Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
_ Caroline Seger, fyrirliði sænska
kvennalandsliðsins í knattspyrnu setti
í gær nýtt Evrópumet þegar Svíar og
Ástralar gerðu markalaust jafntefli í
vináttulandsleik í Kalmar. Seger, sem
er 36 ára gömul, lék sinn 215. lands-
leik og setti með því bæði Evrópumet
og sænskt met. Hún fór með þessu
fram úr Therese Sjögran, löndu sinni,
og Birgit Prinz frá Þýskalandi, sem
báðar léku 214 landsleiki fyrir þjóðir
sínar. Seger er jafnframt fyrirliði
sænska toppliðsins Rosengård.
_ Dean Henderson, markvörður Man-
chester United, þurfti í gær að draga
sig út úr enska landsliðshópnum í
knattspyrnu á EM vegna meiðsla. Ga-
reth Southgate landsliðsþjálfari kall-
aði strax á Aaron Ramsdale, markvörð
Sheffield United, í hans stað. Jordan
Pickford frá Everton varði mark Eng-
lands í leiknum við Króata á sunnudag
og Sam Johnstone, markvörður West
Bromwich Albion, er einnig í hópnum.
England mætir næst Skotlandi á Wem-
bley á föstudagskvöldið.
_ Tvö Íslendingafélög voru í gler-
krukkunum hjá UEFA í gær þegar dreg-
ið var til fyrstu umferðar Meist-
aradeildar karla í fótbolta. Rúnar Már
Sigurjónsson og samherjar í rúm-
enska meistaraliðinu CFR Cluj drógust
gegn Borac Banja Luka, meisturum
Bosníu, og Alfons Sampsted og sam-
herjar í norska meistaraliðinu Bodö/
Glimt mæta pólsku meisturunum
Legia Varsjá.
_ Juventus, Barcelona og Real Ma-
drid fá að taka þátt í Meistaradeild
Evrópu í fótbolta á komandi keppn-
istímabili, 2021-22, þrátt fyrir að til-
heyra enn hinni svokölluðu Ofurdeild
sem stofnuð var í aprílmánuði. Aðeins
þessi þrjú lið eru eftir í deildinni en níu
félög drógu sig úr henni eftir gríðarleg
mótmæli og UEFA, Knattspyrnu-
samband Evrópu, hótaði að beita þau
þungum refsingum. UEFA hóf lögsókn
gegn félögunum í síðustu viku en
frestaði henni síðan.
_ Rúmlega 40 þúsund manns mega
mæta á úrslitaleik Evrópukeppni karla
í knattspyrnu sem fram fer á Wem-
bley-leikvanginum í London sunnudag-
inn 11. júlí. Bresk yfirvöld hafa gefið
leyfi fyrir því að nýta helming sæta
vallarins sem tekur tæplega 90 þús-
und áhorfendur. Á leikjunum á vell-
inum fram að því verða um 22 þúsund
áhorfendur en leyfilegt er að nýta
fjórðung sæta sem stendur.
_ Danski knattspyrnumaðurinn
Christian Eriksen skýrði frá því á In-
stagram í gærmorgun að hann væri
við góða heilsu miðað við aðstæður.
Hann dvelur áfram á sjúkrahúsi í
Kaupmannahöfn eftir að hafa farið í
hjartastopp en verið endurlífgaður í
leik Danmerkur og Finnlands á EM á
Parken síðasta laug-
ardag. Eriksen sagði
að hann ætti eftir
að gangast undir
einhverjar
rannsóknir
til við-
bótar en
hvatti
danska
liðið til dáða í
keppninni. Danir
mæta Belgum í
annarri umferð
riðlakeppninnar á
morgun.
Eitt
ogannað
voru auk þess mjög virkir. Lítið kom
frá hægri vængnum og ef til vill eiga
Valsmenn það inni. Í miðri vörninni
stóðu Þorgils Jón Svölu Baldursson
og Einar Þorsteinn Ólafsson sig vel
og Ungverjinn Martin Nagy var
mjög góður í markinu. Varði hann
tíu skot í fyrri hálfleik og alls fimm-
tán í leiknum.
