Morgunblaðið - 16.06.2021, Side 13

Morgunblaðið - 16.06.2021, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021 Árás Ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði magnað augnablik í gær þegar álft gerði sig líklega til þess að ráðast á gæs. Sú síðarnefnda lagði samstundis á flótta, enda töluvert minni en álftin. Eggert Undanfarnar vikur og mánuði hef ég ferðast um Norðvest- urkjördæmi og átt samtöl við fjölda fólks um þau mál sem brenna á íbúum land- svæðis sem nær allt frá Hvalfirði og í Fljótin í Skagafirði. Eins og gef- ur að skilja eru málin misjöfn, sums staðar brenna samgöngurnar heitast, ann- ars staðar eru það atvinnumál, skóla- mál eða heilbrigðismál og þannig má lengi telja. Í jafn víðfeðmu kjördæmi eru ólíkar áherslur, það er viðbúið. En í mörgum þessara mála má finna sameiginlegan þráð; áhyggjur og óþol fyrir því að ákvarðanataka í stjórnsýslunni sé fjarlæg og end- urspegli ekki nægjanlega vel að- stæður heimamanna. Dæmi um þennan vanda má finna víða, stór og smá; allt frá smásmygli eftirlitsaðila, gjarnan vopnaðra óskiljanlegum Evrópusambands- reglugerðum, til flækju- og tafaferlis verklegra framkvæmda. Oft virðist sem embættismenn og pólitíkin með þeim séu harðákveðin í að einungis þeir sem hafa efni á harðsnúnum lög- mönnum og þaulreyndum eyðu- blaðaútfyllurum geti hafið atvinnu- rekstur. Og allt þetta bras fer fram á suðvesturhorninu þar sem stofnan- irnar sitja í hrönnum, hver ofan á annarri, hver um aðra þvera. Sátt um nýtingu og vernd Ég hef af því áhyggjur að þessi vandi fari vaxandi og smám saman myndist gjá á milli höfuðborgarbúa og okkar sem búum í landsbyggð- unum. Einkum og sér í lagi vegna togstreitu um algera náttúrufriðun annars vegar og hins vegar um þarfir okkar sem búum úti á landi og þurf- um og viljum nýta náttúruauðlindir með skynsamlegum hætti og um leið byggja upp þjónustu sem stenst ein- hvern samanburð við það sem í boði er á Reykjavíkursvæðinu. Því miður virðist stefna í að ekki sé hægt að stinga skóflu í jörð án þess að margra ára ferli hafi átt sér stað, sem gjarnan endar á því að skóflan er dæmd rangrar gerðar, að minnsta kosti ekki rétt á litinn. Styrkur Sjálfstæð- isflokksins er einkum sá að stefna hans er til þess fallin að skapa sátt í samfélaginu, meðal annars á milli ólíkra bú- setusvæða. Í umræðu um náttúruvernd hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á að nýting og vernd verði að hald- ast í hendur þannig að tryggt sé að bæði sjón- armið nái fram að ganga. Fyrir íbúa landsbyggðar- innar er þetta gríðarlega mikilvæg stefna. Í henni er fólgið fyrirheit um að hlustað sé eftir sjónarmiðum þeirra sem nýta auðlindirnar og vilja byggja upp atvinnurekstur og störf, jafnframt því að tryggt sé að sjónar- mið sjálfbærni og náttúruverndar séu virt. