Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 6
einkum stór spurning fyrir verð-
andi mæður sem læknar og ljós-
mæður sem starfa við mæðravernd
treysta sér ekki til að svara með
fullri vissu og konurnar þurfa því
að gera upp við sig sjálfar hvora
áhættuna þær vilji taka.
Í nýja ákvæðinu sem bættist við
lög um sjúkratryggingar er talað
um að rétthafinn sé „hinn bólu-
setti“, fari eitthvað illa eða komi
upp alvarlegar aukaverkanir.
Spurning vaknar þá um hvort
ófætt barn falli þar undir, en ljóst
er að fóstrið er ekki sjálft að
þiggja bólusetningu.
Mismunandi svör
Verðandi móðir sendi fyrirspurn
um þetta bæði til heilbrigðisráðu-
neytisins og Sjúkratrygginga Ís-
lands og spyr hvort fóstur, sem
enn eru í móðurkviði við bólusetn-
ingu, eigi bótarétt, komi fram
langtímaáhrif bólusetningarinnar á
börn kvenna sem þáðu bólusetn-
ingu á meðgöngu.
Í svari Sjúkratrygginga, sem
konan fékk, segir að svona tilfelli
hafi ekki verið til sérstakrar um-
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Þungaðar konur eru settar í erfiða
stöðu gagnvart ákvörðun um hvort
þær eigi að þiggja bólusetningu
gegn kórónuveirunni eða ekki.
Óljóst er hvort bótaréttur sjúk-
lingatryggingar nær til ófæddra
barna þeirra en heilbrigðisráðu-
neytinu og Sjúkratryggingum Ís-
lands ber ekki saman um það.
Í byrjun árs var ákvæði bætt
inn í sjúkratryggingalögin um
bótarétt bólusettra einstaklinga
vegna Covid-19. Markmiðið með
þessu var að treysta skaðabóta-
réttarlega stöðu þeirra sem kunna
að verða fyrir líkamstjóni við eða í
kjölfar bólusetningar í þeim til-
gangi að auka traust á bólusetn-
ingum.
Þungaðar konur eru viðkvæmar
fyrir því að veikjast sérstaklega
illa af Covid og því hvattar til að
láta bólusetja sig. Á hinn bóginn
liggja ekki fyrir niðurstöður úr
neinni rannsókn á langtímaáhrif-
um bóluefna á fóstur.
Að þiggja eða ekki þiggja er því
Ósamræmi í svörum
um bótarétt barna
- Óvíst hvort fóstur séu tryggð vegna bólusetningar móður
fjöllunar þegar lagaákvæðið var
sett. Rétt væri að líta til grein-
argerðar sem fylgdi frumvarpinu
þar sem komi fram mikilvægi þess
að ekki fylgi fjárhagsleg áhætta
því að þiggja bólusetningu og
þeirrar staðreyndar að sjúkra-
trygging getur tekið til atvika í
heilbrigðisþjónustu sem veldur því
að barn verður fyrir tjóni í móð-
urkviði. Í ljósi þess væri óhætt að
ætla að Sjúkratryggingar Íslands
myndu bæta úr sjúklingatrygg-
ingu tjón barns vegna bólusetn-
ingar móður á meðgöngu gegn
Covid-19.
Bótaréttur ólíklegur
Í svari heilbrigðisráðuneytisins
sagði hins vegar, að í lögum um
sjúkratryggingar væri tekið fram
að rétt til bóta, samkvæmt lög-
unum, ættu sjúklingar sem yrðu
fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í
tengslum við rannsókn eða sjúk-
dómsmeðferð en ófædd börn féllu
tæplega þar undir. Ráðuneytið
sagði því ólíklegt að ófædd börn
ættu bótarétt samkvæmt lögum
um sjúklingatryggingu.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
„Það er vel þekkt að fólk falli í yfirlið
vegna kvíða við bólusetningu,“ segir
Sunna Gestsdóttir, sálfræðingur og
lektor í heilsueflingu við Háskóla Ís-
lands, við um-
ræðunni um yf-
irlið við
bólusetningu
gegn Covid-19.
Hún segir að
ungt fólk sé lík-
legra til að falla í
yfirlið vegna
sprautufælni eða
annars slíks en
börn og full-
orðnir. „Kvíðinn er ákveðið varn-
arviðbragð við því sem heilinn telur
vera hættu.“ Sunna nefnir að líklega
sé umræða um yfirlið meira áber-
andi núna þar sem fólk sem forðast
almennt bólusetningu finnur sig
knúið til að fara í hana núna.
Sunna segir að aðstæðurnar sem
skapast í Laugardalshöll geti einnig
ýtt undir að fólk falli í yfirlið. „Bólu-
setningarferlið sjálft er ólíkt því sem
flestir þekkja. Fólk kemur þarna
eitt, ekki með neinum sem það þekk-
ir og myndi hafa með sér í þessum
aðstæðum, í þetta stóra rými þar
sem margmenni er. Þetta er ákveð-
inn vísir að heraga á mjög góðan
hátt,“ segir Sunna og bætir við að
það geri aðstæðurnar yfirþyrmandi
fyrir marga, sem kalli fram við-
bragðið að falla í yfirlið.
