Morgunblaðið - 16.06.2021, Blaðsíða 25
AFP
Barokk Kona klædd í kjól í anda barokktímabilsins dáist að sápukúlum í garði konungshallarinnar.
Birta Hárið á þessari uppábúnu konu virðist loga.
Finna mátti fyrir andrúmi tíma „sólkonungsins“ Loðvíks
XIV. í görðunum við konungshöllina glæstu í Versölum
fyrir utan París um helgina. Nú þegar slær á heimsfar-
aldur kórónuveirunnar á Vesturlöndum eru vinsælir
ferðamannastaðir opnir að nýju og voru myndirnar tekn-
ar þegar kynnt var að vinsælir viðburðir hæfust í Versöl-
um að nýju; kvöldsýningin Grandes Eaux Nocturnes
með upplýstum gosbrunnum og tónleikar.
Vísað til tíma sólkonungs-
ins í Versölum um helgina
Sjónarspil Boðið var upp á flugeldasýningu í garðinum.
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
THE WASHINGTON POST
ROGEREBERT.COM
TOTAL FILM
USA TODAY
THE SEATTLE TIMES
THE GUARDIAN
GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA
SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA
HROLLVEKJANDI
SPENNUMYND
THE WRAP FILM
SÝNDMEÐ ÍSLENSKUTALI97%
SAN FRANCISCO
CHRONICLE
INDIE WIRE
Grín- Spennumynd eins og þær gerast bestar!
ROGEREBERT.COM
Café Dunhagi í Tálknafirði stendur
fyrir menningarhátíð allar helgar í
sumar. Rithöfundar, skáld og sviðs-
listafólk stígur á svið á efri hæð
gamla samkomuhússins Dunhaga
sem er eitt af elstu samkomuhúsum
landsins en það var vígt árið 1933.
Föstudaginn 18. júní fjallar rit-
höfundurinn og sviðslistafræðing-
urinn Hlín Agnarsdóttir um og les
upp úr nýrri bók sinni sem væntan-
leg er í haust. Einnig fjallar hún um
dvöl sína í Tálknafirði þegar hún
var þar í sveit sem barn.
Laugardaginn 19. júní er komið
að skáldkonunni Elísabetu Kristínu
Jökulsdóttur, sem er landsfræg fyr-
ir ljóð sín og smásögur. Elísabet
fjallar um og les upp úr bók sinni
Aprílsólarkuldi en fyrir þá bók
hlaut hún Íslensku bókmenntaverð-
launin 2020.
Laugardaginn 26. júní fjallar rit-
höfundurinn Þorvaldur Kristinsson
um bók sína Ef vin þú átt sem hann
skrifaði 1994 um Aðalheiði Hólm
Spans frá Eysteinseyri í Tálknafirði
en bókin verður endurútgefin í ár.
Föstudaginn 2. júlí og laugardag-
inn 3. júlí sýnir sviðslistamaðurinn
Bjarni Snæbjörnsson, sem á rætur
að rekja til Tálknafjarðar, einleik-
inn Góðan dag faggi í samstarfi við
Þjóðleikhúsið sem er sjálfsævisögu-
legur heimildasöngleikur. Tónlist-
ina samdi Axel Ingi Árnason og leik-
stjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir.
Föstudaginn 9. júlí er komið að
Antoni Helga Jónssyni, en hann er
eitt af afkastamestu ljóðskáldum
þjóðarinnar og stendur fyrir ljóða-
vefnum anton.is. Hann mun lesa ljóð
og kvæði sem snúast um fjöll og
fjallgöngur.
Laugardaginn 17. júlí fjallar
skáldsagnahöfundurinn og fræði-
maðurinn Bergsveinn Birgisson um
bók sína Leitin að svarta vík-
ingnum. Dagskráin hefst ávallt kl.
20.30 og er aðgangur ókeypis.
Menningarhátíð á
Café Dunhaga í sumar
- Eitt af elstu samkomuhúsum landsins
Hlín
Agnarsdóttir
Bergsveinn
Birgisson
Elísabet Kristín
Jökulsdóttir
Bjarni
Snæbjörnsson
Fuglalíf – fuglarnir í nágrenni okk-
ar nefnist ljósmyndasýning Árna
Árnasonar sem opnuð hefur verið í
Gallerí Gróttu og stendur til 10.
ágúst. „Á sýningunni eru sýndar
allt að 100 ljósmyndir af algengum
fuglum í náttúru Íslands. Allt að 50
fuglategundir koma þar við sögu,
bæði staðfuglar og sumargestir.
Flesta fuglana má sjá í eða við þétt-
býli en aðrir halda sig helst fjarri
þéttum byggðum. Þá eru nokkrar
myndir af dúfum en þær hafa verið
að ná sér á strik á undanförnum
árum eftir að
hafa nánast
verið útrýmt
hér á höfuð-
borgarsvæð-
inu.
Myndirnar
eru teknar bæði að sumri og vetri,
aðallega á höfuðborgarsvæðinu og
á suðvesturhorni landsins,“ segir í
tilkynningu.
Sýningin er opin mánudaga til
fimmtudaga milli kl. 10 og 18.30
auk föstudaga milli kl. 10 og 17.
Fuglalíf til sýnis í Gallerí Gróttu