Morgunblaðið - 16.06.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er ekkert leyndarmál að það
eru beint og óbeint hugmyndir Rat-
cliffes sjálfs sem liggja að baki þess-
ari uppbyggingu,“ segir Gísli Ás-
geirsson, framkvæmdastjóri Six
Rivers Project.
Breski auðmaðurinn Sir Jim Rat-
cliffe mun persónulega fjármagna
byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á
Norðausturlandi á næstu misserum.
Fjárfestingin nemur minnst fjórum
milljörðum króna. Þessar fram-
kvæmdir eru hluti af fyrirætlunum
Ratcliffe og félags hans, Six Rivers
Project, um uppbyggingu á svæðinu
og vernd norðuratlantshafslaxins.
Greint var frá fyrirhugaðri upp-
byggingu á blaðamannafundi í gær.
Byggð verða ný veiðihús við Mið-
fjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í
Vesturárdal, auk þess sem rísa mun
viðbygging við veiðihús Six Rivers
Project við Selá í Vopnafirði. Upp-
byggingin kallar ekki á frekari
jarðakaup, að sögn Gísla og sam-
starfsmanna hans.
„Leyfisferlin hafa verið í gangi og
við erum byrjaðir á vegagerð í Vest-
urárdal. Miðfjarðarhúsið er alveg á
mörkum þess að fá afgreiðslu þannig
að við gætum hafist handa þar í
haust ef allt gengur upp. Ég myndi
ætla að þessi uppbygging öll gæti
klárast á næstu 2-3 árum,“ segir
Gísli.
Kostnaður er áætlaður rúmir fjór-
ir milljarðar króna og þeir koma frá
Ratcliffe sjálfum. „Já, þetta er beint
framlag hans. Hann þarf örugglega
að taka það úr bæði hægri og vinstri
vasanum en þetta sýnir að hann er
mjög spenntur fyrir þessu verkefni
og vill gera þetta vel,“ segir Gísli.
Six Rivers Project áformar að
veiðihúsin nýju muni laða að lax-
veiðimenn hvaðanæva sem láti sig
viðgang og verndun norðuratlants-
hafslaxins varða. Rekstur ánna verði
sjálfbær og föst regla verði um að
öllum veiddum fiski sé sleppt. Þá
muni allur ágóði renna til vernd-
arstarfsins. Eins og Morgunblaðið
hefur áður greint frá er verndarstarf
Six Rivers Project byggt á því að ár-
lega eru grafin hrogn í árnar sem
fengin eru úr laxi á hverjum stað,
byggðir eru laxastigar og stutt er við
gróðurfar á svæðinu til að efla fæðu-
úrval fisksins í ánum.
Vilja fá vel stæða veiðimenn
Ljóst er að með því að byggja
glæsileg ný veiðihús er stefnt að því
að fá hingað vel stæða veiðimenn.
Gísli segir við Morgunblaðið að
þetta sé í raun hin sígilda spurning
um eggið og hænuna. „Ef við getum
ekki boðið upp á þetta þá kannski
kemur enginn slíkur veiðimaður en
þeir koma ef þetta er til staðar.“
Hann þvertekur þó fyrir að aðeins
sé um lúxusuppbyggingu fyrir út-
lendinga að ræða. Það verði áfram
stefna Six Rivers Project að bjóða
upp á veiðileyfi fyrir alla, til að
mynda silungsveiði og veiði utan að-
alveiðitímans. „Auk þess eiga þessi
hús eftir að nýtast heimamönnum.