Auðvelt að leysa úr fælninni
„Aðstæðurnar byggja upp mikla
spennu og fólk veit yfirleitt ekki við
hverju það á að búast, margir eru
hræddir og eru ekki vanir að fá
stungu. Kvíðinn getur svo leitt til
ákveðins spennufalls þegar fólk er
búið að fá bólusetninguna,“ segir
Sunna og nefnir að blóðþrýsting-
urinn lækki snögglega ásamt fleiri
líkamlegum viðbrögðum. „Þetta
leiðir til þess að fólk fær hvorki blóð
né súrefni og fellur í yfirlið, sem er
svo sem ekki hættulegt.“
Sunna segir að stunguhræðsla
virðist eldast af mörgum: „Fólk lær-
ir, því oftar sem það fer í bólusetn-
ingar, að þetta er ekkert eins hræði-
legt og maður ímyndar sér.“
Sunna bendir fólki á að það sé
mjög einfalt að losna við sprautu-
fælni með hugrænni atferlismeðferð.
„Vanir sálfræðingar eru fljótir að
leysa úr svona fælni.“ urdur@mbl.is
Kvíði ákveðið
varnarviðbragð
- Einfalt að losna við sprautufælni
Sunna Gestsdóttir
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Fjöldi fólks hefur staðið vaktina við bólu-
setningu gegn Covid-19 frá því í lok des-
ember. Þorri þjóðarinnar hefur verið
bólusettur í Laugardalshöll þar sem nokk-
ur þúsund manns hafa haft viðkomu á
hverjum degi síðustu vikur. Á bak við
bólusetningarnar er því gífurleg skipu-
lagning sem hefur gengið mjög vel að
sögn þeirra sem blaðamaður ræddi við á
vaktinni í gær. Einn af hjúkrunarfræðing-
unum sem er í því að bólusetja er Áslaug
Arnaldsdóttir sem starfar á gjörgæslunni
við Hringbraut. „Mig langaði bara svo að
taka þátt í bólusetningunni, mér finnst svo
merkilegt að verið sé að bólusetja heila
þjóð,“ segir Áslaug og bætir við að allt
hafi gengið rosalega vel og skipulagningin
verið alveg frábær. Lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu hefur annast gæslu á
staðnum. Hörður Lilliendahl lög-
reglumaður segir að í heildina litið hafi
starfið gengið mjög vel, „þetta er bara
eins og færiband sem starfar gríðarlega
vel“. Þá sér slökkvilið höfuðborgarsvæð-
isins um sjúkragæslu og segir Ragnheiður
Guðjónsdóttir að nóg hafi verið að gera í
henni. „Það eru margir sem eru með
sprautukvíða og fá svima eða yfirliðstilf-
inningu og þá erum við í að gefa vatn og
annað slíkt. Við erum í rauninni á meðal
annarra að sjá til þess að fólk komi heilt á
húfi úr bólusetningunni,“ segir hún.
Heldur uppi stemningunni
Victor Guðmundsson, sem gengur und-
ir listamannsnafninu Doctor Victor, hélt
svo uppi stuðinu í gær í höllinni en Victor
er bæði læknir og plötusnúður. „Ég var að
bólusetja hérna um daginn og var þá
spurður hvort ég vildi ekki spila yfir bólu-
setningunni,“ segir Victor og segir að auð-
velt hafi verið að þiggja það boð. „Þetta er
klárlega eitt það skemmtilegasta sem ég
hef gert,“ segir Victor en hann hefur spil-
að á fjölda staða um Evrópu. Vinirnir Al-
exander Haukur Gribachev og Valtýr H.
Óskarsson stóðu svo vaktina við útgang-
inn og seldu nauðsynjavörur fyrir nýbólu-
setta. Þeir hófu söluna í gær og hefur hún
gengið ágætlega að sögn Alexanders.
Hann segir að fólk sé helst að kaupa
drykki og súkkulaðistykki. Strákarnir
ætla að halda sölunni áfram eins lengi og
þeir geta á meðan þeir eru í sumarfríi.
Fólkið á bak við bólusetningarnar
- Skipulagningin gengið mjög vel - Gaman að fá að taka þátt - Líkt og vel starfandi færiband
Lögreglumaður Hörður Lilliendahl.
Morgunblaðið/Eggert
Stuðlæknirinn Victor Guðmundsson starfar einnig sem plötusnúðurinn Doctor Victor.
Vinir Valtýr H. Óskarsson og Alexander Haukur
Gribachev selja hressingu við útganginn.
Sjúkraflutningar Ragnheiður Guðjónsdóttir. Hjúkrunarfræðingur Áslaug Arnaldsdóttir.