Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
Hann er nú formaður stjórnar
Reiknistofu bankanna og situr í
stjórn Norðanfisks, Hollvina-
samtaka Heilbrigðisstofnunar Vest-
urlands og góðgerðarfélagsins
Club71, en það er vinahópur sem
heldur viðburði í bænum, skipu-
leggur þorrablót, brekkusöng og
fleira til að gera bæjarbraginn
skemmtilegan.
Fjölskylda
Eiginkona Sævars er Hafdís
Hannesdóttir, f. 1.7. 1972, geisla-
fræðingur. Foreldrar hennar eru
Sigurborg Guðný Jakobsdóttir
(Didda) sjúkrahússtarfsmaður, f.
29.7. 1946, d. 8.1. 2012 og Hannes
Oddsson húsasmiður, f. 19.1. 1949.
Þau skildu.
Börn Sævars og Hafdísar eru
Arnar Freyr, tölvunarfræðingur í
Mosfellsbæ, f. 4.7. 1995, maki Edda
Steinunn Rúnarsdóttur tölv-
unarfræðingur; Katrín Helga Sæv-
arsdóttir, nemi á Akranesi, f. 27.8.
2001 og Helena Rós Sævarsdóttir,
nemi á Akranesi, f. 25.7. 2003.
Systkini Sævars eru Gísli, nemi á
Seltjarnarnesi, f. 2.12. 1966; Þröstur
Heiðar, f. 3.9. 1972, búsettur í Jap-
an, og Heiðrún, markaðsfræðingur
á Akranesi, f. 26.3. 1981.
Foreldrar Sævars eru hjónin
Þráinn Sigurðsson, vélvirki, vél-
stjóri og kennari á Akranesi, f.
13.11. 1945 og
Aðalheiður Dröfn Gísladóttir,
leikskólastjóri og leikskólakennari á
Akranesi.
Sævar Freyr
Þráinsson
Guðrún Símonardóttir
húsfreyja á Söndum áAkranesi
Magnús Magnússon
sjómaður, síðar bátasmiður,
Söndum áAkranesi
Helga Margrét Magnúsdóttir
húsfreyja í Sigtúnum, Skagafirði og starfsmaður
sjúkrahúss og fiskvinnslu á Akranesi
Gísli Sigurðsson
bifreiðarstjóri og sérleyfishafi í Sigtúnum,
Sleitubjarnarstöðum í Skagafirði
Aðalheiður Dröfn Gísladóttir
leikskólastjóri og
leikskólakennari á Akranesi
Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja á Sleitu
bjarnarstöðum, Skagafirði
Sigurður Sólmundur Þorvaldsson
bóndi/kennari og hreppstjóri á
Sleitubjarnarstöðum, Skag.
Þórunn M. Jónsdóttir
húsfreyja á Vermundarstöðum, Ólafsfirði
Sigurður Gunnlaugur
Jóhannesson
bóndi á Vermundarstöðum,
Ólafsfirði
Sumarrós Sigurðardóttir
húsfreyja á Akureyri
Sigurður Ringsted Ingimundarson
vöru og rútubílstjóri og sérleyfishafi á Akureyri
Guðrún Stefanía
Guðmundsdóttir
húsfreyja í Ólafsfirði
Ingimundur Guðjón Jónsson
útgerðarmaður í Ólafsfirði
Úr frændgarði Sævars Freys Þráinssonar
Þráinn Sigurðsson
vélvirki, vélstjóri og
kennari á Akranesi
„ÞETTA ER SAMT SKÁRRA EN AÐ VERA
MEÐ GRÍMU.“
„HUGSAÐU NÚ … FYRIR TVEIMUR ÁRUM
SÍÐAN … ÞÚ SELDIR MÉR HAMSTUR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að finnast þið heppin
að hafa fundið hvort
annað.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KVÖLDMATUR! ÞETTA ER
„PÍTSUDANSINN“ MINN!
VIÐÆTLUM AÐ
BORÐA TÓFÚ
ÞETTA ER
„TÓFÚDANSINN“ MINN!
HEITIR ÞÚ
AÐ SEGJA
SANNLEIKANN?
ÉG HEITI BARA
HRÓLFUR!
SEGÐU
BARA „JÁ“!
Jónas Frímannsson sendi mértölvupóst á mánudag og var
efni hans „Vorhret“:
Fyrir norðan næða sveljur
naprar grund og börðin.
Inni standa ær og beljur,
alhvít núna jörðin
Helgi R. Einarsson sendi mér
póst og sagði að þessi hefði óvart
orðið til, – „Bót í máli“:
Víkur loks kappinn kæni,
kjaftagleiði, en væni,
samt Kata’ er ei ein
þótt kveðji nú Stein-
grímur sá VG.
Samstarfsmaður minn á Alþingi,
Bryndís Jónsdóttir, sendi mér vísu
sem mér þykir vænt um í tilefni af
því, að hér birtist á mánudag vísa,
þar sem sagði að Vísnahorn væri
þunnt og þreytt og gamalmenni að
þumbast:
Þumbast skaltu gamla glóð,
göfugt er þitt sinni.
Ennþá man hið forna fljóð
falleg skálda minni.
Á Boðnarmiði yrkir Indriði á
Skjaldfönn um himnaföðurinn og
dagatalið:
Illviðrið, það ólmast hér.
Alveg veður galið.
Fyrir löngu úrelt er
orðið dagatalið.
Friðrik Steingrímsson er á svip-
uðum slóðum, – „Fyrir norðan snjó-
ar og snjóar“, segir hann:
Úti snjóar linnulaust
lífið virðist galið,
kannski það sé komið haust,
kíktu á dagatalið.
Stefán Sigurðsson rifjar upp, að
árið 1959 hafi verið norðansteyta
og hríðarslitringur á Dalvík á 17.
júní, en þetta varð mikið og gott
síldarsumar. Halldór Guðlaugsson
svaraði:
Oft nær veðrið snöggt að snúast
snjóbráð fylgir norðan steyt
en varla má þó við því búast
að vaði síld í Mývatnssveit!
Hjálmar Freysteinsson yrkir og
skýrir sig sjálft:
Ester er góð kona og gild,
glaðsinna, örlát og mild.
Á markaði yrði
hún milljóna virði
sé meðtalin viðskiptavild.
Vísa umrennings úr Miklaholts-
hreppi á Snæfellsnesi:
Grauturinn mér gerir töf,
graut ég fæ hjá öllum.
Grautur í Seli, grautur í Gröf
og grautur á Kleifárvöllum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vorhret, himnafaðirinn
og dagatalið
and i v e
35%
AFSLÁTTUR
35%
AFSLÁTTUR
100%
NÁTTÚRULEGAR
AFURÐIR
20%
FERSKT
KJÖT
Kauptúni 3, Garðabæ | www.fisko.is
Opið: Mán.-Fös. 10-19, Laug. 10-18, Sun. 12-18
..kíktu í heimsókn
DENTAL
CARE
SKIN
COMPLEX
STRENGTH
& VITALITY