Haukar fengu heldur lítið frá
skyttustöðunni vinstra megin en
skytturnar hægra megin, Geir Guð-
mundsson og Ólafur Ægir Ólafsson,
skoruðu samtals átta mörk. Geir fór
að ógna af krafti í síðari hálfleik og
skoraði síðasta mark leiksins sem
gæti átt eftir að skipta máli. Línu-
spilið var öflugt hjá Haukum eins og
oft áður og Heimi Óla Heimissyni
tókst að skapa sér gott pláss.
Galopin úrslitarimma
- Valsmenn fara með þriggja marka forskot á Ásvelli - Útlit fyrir að fjörugur
leikur sé fram undan í Firðinum - Kærkomið andrúmsloft í úrslitakeppninni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Níu Anton Rúnarsson var markahæstur Valsmanna í gærkvöld og er hér í dauðafæri í leiknum á Hlíðarenda.
Á HLÍÐARENDA
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íþróttaunnendur gætu átt von á
góðu á föstudaginn þegar úrslitin
ráðast á Íslandsmóti karla í hand-
knattleik. Valur er með þriggja
marka forskot eftir fyrri úrslitaleik
Vals og Hauka á Hlíðarenda í gær-
kvöldi. Sé mið tekið af leiknum í gær
gæti fjörugur leikur verið í vændum
á föstudag.
Leikurinn í gær var mjög hraður
og ljómandi góð skemmtun en Valur
sigraði 32:29. Verður áhugavert að
sjá hvort hið sama verði uppi á ten-
ingnum í síðari leiknum en leikmenn
liðanna fá tvo daga til að jafna sig á
milli leikjanna.
Þrátt fyrir að samkomutakmark-
anir séu enn í gildi tókst stuðnings-
mönnum liðanna að mynda góða
stemningu á leiknum og létu vel í sér
heyra. Andrúmsloftið í úrslitakeppn-
inni er kærkomið fyrir leikmenn eft-
ir rólegan vetur þar sem veiran setti
svip sinn á mótshaldið. Svo ekki sé
talað um þá staðreynd að ekkert
varð úr úrslitakeppninni í fyrra
vegna heimsfaraldursins.
Valsmenn voru áræðnari í gær og
höfðu frumkvæðið mestallan leikinn.
Þriggja marka sigur þeirra kann að
hafa komið einhverjum á óvart í ljósi
þess að Haukar unnu öruggan sigur
í Olís-deildinni. En ekki er spurt að
því þegar komið er í úrslitakeppn-
ina. Ekki þarf svo sem að fræða
Haukana sérstaklega um það. Lið
sem tíu sinnum hefur orðið meistari
á þessari öld.
Stundum gleymist það að Valur er
einnig geysilega vel mannað lið. En
ekki hefur alltaf verið hægt að stilla
upp sterkasta liðinu. Í gær lögðu
lykilmenn eins og Anton Rúnarsson,
Magnús Óli Magnússon og Róbert
Aron Hostert vel í púkkið með
mörkum fyrir utan. Hornamennirnir
Einvígi Keflavíkur og Þórs frá Þor-
lákshöfn um Íslandsmeistaratitil
karla í körfuknattleik hefst í kvöld
þegar liðin mætast í fyrsta sinn í
Blue-höllinni í Reykjanesbæ klukk-
an 20.15. Keflavík vann úrvals-
deildina með yfirburðum, endaði
tólf stigum á undan Þór sem hafn-
aði í öðru sæti, en Keflvíkingar
unnu síðan alla sex leiki sína gegn
Tindastóli og KR. Þór vann hins
vegar Þór frá Akureyri 3:1 og
Stjörnuna 3:2. Leikið verður áfram
19. og 22. júní, og síðan 25. og 27.
júní ef þarf fjórða og fimmta leik.
Úrslitaeinvígið
hefst í kvöld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigursælir Hörður Axel og félagar í
Keflavík hafa unnið 26 leiki af 28.
Njarðvík hefur þegið boð Körfu-
knattleikssambands Íslands um að
taka sæti í úrvalsdeild kvenna á
næsta keppnistímabili. Njarðvík-
ingar unnu 1. deildina í vetur en
töpuðu síðan úrslitaeinvíginu gegn
Grindavík, 3:2.