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins Ég gef kost á mér í 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi. Úr föðurhúsum hef ég það veganesti að hlutverk ríkisins sé að auðvelda og hvetja fólk til að bjarga sér og að eitt höfuðverkefni Sjálf- stæðisflokksins sé að skapa sátt í samfélaginu þannig að hver og einn hafi nokkuð til síns máls og menn unni öðrum velgengni. Ég tel að í næstu kosningum muni mjög reyna á þetta hlutverk Sjálfstæðisflokksins, nóg virðist framboðið af átakasækn- um og einstrengingslegum skoð- unum og flokkum. Mínar áherslur hvíla á því að ákvarðanir sem snúa að lífskjörum okkar í kjördæminu eigi að taka á okkar forsendum, á for- sendum byggðanna, en ekki ein- strengingslegrar nálgunar fjarlægra embættismanna sem þurfa ekki að búa við afleiðingar ákvarðana sinna. Eftir Teit Björn Einarsson »Mínar áherslur hvíla á því að ákvarðanir sem snúa að lífskjörum okkar í kjördæminu eigi að taka á okkar for- sendum Teitur Björn Einarsson Höfundur er lögmaður og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Á forsendum byggðanna Alþingi lauk störfum aðfaranótt síðasta sunnudags en í haust verður gengið til kosn- inga. Hægt er að gera upp þingveturinn með margvíslegum hætti. Tölfræðin hjálpar en segir ekki alla söguna – hún mælir ekki gæði lagasetningar og svarar engum spurningum um hvort samþykkt lög auki almenna velmegun, styrki stöðu atvinnulífsins eða byggi styrkari stoðir undir fram- tíðina. En tölfræðin leiðir fram að þingið var starfsamt eins og þingforseti vék að í ræðu áður en þingfundi var frest- að. Alls urðu 133 stjórnarfrumvörp að lögum, ellefu nefndarfrumvörp og sex frumvörp þingmanna. Í heild voru því samþykkt 150 lög en þar með er ekki sagan öll sögð. Alls voru samþykktar 34 þingsályktun- artillögur; 21 stjórnartillaga, sjö nefndartillögur og sex þingmanna- tillögur. Ráðherrar svöruðu 261 skriflegri fyrirspurn og 18 munn- legum. Það virðist orðin sérstök list- grein þingmanna að leggja fram fyr- irspurnir og óska eftir upplýsingum sem liggja fyrir opinberlega. Og líkt og áður stendur einn þing- maður eftir sem ræðukóngur. Að þessu sinni var það Birgir Þór- arinsson, þingmaður Miðflokksins, sem er ekki ókunnugur þeim titli. Hann talaði í einn sólarhring, þrjá klukkutíma og tuttugu mínútur í 324 ræðum. Þetta er liðlega fimm sinnum lengur en sá er þetta skrifar talaði (og ég tala hægar en Birgir). Óheilbrigðir hvatar Ég hef í gegnum árin verið gagn- rýninn á þann mælikvarða sem flestir styðjast við þegar mat er lagt á þing- hald, frammistöðu ráðherra og þing- manna. Fjöldi afgreiddra mála – lagafrumvarpa og þingsályktunar- tillagna – segir lítið sem ekkert um gæði og störf löggjafans. Raunar er hægt að færa rök fyrir því að eftir því sem meira er afgreitt því verra sé það fyrir almenning og fyrirtækin. Lífið verður flóknara og oftar en ekki þyngjast byrðarnar. Hvatinn til að afgreiða þingmál er sterkur, ekki síst hjá ráðherrum. Störf þeirra eru vegin og metin af fjölmiðlum, en ekki síð- ur þingmönnum, út frá fjölda frumvarpa sem þeir leggja fram á hverjum þingvetri. Gæði frumvarpa er aukaatriði – efnis- innihald skiptir minna máli en að leggja fram lagafrumvarp. Hvat- arnir eru rangir og óheilbrigðir. En þrátt fyrir allt var margt vel gert. Síðustu tvö löggjafarþing hafa einkennst mjög af baráttunni við efnahagslegar afleiðingar kórónu- veirunnar. Á síðustu tveimur þingum hafa 57 lagafrumvarp verið sam- þykkt til að verja samfélagið, fyrir- tækin og heimilin. Í flestu hefur tek- ist vel til. Framleiðslugetan var varin og þannig tryggt að atvinnulífið sé í stakk búið til að grípa tækifærin sem gefast nú þegar við