Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
Lengjudeild kvenna
Grindavík – ÍA .......................................... 2:3
Haukar – Grótta ....................................... 3:1
HK – FH ................................................... 1:2
Afturelding – Augnablik.......................... 1:1
Staðan:
KR 6 5 0 1 18:7 15
Afturelding 6 4 2 0 18:8 14
FH 6 4 0 2 13:7 12
ÍA 6 3 0 3 8:12 9
Víkingur R. 6 2 2 2 10:10 8
Haukar 6 2 1 3 7:9 7
Grótta 6 2 1 3 9:12 7
Augnablik 6 1 2 3 7:11 5
HK 6 1 1 4 8:16 4
Grindavík 6 0 3 3 9:15 3
2. deild karla
Kári – ÍR ................................................... 1:1
Staðan:
Reynir S. 6 4 0 2 14:9 12
KF 6 3 2 1 10:7 11
ÍR 7 3 2 2 12:11 11
Njarðvík 6 2 4 0 11:7 10
KV 6 2 4 0 12:9 10
Þróttur V. 6 2 3 1 14:9 9
Leiknir F. 6 3 0 3 10:11 9
Haukar 6 2 2 2 13:12 8
Völsungur 6 2 1 3 11:14 7
Magni 6 1 2 3 12:16 5
Kári 7 0 3 4 8:13 3
Fjarðabyggð 6 0 3 3 2:11 3
3. deild karla
ÍH – Einherji ............................................ 2:2
Staðan:
Höttur/Huginn 6 5 1 0 11:5 16
Augnablik 6 4 2 0 17:4 14
KFG 5 3 1 1 6:2 10
Ægir 6 2 4 0 8:6 10
Elliði 6 3 0 3 14:10 9
Dalvík/Reynir 6 2 2 2 11:9 8
Víðir 6 2 2 2 8:9 8
Sindri 6 2 1 3 9:11 7
Einherji 7 2 1 4 11:17 7
Tindastóll 5 1 1 3 7:8 4
ÍH 7 0 3 4 7:17 3
KFS 6 1 0 5 6:17 3
EM karla 2021
F-RIÐILL:
Ungverjaland – Portúgal......................... 0:3
Þýskaland – Frakkland ........................... 0:1
Staðan:
Portúgal 1 1 0 0 3:0 3
Frakkland 1 1 0 0 1:0 3
Þýskaland 1 0 0 1 0:1 0
Ungverjaland 1 0 0 1 0:3 0
Leikir í dag:
B: Finnland – Rússland ............................ 13
A: Tyrkland – Wales ................................. 16
A: Ítalía – Sviss .......................................... 19
Vináttulandsleikir kvenna
Ísland – Írland .......................................... 2:0
Þýskaland – Síle ....................................... 0:0
Holland – Noregur ................................... 7:0
Svíþjóð – Ástralía ..................................... 0:0
Spánn – Danmörk..................................... 3:0
Wales – Skotland...................................... 0:1
Ameríkubikar karla
A-riðill:
Argentína – Síle........................................ 1:1
Paragvæ – Bólivía .................................... 3:1
_ Paragvæ 3, Argentína 1, Síle 1, Úrúgvæ
0, Bólivía 0.
>;(//24)3;(
Úrslitakeppni karla
Fyrri úrslitaleikur:
Valur – Haukar..................................... 32:29
_ Seinni leikurinn fer fram á föstudags-
kvöld á Ásvöllum. Samanlögð úrslit ráða
hvort félagið verður Íslandsmeistari 2021.
E(;R&:=/D
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Atlanta – Philadelphia ..................... 103:100
_ Staðan er 2:2.
Vesturdeild, undanúrslit:
LA Clippers – Utah.......................... 118:104
_ Staðan er 2:2.
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
Fyrsti úrslitaleikur karla:
Blue-höllin: Keflavík – Þór Þ............... 20.15
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – KA......................... 18
HS Orkuvöllur: Keflavík – HK................. 18
Origo-völlur: Valur – Breiðablik ......... 20.15
Kaplakriki: FH – Stjarnan .................. 20.15
1. deild karla, Lengjudeildin:
Framvöllur: Fram – Þróttur R ................ 18
3. deild karla:
Þorlákshöfn: Ægir – Tindastóll ............... 20
Fífan: Augnablik – KFG........................... 20
Würth-völlur: Elliði – Höttur/Huginn..... 20
Í KVÖLD!
Aftureldingu mistókst að end-
urheimta toppsæti 1. deildar
kvenna í fótbolta úr höndum KR-
inga í gærkvöld og mátti sætta sig
við jafntefli á heimavelli gegn
Augnabliki, 1:1. Sara Lissy Chon-
tosh kom Aftureldingu yfir en Vig-
dís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði fyr-
ir Augnablik.