Kannski eigum við þess kost að geta
farið að bjóða upp á annars konar
ferðamennsku utan veiðitímans.“
Veiðihúsin nýju verða í eigu Six
Rivers Project. Veiðifélögin á svæð-
inu bera ekki af þeim neinn kostnað
að sögn Gísla. „Veiðifélögin eru með
í ráðum en ekki hvað varðar kostnað
og ákvarðanir um efnisval og þess
háttar. Þetta er að fullu undir eft-
irliti og með vilja heimamanna og
landeigenda. Að sjálfsögðu munu
þeir á endanum njóta góðs af þessu.“
Fjárfesting sem þessi ætti að
vekja ánægju meðal heimamanna,
hvað svo sem fólki kann að finnast
um jarðakaup og ítök erlendra auð-
manna hér. Og Gísli segir að mark-
visst sé leitað til heimafólks við
framkvæmdir á vegum Six Rivers
Project. Þar á meðal er arkitekta-
stofa á Egilsstöðum og útibú verk-
fræðistofa eystra. „Þetta á eftir að
vera innspýting fyrir heimamark-
aðinn sem er lítill. Meðan á þessu
stendur er heilmikið að gerast á
svæðinu. Augljóslega þurfum við að
kalla til eitthvert utanaðkomandi
fólk en það hefur verið okkar stefna
að nota heimafólkið eins mikið og
hægt er og við höldum okkur við
það.“
Fjögurra milljarða fjárfesting eystra
- Stórtæk áform um uppbyggingu tengd laxveiði á Norðausturlandi - Breski auðmaðurinn Sir Jim
Ratcliffe leggur fjóra milljarða í ný veiðihús - Eiga að styrkja verndun norðuratlantshafslaxins
Morgunblaðið/Einar Falur
Stórtækt Gísli Ásgeirsson kynnti áform Six Rivers Project á fundi í gær.
Þau nema um fjórum milljörðum króna á næstu tveimur til þremur árum.
Tölvumynd/Snidda arkitektastofa
Uppbygging Svona mun nýtt veiðihús við Hofsá í Vopnafirði líta út. Húsið
er eitt fjögurra veiðihúsa sem eru hluti af uppbyggingu Six Rivers Project.
Kærunefnd útlendingamála hefur
fellt úr gildi ákvörðun Útlend-
ingastofnunar þess efnis að fella nið-
ur þjónustu til palestínsks hælisleit-
anda, sem meðal annars felur í sér
veitingu húsnæðis og fæðis.
Niðurstaða nefndarinnar er sú að
ákvörðunin hafi ekki átt sér viðhlít-
andi lagastoð.
Úrskurðurinn hefur fordæm-
isgildi fyrir þá sem eru í sömu stöðu,
sem eru nokkrir, að sögn Magnúsar
D. Norðdahl, lögmanns hælisleitand-
ans.
„Þegar Útlendingastofnun byrjaði
á þessu, þá sögðum við það ítrekað
við stofnunina að þetta væri ómann-
úðlegt og ólöglegt að bera sig að
með þessum hætti. Nú hefur það
verið staðfest að framferði stofn-
unarinnar var ólögmætt,“ segir
Magnús í samtali við Morgunblaðið.
„Við auðvitað fögnum því að
kærunefndin skuli taka þarna undir
sjónarmið okkar og fella niður
ákvörðun sem aldrei átti að taka,“
segir hann.
Hælisleitandinn hafði neitað að
gangast undir PCR-próf fyrir kór-
ónuveirusmiti, vegna fyrirhugaðs
flutnings til Grikklands en brottvís-
unin var staðfest með úrskurði
kærunefndar útlendingamála í nóv-
ember 2020.
Magnús segir að ákveðins mis-
skilnings gæti í þessum málum. Hæl-
isleitendurnir hafi ekki neitað að
fara í PCR-próf vegna þess að þeir
væru með einkenni eða þvíumlíkt.
Neyð þeirra sé hins vegar slík að
þeir séu síður tilbúnir að hjálpa til
við eigin brottvísun, með því að
gangast undir prófið.
Hann telur alvarlegt að opinber
stofnun skuli fara fram með þessum
hætti, þar sem hælisleitendurnir
höfðu í engin hús að venda.
veronika@mbl.is
Ólögmætt að svipta hælisleitendur þjónustu
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífimínu
Ég lifði af
Ragnhildur Þrastardóttir
Oddur Þórðarson
Þegar nokkrir dagar voru liðnir frá
því fyrstu kórónuveirusmitin á
Landakoti, þar sem flestar öldrunar-
lækningadeildir Landspítala eru til
húsa, greindust í október síðastliðn-
um varð „upplausnarástand“ á spít-
alanum. Þetta kemur fram í niður-
stöðum rannsóknar embættis
landlæknis á hópsýkingu sem kom
upp á spítalanum. Niðurstöðurnar
voru birtar opinberlega í gær og er
hópsmitið þar sagt alvarlegasta at-
vik sem upp hefur komið í sögu heil-
brigðisþjónustu hérlendis.