komumst út úr kófinu. Ég fullyrði að við þá vinnu hafi þingmenn sýnt sínar bestu hlið- ar, verið samtaka í mótvæg- isaðgerðum þótt auðvitað hafi verið meiningamunur í einhverju. Það er örugglega rétt hjá forseta þingsins að mótvægisaðgerðirnar hafa átt sinn þátt í því að traust til Alþingis hefur aukist verulega – úr 23% í febrúar 2020 í 34% á þessu ári. Eins og alltaf var handagangur í öskjunni á síðustu vikum og dögum þingsins og kannski meiri en oft áður þar sem kosningar eru skammt und- an. Ég ítrekaði oft við félaga mína í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og einnig við nokkra samverkamenn í stjórnarliðinu að sum mál – frumvörp ríkisstjórnar og þingmanna – væru einfaldlega þannig að hvorki himinn né jörð myndi farast þótt þau dagaði uppi og yrðu ekki afgreidd. Raunar væru nokkur sem aldrei mætti sam- þykkja. Margt vel gert Þegar ég lít yfir þingveturinn er ég ágætlega sáttur. Baráttan gegn al- varlegum efnahagslegum afleið- ingum kórónuveirunnar tókst í heild- ina vel. Þrátt fyrir þrengingar voru ýmsir skattar lækkaðir, byggt var undir nýsköpun og sprotafyrirtæki með skattalegum hvötum, ríkisstofn- unum var fækkað, ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins beittu sér fyrir ein- földun regluverks, afnámi úreltra laga og stigin voru mikilvæg skref í stafrænni stjórnsýslu. Það var einnig sérstaklega gleðilegt að undir forystu Bjarna Benediktssonar voru stoðir almannaheillasamtaka styrktar með því að innleiða skattalega hvata fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja starfsemi björgunarsveita, íþróttafélaga, líknarsamtaka og fleiri almannaheillafélaga. Íslenskt sam- félag mun njóta þessa ríkulega í framtíðinni. Komið var í veg fyrir lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga. Hálendis- þjóðgarðurinn varð ekki að veruleika og útilokað var að afgreiða fyrirliggj- andi frumvarp með öðrum hætti en vísa því aftur til ríkisstjórnar. (Hvernig staðið var að verki við frumvarpið er ágætt skólabók- ardæmi um hvernig ekki á að vinna ef ætlunin er að mynda sátt og sam- stöðu meðal almennings, landeiganda og sveitarfélaga um mikilvægt mál.) En svo voru tekin hættuleg skref. Ríkisstyrkir til sjálfstæðra fjölmiðla voru samþykktir. Ég sat hjá, sem er yfirlýsing stjórnarþingmanns um andstöðu við ríkisstjórnarmál. Á sama tíma sat fast í nefnd frumvarp mitt og Brynjars Níelssonar um að draga Ríkisútvarpið í áföngum út af samkeppnismarkaði fjölmiðla. Með samþykkt þess hefði rekstrar- umhverfi sjálfstæðra fjölmiðla orðið heilbrigðara en meirihluti þingheims hefur ekki burði til slíkra aðgerða og valdi því ríkisstyrki. Ýmis framfaramál náðust ekki fram en verða verkefni á komandi kjörtímabili. Þolinmæði og stefnu- festa skila árangri. Þetta þekkja sjálfstæðismenn betur en aðrir í bar- áttu gegn forræðishyggju. En hægt og bítandi nær frelsið yfirhöndinni. Í þeirri fullvissu er gott að leggja upp í kosningabaráttu. Eftir Óla Björn Kárason » Þolinmæði og stefnu- festa skila árangri. Þetta þekkja sjálfstæð- ismenn betur en aðrir. Hægt og bítandi nær frelsið yfirhöndinni. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Mælikvarðar og óheilbrigðir hvatar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.