Snæfell, sem hafnaði í sjöunda og
næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar
í vetur, ákvað að senda ekki lið á
næsta tímabili. KR féll úr deildinni
og var fyrst boðið sætið en afþakk-
aði. Njarðvík verður því á ný meðal
þeirra bestu eftir þriggja ára dvöl í
1. deildinni.
KR sagði nei og
Njarðvík upp
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Meistarar Njarðvík vann 1. deildina
en tapaði úrslitaeinvíginu.
Origo-höllin, fyrri úrslitaleikur karla,
þriðjudag 15. júní 2021.
Gangur leiksins: 3:3, 8:5, 12:7,
14:10, 16:12, 19:14, 21:17, 23:19,
25:22, 26:24, 29:26, 29:28, 32:29.
Mörk Vals: Anton Rúnarsson 9/5,
Magnús Óli Magnússon 7, Vignir
Stefánsson 6, Róbert Aron Hostert
4, Finnur Ingi Stefánsson 3, Þorgils
Jón Svölu Baldursson 2, Einar Þor-
steinn Ólafsson 1.
Varin skot: Martin Nagy 15, Einar
Baldvin Baldvinsson 2.
Utan vallar: 8 mínútur
VALUR – HAUKAR 32:29
Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 6,
Heimir Óli Heimisson 5, Orri Freyr
Þorkelsson 5/2, Tjörvi Þorgeirsson
3, Darri Aronsson 2, Adam Haukur
Baumruk 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2,
Þráinn Orri Jónsson 2, Atli Már
Báruson 1, Halldór Ingi Jónasson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gúst-
avsson 11, Andri Sigmarsson Schev-
ing 4.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrast-
arson og Svavar Ólafur Pétursson.
Áhorfendur: 701.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Á öllum stórmótum í fótbolta er
sterkasti riðill keppninnar ávallt
kallaður „dauðariðillinn“. Fyrir
EM 2021 (eða 2020) var það F-
riðillinn sem fékk þann stimpil og
hann stendur undir nafni.
Þjóðverjar standa þar þegar
höllum fæti í baráttunni við
heimsmeistara Frakklands og
Evrópumeistara Portúgals eftir
fyrstu umferðina í gær.
Frakkar lögðu Þjóðverja 1:0 í
München og Portúgalar sigruðu
Ungverja 3:0 í Búdapest. Þar með
er „þýska stálið“ komið með bak-
ið upp við vegg fyrir viðureignina
gegn Portúgal á laugardaginn.
Þar gætu Þjóðverjar hreinlega
fallið úr keppni með óhagstæðum
úrslitum.
Ungverjar eru ekki líklegir til
að gera Þjóðverjum og Frökkum
skráveifur þannig að þetta mun
allt meira og minna ráðast á leikj-
um Portúgala við stórþjóðirnar
tvær. Þjóðverjar leika alla leiki
sína í München og það kann að
fleyta þeim áfram.
_ Cristiano Ronaldo skoraði tvö
mörk fyrir Portúgal og Raphaël
Guerreiro eitt en staðan í Búda-
pest var 0:0 fram á 84. mínútu.
Ronaldo setti nýtt markamet í
lokakeppni EM en hann hefur nú
alls gert 11 mörk á fimm lokamót-
um. Hann og Michel Platini voru
jafnir með 9 mörk fyrir þetta
mót.
_ Ronaldo er jafnframt orðinn
sá eini sem hefur leikið á fimm
lokamótum EM og setti leikjamet
í gær með því að spila sinn 22.
EM-leik.
_ Mats Hummels, miðvörður
Þjóðverja, skoraði sjálfsmark eft-
ir fyrirgjöf Lucas Hernández á
20. mínútu og þar við sat í leik
Frakka og Þjóðverja.
Önnur umferð riðlakeppninnar
hefst í dag en nú hafa öll liðin 24
leikið einn leik á mótinu.
Dauðariðill stendur undir nafni
AFP
Markamet Cristiano Ronaldo fagn-
ar öðru markanna í Búdapest.