FH styrkti stöðuna í þriðja sæti
með því að sigra HK 2:1 í Kórnum
eftir að hafa lent undir snemma
leiks. Sunneva Hrönn Sigurvins-
dóttir skoraði sigurmark Hafn-
arfjarðarliðsins.
Afturelding
tapaði stigum
Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson
Óvænt Augnablik náði stigi gegn
Aftureldingu á útivelli.
Hollendingar, fyrstu andstæðingar
Íslendinga í undankeppni HM
kvenna í knattspyrnu í haust, sýndu
styrk sinn í gær með því að rót-
bursta Norðmenn, 7:0, í vin-
áttulandsleik í Enschede í Hollandi.
Staðan var 2:0 í hálfleik eftir
mörk frá Vivianne Miedema og
Sherida Spitse. Í seinni hálfleik
bættu Jamie Roord, Miedema, Sha-
nice van de Sanden og Danielle van
de Donk bættu við mörkum auk
þess sem Norðmenn skoruðu sjálfs-
mark. Þetta er stærsta tap norska
landsliðsins frá upphafi.
AFP
Skoruðu Vivianne Miedema og
Sherida Spitse voru á skotskónum.
Holland lék
Noreg grátt
ÍSLAND – ÍRLAND 2:0
1:0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 54.
2:0 Karólína Lea Vilhjlámsdóttir 83.
MM
Glódís Perla Viggósdóttir
M
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Andrea Rán S. Hauksdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvalsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Dómari: Kirsty Dowie – Englandi.
Áhorfendur: 729.
_ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skor-
aði sitt sjöunda mark í 52 landsleikjum
þegar hún kom Íslandi yfir á 54. mínútu
leiksins.
_ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði
sitt þriðja mark í átta landsleikjum þeg-
ar hún bætti við öðru marki Íslands á 83.
mínútu.
_ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var
áfram fyrirliði íslenska liðsins og lék
sinn 80. landsleik.
_ Diane Caldwell, miðvörður írska liðs-
ins, lék með Þór/KA fyrir tíu árum,
seinni hluta tímabilsins 2011.
_ Sian Massey-Ellis, sem hefur verið að-
stoðardómari í ensku úrvalsdeildinni í
karlaflokki undanfarin ellefu ár, var að-
stoðardómari á báðum leikjum Íslands
og Írlands.
Í LAUGARDAL
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ísland vann 2:0-sigur á Írlandi í vin-
áttuleik kvenna í fótbolta á Laug-
ardalsvelli í gær. Ísland vann einnig
þegar liðin mættust síðastliðinn
föstudag, þá 3:2, og sigraði því írska
liðið tvisvar í tveimur tilraunum.
Leikirnir gefa góð fyrirheit fyrir
undankeppni HM sem hefst í sept-
ember, þar sem Ísland fær verðugt
verkefni í fyrsta leik; heimaleik gegn
Evrópumeisturum Hollands.
Leikur tveggja hálfleika er gömul
klisja, en rétt eins og í fyrri leik lið-
anna á föstudag var mikill munur á
leik íslenska liðsins fyrir og eftir
hálfleikinn.
Íslensku leikmennirnir voru ólíkir
sjálfum sér fyrir hlé og vantaði meiri
orku í sóknarleik liðsins. Karólína
Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís
Jane Jónsdóttir náðu ekki að skapa
mikið á köntunum og Berglind
Björg Þorvaldsdóttir fékk ekki úr
miklu að moða. Þá var íslenska liðið
oft undir í baráttunni á miðjunni og
var boltinn meira á vallarhelmingi
Íslands.
Góð innkoma Andreu
Það var allt annað að sjá lið Ís-
lands í seinni hálfleik. Andrea Rán
Snæfeld Hauksdóttir kom inn fyrir
Alexöndru Jóhannsdóttur, sem hef-
ur oft spilað betur, og við það náði
Ísland stjórninni á miðjunni. Svein-
dís og Karólína spiluðu mun betur í
seinni hálfleik og Berglind komst í
fleiri færi.
Hún skoraði loks fyrsta markið á
54. mínútu er hún var mætt, eins og
hún gerir svo oft, á rétt svæði í
teignum til að skora eftir sendingu
frá Andreu. Ísland hélt áfram að
sækja og Karólína bætti við öðru
marki á 83. mínútu, eftir gott ein-
staklingsframtak, og þar við sat.