99 manns smituðust í hópsýking-
unni og minnst 13 létust. Að mati
embættis landlæknis orsakaðist hóp-
sýkingin af lélegri hólfaskiptingu á
spítalanum, skorti á aðgerðastjórn
og seintækum skimunum sem upp-
lýstu ekki um umfang hópsýkingar-
innar fyrr en það var orðið of seint.
„Mikill undirbúningur hafði átt
sér stað í upphafi faraldursins og al-
mennt kom fram í viðtölum við
starfsfólk að mikil samstaða hefði
verið meðal þess á erfiðum tíma og
öryggismenning þótt góð. Þrátt
fyrir það varð, samkvæmt lýsing-
um þeirra sem að komu þegar
nokkrir dagar voru liðnir frá fyrstu
smitum hópsýkingarinnar, „upp-
lausnarástand“ og skortur á fylgni
við þau tilmæli sem gefin höfðu verið
frá upphafi faraldurs hvað varðar
sýkingavarnir, hlífðarbúnað, hólfa-
skiptingu, sóttkví og einangrun,“
segir í niðurstöðum rannsóknarinn-
ar.
Hún byggist á vettvangsheim-
sóknum á Landakot, viðtölum við
starfsfólk og stjórnendur á Land-
spítala, framlögðum gögnum og upp-
lýsingum Landspítala ásamt ýmsum
öðrum gögnum sem starfshópur,
sem sérstaklega var stofnað til, afl-
aði meðan á rannsókn stóð.
Þá var áður útgefin bráðabirgða-
skýrsla Landspítala rýnd, en hún var
gerð opinber 12. nóvember í fyrra.
Eins og áður segir telur embætti
landlæknis að ekki hafi verið um eina
orsök að ræða heldur marga sam-
verkandi þætti.
Skortur á aðgerðastjórnun
„Að mati embættis landlæknis má
einna helst rekja þessa alvarlegu út-
breiddu hópsýkingu til ófullkominn-
ar hólfaskiptingar sem stuðlaði að
mikilli og hraðri útbreiðslu smita
innan Landakots. Fræðslu og þjálf-
un starfsmanna ásamt eftirliti með
fylgni við sýkingavarnir virðist hafa
verið ábótavant. Þá var einnig skort-
ur á
sýnatökum á Landakoti, bæði í
hópsýkingunni og aðdraganda henn-
ar, sem leiddi til þess að smit
uppgötvuðust seinna en ella og
dreifðust á aðrar stofnanir,“ segir í
niðurstöðum rannsóknarinnar og
jafnframt: „Atburðarásin bendir til
þess að skort hafi á
aðgerðastjórnun í upphafi hópsýk-
ingarinnar. Gerð er grein fyrir úr-
bótum sem Landspítalinn hefur þeg-
ar gripið til og settar fram tillögur
embættis landlæknis um frekari að-
gerðir.“
Mikill fjöldi starfsfólks Landakots
þurfti að hverfa frá á skömmum tíma
vegna sóttkvíar og einangrunar.
„Ekki er útilokað að ástandið skýrist
að einhverju leyti af
miklum fjölda nýs starfsfólks á
deildunum og því að eðli starfsem-
innar breyttist á skömmum tíma.
Viðbragðsáætlanir gerðu ekki ráð
fyrir þessari miklu útbreiðslu smits
og brotthvarfi starfsmanna,“ segir í
niðurstöðum rannsóknarinnar.
„Upplausnarástand“
kom upp á Landakoti
- Margir samverkandi þættir hafi valdið hópsýkingunni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landakot 99 manns smituðust og minnst 13 létust. Um er að ræða alvarleg-
asta atvik sem upp hefur komið í sögu heilbrigðisþjónustu á Íslandi.