokkrum árum,“ segir Bubbi og bætir við að það sé aldrei of seint að gefa út lag, og það sé heldur aldrei of seint að leita sér hjálpar. „Við megum ekki gleyma því að fólk sem beitir ofbeldi þarf hjálp og ef þeim er hjálpað þá dregur úr ofbeldinu.“ Útdauð dýr í eldhúsinu Þegar Bubbi er spurður að því hvaða leið hann fari í tónlistinni á nýju plötunni, hvaða Bubbi komi þar fram, sá rokkaði eða sá sem syngur ballöður, er hann fljótur til svars: „Báðir. Hljóðheimurinn sver sig að einhverju leyti í ætt við síðustu plötuna mína, Regnbogans stræti, en hún er kannski aðeins rokkaðri. Ég er alltaf að fjalla um það sem mér finnst skipta máli í mínu lífi, en auðvitað er ég að reyna að spegla samfélagið. Til dæmis er lag á plöt- unni sem heitir Ertu góður? en yngsta dóttir mín tók upp á því mjög ung að vilja helst ekki borða kjöt, eða lítið af því. Henni er um- hugað um velferð dýra og hún spáir mikið í þetta. Einhverju sinni spurði hún mig í eldhúsinu: Pabbi, erum við að borða útdauð dýr? Þetta varð kveikjan að laginu, en það fjallar um ástand plánetunnar og hvernig við þurfum að borga fyrir allt, gjörðir okkar og ágang á náttúruna. Kórus- inn í laginu er: „Horfinn skógur í eldhúsi þínu, horfinn foss í ljósaper- unni, útdauð dýr í eldhúsinu og póli- tísk lygi á tungunni“. Litla dóttir mín spurði einu sinni þegar við vor- um með fólk í mat, hvort við værum að borða dýr sem við þekktum. Hún er alin upp í sveit innan um dýr og hún tengir við þetta allt, sem mér finnst fallegt og líka umhugsunar- vert fyrir okkur sem erum styttra á veg komin. Þannig að það ægir öllu saman á þessari plötu, þetta er svo- lítið bland í poka. Ég syng mikið um ástina og um hana Hrafnhildi mína, en ég hef alltaf verið mjög upptek- inn af þessu fyrirbæri, ást og kær- leika. Mér finnst að stóri galdurinn í velferð mannsins ætti að vera sam- kennd, samúð, ást og kærleikur. Ef við gætum tamið okkur þetta, þá værum við ekki að díla við hlutina eins og þeir eru í dag. Við erum að verða of sein, það er stóra málið, það er ekkert víst að barnabarna- börnin mín komi til með að lifa góðu lífi. Við þurfum að bregðast við núna strax og við þurfum öll að taka ábyrgð, líka við sem búum á Íslandi. Við þurfum að losa okkur við bensínbíla, hætta að nota plast, skoða hvað við erum að borða og svo framvegis. Hver og einn getur tekið til hjá sér í þessum málum, en það er því miður auðvelt að horfa fram hjá þessu.“ Við hlökkum öll mikið til Í tilefni af útgáfu plötunnar verð- ur Bubbi með risatónleika í kvöld í Eldborgarsal Hörpu ásamt hljóm- sveit, kór og sérstökum gestum, þeim Bríeti og GDRN. „Ég er með rosalegt gengi með mér, sömu hljóðfæraleikara og á síðustu plötunni minni, Regnbogans stræti. Það er uppselt í Eldborgar- salinn og nú má fólk sitja hlið við hlið, sem er dásamlegt. Enginn þarf að svekkja sig á að það hafi selst svona fljótt upp, því við ætlum líka að streyma beint. Fólk getur keypt sér aðgang á streymi og horft á tón- leikana í beinni útsendingu. Við leggjum rosa mikið í streymið en umfram allt er gríðarlega gaman að halda stærstu tónleika á Íslandi frá því covid skrúfaði fyrir tónleikahald. Stemningin er góð og við öll sem komum fram hlökkum mikið til.