Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
Um daginn birtist
stutt og skorinorð
grein eftir Kjartan
Magnússon í tilefni af
því að hann óskaði eft-
ir 3.-4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan er í kosn-
ingagír í greininni og
ásakar meirihlutann í
borginni um illan
ásetning í flugvall-
armálinu: … vinstrimenn, sem vilja
flæma alla flugvallarstarfsemi úr
Reykjavík sem fyrst. Þegar allt
kemur til alls snýst flugvallarmálið
þó ekki um pólitískar skoðanir held-
ur staðreyndir á borð við veðurfar
og fjarlægðir. Undirritaður fór, í til-
efni af grein Kjartans, að rýna í
nokkra möguleika í stöðunni varð-
andi Reykjavíkurflugvöll.
1. Ýmsir sérfæðingar hafa lengi
bent á Löngusker við Reykjavík sem
besta kost fyrir flugvöll, vegna t.d.
veðurfars og nálægðar við miðborg-
ina. Ég bendi til að mynda á Trausta
Valsson, arkitekt og skipulagsfræð-
ing, og hvorki meira né minna en
samráðsnefnd samgöngumálaráðu-
neytisins og Reykjavíkurborgar,
sem var skipuð árið 2005 af Sturlu
Böðvarssyni samgönguráðherra.
Nefndin skilaði af sér skýrslu árið
2007. Einkunnagjöf vinnuhópsins
um framtíðarflugvöll fyrir höf-
uðborgarsvæðið var í stuttu máli sú
að eina flugvallarstæðið sem fékk
bestu meðmæli í öllum tíu atriðum,
sem voru metin, var Löngusker.
2. Hugsanlega eiga forsendur, svo
sem ferðatími og ferðakostnaður,
eftir að breytast í náinni framtíð. Til
dæmis með bættu vegakerfi og
greiðfærum vegum yfir til dæmis
Kjöl minnkar þörf fyrir innanlands-
flug.
3. Mögulegt er að
annars konar loftför en
hefðbundnar flugvélar
verði í framtíðinni fyrir
valinu í innanlandsflugi.
Til eru farþegaþyrlur
sem taka a.m.k. tvo tugi
farþega, en þyrluað-
staða, sem tekur lítið
pláss, gæti verið þar
sem flugstöðin í
Reykjavík er nú, inni í
„miðri miðborg“. Sama
gildir um þyrlur Land-
helgisgæslu ásamt flug-
skýli fyrir þær. Með aukinni notkun
farþegaþyrlna mætti einnig þjón-
usta flugvallarlausar byggðir víða
um landið. Þá má nefna að í þróun
eru „Tiltrotor“-farþegavélar (þær
hafa lengi verið hluti af loftförum
ýmissa herja) sem taka sig lóðrétt á
loft og lenda lóðrétt. Þær þurfa sem-
sagt engan flugvöll fremur en þyrl-
urnar.
4. Miðað við núverandi umræðu
um mengun andrúmsloftsins þarf
ekki að koma á óvart að víða er farið
að ræða um nauðsyn þess að leggja
mengunarskatt á flug. Ekki síst flug
á milli staða þar sem annar ferða-
máti gæti komið í staðinn með minni
mengun og á ekki mikið lengri tíma
(t.d. lestir, rafbílar …). Slíkur meng-
unarskattur gæti dregið mjög úr
áhuga fólks á að ferðast með flugi
innanlands, bæði vegna kostnaðar
og aukinnar vitundar um umhverf-
ismál.
Undirritaður tekur undir með
Kjartani að Hvassahraun er ekki
endilega besti framtíðarkosturinn,
eða eins og hann segir: Atvinnu-
flugmenn hafa einnig um langa hríð
varað við flugvelli í Hvassahrauni
vegna lélegra aðflugsskilyrða og
sviptivinda. Nú þegar Kjartan er bú-
inn í prófkjörsslagnum væri kannski
athugandi fyrir hann að ganga í lið
með hinu vel meinandi fólki sem vill
fá flugvöllinn á Löngusker. Hann er
að vísu dýrari, en er góður kostur,
bæði fyrir borgarbúa og aðra lands-
menn.
Eftir Ólaf
Halldórsson
Ólafur Halldórsson
» Ýmsir sérfæðingar
hafa lengi bent á
Löngusker við Reykja-
vík sem besta kost fyrir
flugvöll, vegna t.d. veð-
urfars og nálægðar við
miðborgina.
Höfundur er með BS í líffræði.
Flugvöllur eða ekki? Þar er efinn
Fjöldi lögreglumanna hefur ekki
haldist í hendur við mannfjöldaþró-
un. Hvergi er þetta greinilegra en á
landsbyggðinni. Þar eru lög-
reglumenn allt of fáir ef alvarleg lög-
gæslutilvik koma upp. Þessum mál-
um þarf að koma í betra horf.
Sigurður Guðjón Haraldsson
Velvakandi Svarað í síma
569-1100 frá kl. 10-12.
Eflum
löggæslu
Morgunblaðið/Ernir
Atvinna