Leiðtoginn Glódís best
Þrátt fyrir að Berglind og Karól-
ína hafi skorað mörk Íslands var það
Glódís Perla Viggósdóttir sem spil-
aði best í íslenska liðinu. Hún stýrði
vörninni glæsilega og sýndi magn-
aða leiðtogahæfileika með því að láta
vel í sér heyra allan leikinn. Hún
skilaði boltanum vel frá sér að
vanda, vann ótal tæklingar og tapaði
varla einvígi.
Karólína Lea var mjög góð í seinni
hálfleik og Andrea Rán hlýtur að
gera tilkall til þess að vera í byrj-
unarliði í næsta keppnisleik eftir
virkilega góða innkomu. Þá skoraði
Berglind Björg og verður áhugavert
að sjá hvort hún eða Elín Metta Jen-
sen verði í byrjunarliðinu í framlín-
unni á móti Hollandi.
Það eru jákvæð teikn á lofti hjá
liðinu og leikmenn virðist taka vel í
áherslur Þorsteins Halldórssonar.
Hann er að læra betur á liðið og liðið
betur á hann. Frammistaðan var
hins vegar langt frá því að vera full-
komin. Það er ákveðið áhyggjuefni
að íslenska liðið hefur átt tvo slaka
hálfleika gegn Írum; tapað öðrum
þeirra 2:0 og skapað sér lítið sem
ekkert í hinum. Á móti sterkari þjóð-
um, eins og Hollandi, verður Íslandi
refsað fyrir slíkt. Það verður að vera
á tánum í 90 mínútur, ekki bara 45.
Aftur dugði
einn góður
hálfleikur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markaskorari Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði annað mark Íslands og
leikur hér fram hjá Heather Payne, kantmanni írska liðsins.
- Tveir sigrar á Írum gefa góð fyrirheit
- Leiðtoginn Glódís Perla mögnuð
EVRÓPUKEPPNI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valsmenn eiga sáralitla möguleika á
að komast í aðra umferð und-
ankeppni Meistaradeildar karla í fót-
bolta á meðan FH, Stjarnan og
Breiðablik eiga öll ágæta möguleika
á að komast í aðra umferðina í hinni
nýju Sambandsdeild Evrópu (Eu-
ropa Conference League).
Valsmenn þurfa að glíma við kró-
atísku meistarana Dinamo Zagreb í
fyrstu umferðinni og þeir gátu vart
verið óheppnari með mótherja. Aftur
á móti eru Valsmenn öruggir með að
spila minnst í tveimur umferðum því
liðin sem tapa í fyrstu umferð Meist-
aradeildarinnar fara í aðra umferð
Sambandsdeildarinnar.
Á morgun verður dregið til 2. um-
ferðar beggja mótanna og þá kemur í
ljós hverjum Valsmenn geta mætt, ef
þeir tapa og fara í Sambandsdeildina,
og ef þeir vinna króatísku meist-
arana og halda áfram í Meist-
aradeildinni.
Dinamo Zagreb vann króatísku 1.
deildina örugglega í vetur, varð þá
meistari fjórða árið í röð og í 22.
skipti á 28 árum. Fimm leikmanna
liðsins eru með landsliðinu í Evr-
ópukeppninni þessa dagana.
FH og Stjarnan drógust bæði
gegn írskum liðum, FH gegn Sligo
Rovers og Stjarnan gegn Bohemi-
ans. Slæmu fréttirnar við það eru að
írsk lið hafa haft betur gegn íslensk-
um í átta skipti af ellefu í Evr-
ópukeppni en þær góðu að ávallt hef-
ur verið um hörkuleiki að ræða.
Bohemians fékk óvæntan skell gegn
Þór á Akureyri, 5:1, árið 2012 eftir að
liðin gerðu markalaust jafntefli í
Dublin. Sligo Rovers hefur ekki
mætt íslensku liði og er í Evr-
ópukeppni í fyrsta sinn í sjö ár.
Írska úrvalsdeildin er um það bil
hálfnuð og Sligo Rovers er í öðru
sæti, með jafnmörg stig og topplið
Shamrock Rovers, en Bohemians er í
fimmta sæti af tíu liðum. Írsk lið hafa
sótt sig verulega undanfarin ár og
Dundalk komst til að mynda í riðla-
keppni Evrópudeildarinnar síðasta
haust.
Breiðablik leikur við Racing Union
frá Lúxemborg en íslensk lið hafa
haft betur gegn lúxemborgskum í öll
fjögur skiptin sem lið þjóðanna hafa
mæst. Valur 1967, KR 1995, Keflavík
2005 og FH 2008.
Racing endaði í fjórða sæti í Lúx-
emborg í vetur en deildakeppninni
þar lauk í lok maí og á að hefjast aft-
ur seint í ágúst.
Erfitt hjá Val – allt annað er galopið