“ Morgunblaðið/Unnur Karen Kóngurinn Bubbi kátur á æfingu í gær ásamt hljómsveit, kór og góðum gestum, sem öll hlakka til tónleika í kvöld. Ég er upptekinn af ást og kærleika - Sjálfsmynd kemur út í dag, 34. hljóðsversplata Bubba - „Ég er alltaf að fjalla um það sem mér finnst skipta máli í mínu lífi, en auðvitað er ég að reyna að spegla samfélagið“- Tónleikar í kvöld Umslag nýju plötu Bubbi málaði þessa mynd af sér eftir ljósmynd. Út er komið vorhefti Skírnis, tíma- rits Hins íslenska bókmenntafélags. Með ritstjórn fara bókmenntafræð- ingarnir Ásta Kristín Benedikts- dóttir og Haukur Ingvarsson. „Í heftinu er brugðið upp myndum af ólíkum hliðum íslenskrar samtíma- menningar í fjölbreyttum greinum og ritrýndum ritgerðum. Auður Við- arsdóttir beitir aðferðum þjóðfræð- innar til að greina mikilvægi jaðar- rýma í listum og horfir í því sambandi annars vegar á femínísku tónlistarsamtökin Stelpur rokka! og hins vegar á upplifun íslenskra tón- listarkvenna af tækni í tónlistar- sköpun. Karl Ágúst Þorbergsson rit- ar um róttæka hópa sem gerðu tilraunir með möguleika sviðslista í upphafi þessarar aldar og Guðrún Lára Pétursdóttir setur sig í stell- ingar spæjara sem rannsakar hvað sé satt og hverju logið í skáldsög- unni Hvítfeld eftir Kristínu Eiríks- dóttur,“ segir í tilkynningu. Aðalsteinn Ingólfsson fjallar um sýningu myndlistarkonunnar Brynju Baldursdóttur á Listasafni Akureyrar og Ófeigur Sigurðsson skrifar skáldlega hugleiðingu um verk og vinnu- brögð Sigurðar Ámundasonar sem er myndlist- armaður Skírnis að þessu sinni og mynd eftir hann prýðir forsíðu heftisins. Skáld Skírnis að þessu sinni er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Þórdís Edda Jóhannesdóttir skoð- ar hvernig japanski teiknimynda- sagnahöfundurinn Makoto Yukim- ura endurritar Jómsvíkinga sögu í sagnabálkinum Vinland Saga og Árni Einarsson greinir frá því hvernig nota má flugsýn flygilda til að rannsaka minjastaði úr lofti. Vil- helm Vilhelmsson skrifar um sel- veiðar við Húnaflóa frá upphafi átjándu aldar til ársins 1918. Birtur er ritdómur Halldórs Guð- mundssonar um bókina Sögusagnir eftir Jón Karl Helgason. Einnig er birt smásagan „Skugggálknið“ eftir indverska rithöfundinn Uday Pra- kash sem María Helga Guðmunds- dóttir þýðir úr hindí og fylgir úr hlaði með inngangi. Jaðarrými, rót- tækni og flygildi - Vorhefti Skírnis er komið út Menningar-, íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur hefur samþykkt að tólf tónleikastaðir og menningarhús er sinna lifandi tónlistarflutningi hljóti styrk úr Úrbótasjóði tónleika- staða í Reykjavík. „Hæsti styrk- urinn fer til hins rótgróna tónleika- staðar Gauksins til að koma upp utanáliggjandi hjólastólalyftu á hús- næði staðarins. Tónlistarþróunar- miðstöðin (TÞM) úti á Granda fær tæpar 1,5 milljónir til að standsetja tónleikastaðinn Hellinn sem leggur áherslu á tónleika hljómsveita sem æfa í TÞM og yngri hljómsveita. Gamla bíó fær 1,3 milljónir til kaupa á miðlægu hljóðstjórnarkerfi og Mengi eina milljón til að fjárfesta í hljóðkerfi. R6013 sem rekinn er í kjallara húss á Ingólfsstræti og sem þekktur er sem heimili grasrótar- innar í Reykjavík, fær 500 þús. kr. til kaupa á ljósabúnaði, reykvél o.fl. til að bæta sjónræna hlið tónleikahalds- ins. Stelpur rokka! sem reka áfengis- lausan stað með áherslu á tónleika- hald fyrir ungmenni fá 420 þús. kr. styrk til að koma upp hjólastóla- rampi við inngang staðarins og upp á svið og Húrra sem verður opnað aft- ur sem tónleikastaður í sumar fær 400 þús. kr. fyrir hljóðkerfi. Prikið fær síðan 260 þús. kr. til að endur- bæta og stækka sviðið innandyra.“ Tólf staðir styrktir Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.